flugfréttir

Airbus þróar svarta kassa sem skjóta sér sjálfkrafa frá borði og fljóta á sjó

- Boeing ekki sammála um að hugmyndin sé góð

8. október 2014

|

Frétt skrifuð kl. 19:53

Airbus segist vera að þróa búnað sem mun skjóta svörtu kössunum úr farþegaþotum ef þær farast

Airbus segir að verið sé að þróa nýja tegund af svörtum kössum sem munu geta skotið sér sjálfkrafa úr hrapandi flugvél og flotið á sjó í stað þess að sökkva með flakinu niður á hafsbotn.

Þessi hugmynd gæti auðveldað leitarflokkum að finna svörtu kassana sem eru mjög mikilvægir þegar kemur að því að rannsaka flugslys en fleiri mánuði eða ár getur tekið að finna svarta kassann ef þota ferst á hafi úti.

Pascal Andrei, yfirmaður yfir öryggisdeild Airbus, sagði í gær að Airbus væri að ljúka prófunum á búnaði sem getur skotið svörtu kössunum úr flugvélum en samkeppnisrisinn, Boeing, er ekki á sama máli um notagildi slíks búnaðar.

Mark Smith, flugslysasérfræðingur hjá Boeing, segir að slíkur búnaður sé varasamur þar sem bilun gæti skotið svörtu kössunum úr farþegaþotu á flugi fyrir slysni sem skapar mikla hættu.

Pascal Andrei, yfirmaður yfir öryggisdeild Airbus

"Við erum mjög vongóður um að þessi lausn gæti verið það sem koma skal", segir Andrei sem tekur fram að Airbus sé nú að vinna náið með birgjum og framleiðendum en frekari prófanir eiga eftir að fara fram.

Að meðaltali eitt flugslys á hafi úti á 10 ára fresti

Mark Smith hjá Boeing segir að gera megi ráð fyrir einu flugslysi á 10 ára fresti þar sem farþegaþota ferst yfir sjó með þeim afleiðingum að flakið finnst ekki fyrr en eftir heilt ár en á hinn bóginn má gera ráð fyrir að á 10 ára tímabili geti orðið 5 til 6 óhöpp þar sem búnaðurinn skýtur svörtu kössunum úr farþegaþotu vegna bilunar.

Í nýlegri kynningu sem fram fór á vegum Airbus er gert ráð fyrir að sjálfskjótandi svörtum kössum verði komið fyrir í Airbus A350 vélunum og þeim A380 risaþotum sem verða notaðar í flugi yfir úthöf.  fréttir af handahófi

Klifraði ofan á Embraer-þotu British Airways

10. október 2019

|

British Airways þurfti að hætta við áætlunarflug sitt í dag frá London City flugvellinum til Amsterdam eftir að maður klifraði ofan á eina af Embraer-þotum félagsins rétt fyrir brottför.

Biðja um aðstoð við að finna brak úr hreyfli af Airbus A220

21. ágúst 2019

|

Sérfræðingar hjá rannsóknardeild flugslysa í Frakklandi (BEA) hafa biðlað til almennings í tilteknu svæði í Frakklandi um aðstoð við leit að braki sem féll úr hreyfli á Airbus A220-300 (CSeries CS300

Færeyingar panta enn aðra A320neo þotu frá Airbus

25. september 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur lagt inn pöntun til Airbus í aðra Airbus A320neo þotu til viðbótar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Norwegian selur fimm Boeing 737-800 þotur

18. október 2019

|

Norwegian hefur gengið frá sölu á nokkrum Boeing 737-800 þotum sem félagið hefur selt til fyrirtækis í Hong Kong sem sérhæfir sig í varahlutum og viðskiptum með notaðar flugvélar og flugvélabrotajárn.

Frakthurð á Boeing 737 opnaðist við harkalega lendingu

16. október 2019

|

Frakthurð var opin á Boeing 737-800 þotu frá flugfélaginu Royal Air Marco eftir lendingu á flugvellinum í Lagos í Nígeríu sl. föstudag.

Flybe verður Virgin Connect

15. október 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið Flybe mun breyta um nafn og koma til með að heita „Virgin Connect“ frá og með árinu 2020.

SWISS kyrrsetur Airbus A220

15. október 2019

|

Flugfélagið Swiss International Air Lines kyrrsetti í dag allar þær 29 Airbus A220 (CSeries) þotur sem félagið hefur í flotanum til að framkvæma skoðun á hreyflum vélanna í kjölfar nokkurra bilana se

Condor fær lán frá þýska ríkinu

15. október 2019

|

Framkvæmdarstjórn Evrópsambandsins hefur gefið grænt ljós fyrir láni frá þýska ríkinu upp á 52 milljarða króna til þýska flugfélagsins Condor.

Fjarlægði klossa frá nefhjólinu og fékk skrúfuna í sig

14. október 2019

|

Kona í Bandaríkjunum slasaðist er hún varð fyrir loftskrúfu á lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 Skyhawk á flugvellinum í bænum Key West, syðst á Flórída-skaga, sl. laugardagskvöld.

Boða aðgerðir gegn gjaldþroti meðal flugfélaga

14. október 2019

|

Ríkisstjórn Bretlands ætlar að fara að stað með aðgerðir er kemur að gjaldþrotum meðal flugfélaga og stendur til að kynna nýja löggjöf sem mun auðvelda gjaldþrotaferli og aðgerðir er snúa að því að k

El Al hættir með júmbó-þotuna í nóvember

14. október 2019

|

El Al Israel Airlines mun hætta með júmbó-þotuna um næstu mánaðarmót og hefur flugfélagið ákveðið dagsetningu fyrir síðasta áætlunarflugið með Boeing 747.

Cabo Verde Airlines mun hefja flug til Nígeríu

14. október 2019

|

Cabo Verde Airlines hefur tilkynnt að félagið mun hefja beint áætlunarflug frá Grænhöfðaeyjum til Lagos í Nígeríu.

American í viðræðum við GOL um mögulegt samstarf

11. október 2019

|

American Airlines á nú í viðræðum við brasilíska flugfélagið GOL með samstarf í huga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00