flugfréttir

Airbus þróar svarta kassa sem skjóta sér sjálfkrafa frá borði og fljóta á sjó

- Boeing ekki sammála um að hugmyndin sé góð

8. október 2014

|

Frétt skrifuð kl. 19:53

Airbus segist vera að þróa búnað sem mun skjóta svörtu kössunum úr farþegaþotum ef þær farast

Airbus segir að verið sé að þróa nýja tegund af svörtum kössum sem munu geta skotið sér sjálfkrafa úr hrapandi flugvél og flotið á sjó í stað þess að sökkva með flakinu niður á hafsbotn.

Þessi hugmynd gæti auðveldað leitarflokkum að finna svörtu kassana sem eru mjög mikilvægir þegar kemur að því að rannsaka flugslys en fleiri mánuði eða ár getur tekið að finna svarta kassann ef þota ferst á hafi úti.

Pascal Andrei, yfirmaður yfir öryggisdeild Airbus, sagði í gær að Airbus væri að ljúka prófunum á búnaði sem getur skotið svörtu kössunum úr flugvélum en samkeppnisrisinn, Boeing, er ekki á sama máli um notagildi slíks búnaðar.

Mark Smith, flugslysasérfræðingur hjá Boeing, segir að slíkur búnaður sé varasamur þar sem bilun gæti skotið svörtu kössunum úr farþegaþotu á flugi fyrir slysni sem skapar mikla hættu.

Pascal Andrei, yfirmaður yfir öryggisdeild Airbus

"Við erum mjög vongóður um að þessi lausn gæti verið það sem koma skal", segir Andrei sem tekur fram að Airbus sé nú að vinna náið með birgjum og framleiðendum en frekari prófanir eiga eftir að fara fram.

Að meðaltali eitt flugslys á hafi úti á 10 ára fresti

Mark Smith hjá Boeing segir að gera megi ráð fyrir einu flugslysi á 10 ára fresti þar sem farþegaþota ferst yfir sjó með þeim afleiðingum að flakið finnst ekki fyrr en eftir heilt ár en á hinn bóginn má gera ráð fyrir að á 10 ára tímabili geti orðið 5 til 6 óhöpp þar sem búnaðurinn skýtur svörtu kössunum úr farþegaþotu vegna bilunar.

Í nýlegri kynningu sem fram fór á vegum Airbus er gert ráð fyrir að sjálfskjótandi svörtum kössum verði komið fyrir í Airbus A350 vélunum og þeim A380 risaþotum sem verða notaðar í flugi yfir úthöf.  fréttir af handahófi

Uppsagnir á Keflavíkurflugvelli vegna samdráttar í flugi

28. maí 2019

|

Isavia hefur gripið til þess ráðs að segja upp starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli vegna samdráttar í millilandaflugi.

Lufthansa Group bætir við sex nýjum borgum í N-Ameríku

8. ágúst 2019

|

Lufthansa Group ætlar að styrkja stöðu sína í áætlunarflugi til Norður-Ameríku með því að hefja flug til sex nýrra áfangastaða í Bandaríkjunum næsta sumar.

Flugstjóri missti meðvitund í aðflugi að Moskvu

12. júlí 2019

|

Flugstjóri á Fokker 100 þotu frá flugfélaginu Montenegro Airlines veiktist og missti meðvitund í vikunni í aðflugi að Domodedovo-flugvellinum í Moskvu í Rússlandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

Norwegian hættir öllu flugi yfir Atlantshafið frá Írlandi

13. ágúst 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi yfir Atlantshafið á milli Írlands og Norður-Ameríku.

Festi hjólastellið í holu í brautinni fyrir flugtak

13. ágúst 2019

|

Lítil farþegaflugvél þurfti að hætta við flugtak í Kenýa í Afríku sl. sunnudag eftir að í ljós kom að dekkin á öðru aðalhjólastellinu voru föst í holu í flugbrautinni.

American mun fljúga til Íslands frá Philadelphia

13. ágúst 2019

|

American Airlines hefur ákveðið að breyta flugáætlun sinni til Íslands fyrir sumarið 2020 og bjóða upp á flug milli Keflavíkurflugvallar og Philadelphia en á móti ætlar félagið að hætta flugi milli Í