flugfréttir
„Það er verið að leyna upplýsingum um hverjir voru um borð í flugi MH370“
- Forstjóri Emirates segir að það séu einhverjir sem vita eitthvað um vélina
Tim Clark, forstjóri Emirates
Tim Clark, forstjóri Emirates, sem er eitt stærsta flugfélag í heimi, hefur aftur verið í fréttum sl. daga vegna hvarfs malasísku farþegaþotunnar, flug MH370.
Clark segir að verið sé að fela sannleikann og m.a. er verið að leyna upplýsingum um hverjir voru í raun um borð í vélinni og
efast hann um hlutverk malasíska flughersins sem hefur verið fordæmdur fyrir að hafa ekki brugðist við er í ljós kom
að ókunn flugvél kom fram á frumratsjá hersins nóttina sem vélin hvarf.
Tim Clark segir að það sé engin glóra í því að halda því fram að flugmenn vélarinnar hafi brotlent vélinni vísvitandi þar
sem þeir hefðu beint vélinni beint ofan í sjóinn í stað þess að fljúga henni í margar klukkustundir og taka allan fjarskiptabúnað úr sambandi.
"Til að gera það þarftu að yfirgefa flugstjórnarklefann og fara niður gegnum hlera ofan í rýmið þar sem rafkerfi vélarinnar
er staðsett", segir Clark sem telur að þeir sem rannsaka hvarfið sitji á upplýsingum sem þeir vilja ekki gefa upp.
"Við verðum að komast að því hver var um borð í vélinni og það er að sjálfsögðu einhverjir sem vita það nákvæmlega".
"Það er mikil flugumferð á þessu svæði og á að vera tvímælalaust hægt að greina hvort að viðkomandi flugvél á ratsjá
sé "góðkynja" eða "óvinavél" - en að gera ekkert í málinu er mjög undarlegt", segir Clark.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.