flugfréttir

MH370 gæti hafa flogið 1.000 mismunandi leiðir suður í Indlandshaf

- Leitin að malasísku farþegaþotunni hefst á ný þann 22. september

9. september 2014

|

Frétt skrifuð kl. 22:09

Sérfræðingar eiga enn eftir að kanna allar þær mögulegu leiðir sem vélin hefði geta flogið

Malasíska farþegaþotan gæti hafa flogið 1.000 mismunandi flugleiðir á för sinni suður í Indlandshaf og eiga sérfræðingar enn eftir að rannsaka hverja einustu stefnu sem vélin hefði geta tekið.

Lota tvö í leitinni að flugi MH370 hefst þann 22. september og segir Martin Dolan, yfirmaður samgönguöryggisnefndar Ástralíu, að að ekki sé hægt að lofa því hvort að flakið komi í leitirnar þegar leitin hefst að nýju eftir 13 daga.

"Það eina sem er víst er að vélin flaug niður í átt að mjög afskektu og víðáttumiklu hafsvæði sem er 1,6 milljón ferkílómetrar að stærð sem er meira en þrisvar sinnum stærra en Spánn", segir Dolan.

"Ég vill ekki gefa ættingjum og aðstandendnum falskar vonir og láta þá verða fyrir vonbrigðum aftur - En ég vill alls ekki afskrifa þann möguleika heldur því að við trúum því að við eigum möguleika - En það er engin trygging fyrir því samt", sagði Dolan í viðtali við The Telegraph.

Allt spurning um peninga hversu lengi leitað verður að vélinni

"Við vitum að vélin er þarna í sjónum eða á hafsbotni nálægt sjöunda hringboganum og við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur - sem er mjög mikið - til að finna vélina á þessu svæði"

Ekki er vitað nákvæmlega hvaða stefnu malasíska vélin tók
suður á bóginn eftir Indlandshafinu

"Það eru fjöll þarna á botninum, útbrunnin eldfjöll, klettar, björg og margt annað sem getur hægt á leitinni. Tæknilega séð getur leitin staðið yfir endalaust þar til búið er að útiloka allt hafsvæðið og það mun koma að þeim tímapunkti að ríkisstjórnir munu segja: "ok, þetta er komið gott. Það er best að hætta leitinni", segir Dolan, sem segir að það sé ekki hann sem ráði neinu um það, heldur er það allt spurning um peninga.

"Það eru enn margar leiðir sem vélin hefði geta flogið - en við munum byrja leitina á því að kanna svæðin sem koma sterklegast til greina".

Leitin mun hefjast á því að skipið Go Phoenix mun nota næstukynslóðar sónarbúnað sem getur framkallað háskerpumyndir af hafsbotninum á leitarsvæðinu.

Þann 13. október mun skipið Fugro Discovery slást í hópinn og í byrjun nóvember mun systurskipið, Fugro Equator, mæta á svæðið en bæði Fugro-skipin munu nota neðansjávarleitarbúnað er kallast "towfish" sem verður dregin í um 100 metra hæð yfir sjávarbotninum sem á þessu svæði nær niður á allt að 6 kílómetra dýpi en toglínan, sem dregur búnaðinn, er um 10 kílómetra löng.

Ekki allir sem hafa trú á leitinni

Á sama tíma hefur Sarah Bajc, unnusta Peter Woods, sem var farþegi um borð í malasísku vélinni, sagt í viðtali við Mail Online að hún trúi því að leitin sé sviðsetning þar sem verið er að fela sannleikann.

Sarah Bajc, unnusta Peter Woods, hefur enga trú á leiðinni og er
sannfærð um að verið sé að halda einhverju leyndu varðandi
hvarfið

"Ég held að ef sömu aðilarnir ætla sér að halda áfram að leita að vélinni að þá mun hún aldrei finnast. Ég tel að það sé vísvitandi verið að hagræða sannleikanum og búið sé að taka skref til að koma í veg fyrir að vélin muni finnast", segir Sarah sem segist ekki vita hversu mikið er verið að sópa undir teppið en telur að það sé verið að halda einhverju leyndu.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga