flugfréttir

Airbus þróar svarta kassa sem skjóta sér sjálfkrafa frá borði og fljóta á sjó

- Boeing ekki sammála um að hugmyndin sé góð

8. október 2014

|

Frétt skrifuð kl. 19:53

Airbus segist vera að þróa búnað sem mun skjóta svörtu kössunum úr farþegaþotum ef þær farast

Airbus segir að verið sé að þróa nýja tegund af svörtum kössum sem munu geta skotið sér sjálfkrafa úr hrapandi flugvél og flotið á sjó í stað þess að sökkva með flakinu niður á hafsbotn.

Þessi hugmynd gæti auðveldað leitarflokkum að finna svörtu kassana sem eru mjög mikilvægir þegar kemur að því að rannsaka flugslys en fleiri mánuði eða ár getur tekið að finna svarta kassann ef þota ferst á hafi úti.

Pascal Andrei, yfirmaður yfir öryggisdeild Airbus, sagði í gær að Airbus væri að ljúka prófunum á búnaði sem getur skotið svörtu kössunum úr flugvélum en samkeppnisrisinn, Boeing, er ekki á sama máli um notagildi slíks búnaðar.

Mark Smith, flugslysasérfræðingur hjá Boeing, segir að slíkur búnaður sé varasamur þar sem bilun gæti skotið svörtu kössunum úr farþegaþotu á flugi fyrir slysni sem skapar mikla hættu.

Pascal Andrei, yfirmaður yfir öryggisdeild Airbus

"Við erum mjög vongóður um að þessi lausn gæti verið það sem koma skal", segir Andrei sem tekur fram að Airbus sé nú að vinna náið með birgjum og framleiðendum en frekari prófanir eiga eftir að fara fram.

Að meðaltali eitt flugslys á hafi úti á 10 ára fresti

Mark Smith hjá Boeing segir að gera megi ráð fyrir einu flugslysi á 10 ára fresti þar sem farþegaþota ferst yfir sjó með þeim afleiðingum að flakið finnst ekki fyrr en eftir heilt ár en á hinn bóginn má gera ráð fyrir að á 10 ára tímabili geti orðið 5 til 6 óhöpp þar sem búnaðurinn skýtur svörtu kössunum úr farþegaþotu vegna bilunar.

Í nýlegri kynningu sem fram fór á vegum Airbus er gert ráð fyrir að sjálfskjótandi svörtum kössum verði komið fyrir í Airbus A350 vélunum og þeim A380 risaþotum sem verða notaðar í flugi yfir úthöf.  fréttir af handahófi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

British Airways pantar yfir fjörtíu Boeing 777-9 þotur

27. febrúar 2019

|

British Airways hefur ákveðið að panta allt að 42 breiðþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 777X sem er arftaki Boeing 777 sem kom á markaðinn árið 1995.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

  Nýjustu flugfréttirnar

Munu ekki fljúga í sumar

23. maí 2019

|

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunni í flugáætlun sinni í sumar og er því útséð að þotan verði með í sumarvertíðinni sem er annasamasti tími flestra flugfélaga.

55 útskrifast úr atvinnuflugnámi hjá Flugskóla Íslands

23. maí 2019

|

Fjölmenni var við útskrift Flugskóla Íslands sem fram fór í gær í Háskólabíói en um var að ræða síðustu útskrift Flugskóla Íslands.

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00