flugfréttir
„Það er verið að leyna upplýsingum um hverjir voru um borð í flugi MH370“
- Forstjóri Emirates segir að það séu einhverjir sem vita eitthvað um vélina

Tim Clark, forstjóri Emirates
Tim Clark, forstjóri Emirates, sem er eitt stærsta flugfélag í heimi, hefur aftur verið í fréttum sl. daga vegna hvarfs malasísku farþegaþotunnar, flug MH370.
Clark segir að verið sé að fela sannleikann og m.a. er verið að leyna upplýsingum um hverjir voru í raun um borð í vélinni og
efast hann um hlutverk malasíska flughersins sem hefur verið fordæmdur fyrir að hafa ekki brugðist við er í ljós kom
að ókunn flugvél kom fram á frumratsjá hersins nóttina sem vélin hvarf.
Tim Clark segir að það sé engin glóra í því að halda því fram að flugmenn vélarinnar hafi brotlent vélinni vísvitandi þar
sem þeir hefðu beint vélinni beint ofan í sjóinn í stað þess að fljúga henni í margar klukkustundir og taka allan fjarskiptabúnað úr sambandi.
"Til að gera það þarftu að yfirgefa flugstjórnarklefann og fara niður gegnum hlera ofan í rýmið þar sem rafkerfi vélarinnar
er staðsett", segir Clark sem telur að þeir sem rannsaka hvarfið sitji á upplýsingum sem þeir vilja ekki gefa upp.
"Við verðum að komast að því hver var um borð í vélinni og það er að sjálfsögðu einhverjir sem vita það nákvæmlega".
"Það er mikil flugumferð á þessu svæði og á að vera tvímælalaust hægt að greina hvort að viðkomandi flugvél á ratsjá
sé "góðkynja" eða "óvinavél" - en að gera ekkert í málinu er mjög undarlegt", segir Clark.


20. febrúar 2018
|
Farþegaþota frá WOW air þurfti í kvöld að lenda í Goose Bay á Nýfundnalandi vegna veikinda um borð er vélin var á leið til Newark-flugvallarins í Bandaríkjunum.

8. mars 2018
|
Air India hefur fengið leyfi frá yfirvöldum í Sádí-Arabíu til þess að fljúga í gegnum sádírabíska lofthelgi og með því mun flugfélagið indverska geta hafið beint flug til Tel Aviv frá Delhi.

10. mars 2018
|
Flugmaður einn í New York fylki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að bjóða ungu fólki upp á ókeypis námskeið í fluginu sem mun fara fram mánaðarlega en með því vill hann hvetja börn og unglinga til þess

20. apríl 2018
|
Svo gæti farið að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, muni eignast helmingshlut í flugfélaginu Azores Airlines á Asóreyjum.

20. apríl 2018
|
IAG, móðurfélag British Airways, hefur falið bandaríska bankanum JPMorgan til þess að undirbúa tilboð í norska flugfélagið Norwegian.

20. apríl 2018
|
United Airlines hefur undirritað samning um kaup á tuttugu notuðum farþegaþotum af gerðinni Airbus A319.

20. apríl 2018
|
Flugmálayfirvöld í Rússlandi telja að flugmenn Antonov An-148 farþegaþotunnar frá Saratov Airlines, sem fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvellinum í Moskvu þann 11. febrúar á þessu ári, h

19. apríl 2018
|
20 börn og fjölskyldum þeirra, samtals um eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag. Alls hafa 625 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans f

18. apríl 2018
|
Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dal

18. apríl 2018
|
Norska flugfélagið Widerøe segir að verið sé að skoða möguleika á að panta minni útgáfur af E2-þotunni frá Embraer.

17. apríl 2018
|
Flugrekstaraðilar í miðhluta Noregs hafa áhyggjur af sparnaðaraðgerðum norska flugumferðarþjónustufyrirtækisins Avinor sem ætlar sér ekki að endurnýja alla flugbrautina á flugvellinum í bænum Røros.