flugfréttir

Airbus þróar svarta kassa sem skjóta sér sjálfkrafa frá borði og fljóta á sjó

- Boeing ekki sammála um að hugmyndin sé góð

8. október 2014

|

Frétt skrifuð kl. 19:53

Airbus segist vera að þróa búnað sem mun skjóta svörtu kössunum úr farþegaþotum ef þær farast

Airbus segir að verið sé að þróa nýja tegund af svörtum kössum sem munu geta skotið sér sjálfkrafa úr hrapandi flugvél og flotið á sjó í stað þess að sökkva með flakinu niður á hafsbotn.

Þessi hugmynd gæti auðveldað leitarflokkum að finna svörtu kassana sem eru mjög mikilvægir þegar kemur að því að rannsaka flugslys en fleiri mánuði eða ár getur tekið að finna svarta kassann ef þota ferst á hafi úti.

Pascal Andrei, yfirmaður yfir öryggisdeild Airbus, sagði í gær að Airbus væri að ljúka prófunum á búnaði sem getur skotið svörtu kössunum úr flugvélum en samkeppnisrisinn, Boeing, er ekki á sama máli um notagildi slíks búnaðar.

Mark Smith, flugslysasérfræðingur hjá Boeing, segir að slíkur búnaður sé varasamur þar sem bilun gæti skotið svörtu kössunum úr farþegaþotu á flugi fyrir slysni sem skapar mikla hættu.

Pascal Andrei, yfirmaður yfir öryggisdeild Airbus

"Við erum mjög vongóður um að þessi lausn gæti verið það sem koma skal", segir Andrei sem tekur fram að Airbus sé nú að vinna náið með birgjum og framleiðendum en frekari prófanir eiga eftir að fara fram.

Að meðaltali eitt flugslys á hafi úti á 10 ára fresti

Mark Smith hjá Boeing segir að gera megi ráð fyrir einu flugslysi á 10 ára fresti þar sem farþegaþota ferst yfir sjó með þeim afleiðingum að flakið finnst ekki fyrr en eftir heilt ár en á hinn bóginn má gera ráð fyrir að á 10 ára tímabili geti orðið 5 til 6 óhöpp þar sem búnaðurinn skýtur svörtu kössunum úr farþegaþotu vegna bilunar.

Í nýlegri kynningu sem fram fór á vegum Airbus er gert ráð fyrir að sjálfskjótandi svörtum kössum verði komið fyrir í Airbus A350 vélunum og þeim A380 risaþotum sem verða notaðar í flugi yfir úthöf.  fréttir af handahófi

Framtíð Lufthansa í óvissu ef hluthafar kjósa gegn ríkisaðstoð

17. júní 2020

|

Varað hefur verið við því að gjaldþrot blasi við Lufthansa ef stærstu hluthafar í Lufthansa Group samþykkja ekki opinbera aðstoð frá ríkisstjórn Þýskalands upp á 9 milljarða evra en kosið verður um b

Stofnandi easyJet hótar að láta reka framkvæmdarstjórann

21. apríl 2020

|

Stelios Haji-loannou, stofnandi easyJet, hótar því að reka Johan Lundgren, framkvæmdarstjóra félagsins, þar sem hann hefur ekki orðið við ósk stofnandans um að hætta algjörlega við pöntun sem félagið

Sótt um gjaldþrotavernd fyrir Avianca

11. maí 2020

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca Holdings hefur sótt um sameiginlega gjaldþrotameðferð fyrir dótturfélögin og þá hefur starfsemi Avianca í Perú verið stöðvuð.

  Nýjustu flugfréttirnar

American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla

13. júlí 2020

|

American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

Air Mauritius auglýsir fimm farþegaþotur til sölu

8. júlí 2020

|

Flugfélagið Air Mauritius hefur sett á sölu fimm farþegaþotur og er óskað eftir tilboðum í þoturnar.

United gæti þurft að segja upp 36.000 starfsmönnum í haust

8. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið þyrfti mögulega að grípa til risahópuppsagna þar sem kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa verulega slæm áhrif á rekstur félagsin

Kjarasamningur við flugfreyjur felldur í atkvæðagreiðslu

8. júlí 2020

|

Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair, sem eru félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, hafa fellt þann kjarasamning sem skrifað var undir í lok júní en atkvæðagreiðsla tók við í kjölfar samningsins og

El Al ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast

8. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar sér að taka við rekstri flugfélagsins El Al Israel Airlines og verður flugfélagið ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast.

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00