flugfréttir

Telur að malasíska flugvélin hvíli á hafsbotni á 6.000 metra dýpi - í heilu lagi

- Byron Bailey, fyrrum atvinnuflugmaður, segir hvað gerðist sennilega ekki

3. desember 2014

|

Frétt skrifuð kl. 13:31

Byron Bailey, fyrrum atvinnuflugmaður, telur að malasíska flugvélin sé á hafsbotni - í heilu lagi

Malasíska farþegaþotan, flug MH370, sem hvarf þann 8. mars í vor, liggur að öllum líkindum á hafsbotni á um 6.000 metra dýpi - í heilu lagi.

Þetta segir Byron Bailey, fyrrum atvinnuflugmaður sem flogið hefur farþegaþotu af sömu gerð (Boeing 777) en hann skrifaði nýlega greinina "MH370: I Have Flown These Jets, Here’s What Probably Didn’t Happen" þar sem hann vill koma á framfæri sennilegustu hvað gerðist líklega ekki.

Bailey segir að það sé útilokað að vélin hafi flogið alla þessa leið, lengst suður í Indlandshafi og farist þar á sjálfstýringunni einni án þess að neinn hafi verið við stjórnvölin eða gripið inn í sem eru þær aðstæður sem rannsóknaraðilar telja sennilegasta orsökin. - "Vélin hefði ekki geta endað þar nema einhver hefði gripið inn í".

"Ef flugmenn vélarinnar og áhöfnin átti að hafa misst meðvitund sökum súrefnisskorts þá hefði vélin haldið áfram til Peking - Vélin hefði ekki sjálf tekið þessa beygju af leið til vinstri og síðan aftur niður í Suður-Indlandshafi", segir Bailey.

Blöskrar fréttaumfjöllun varðandi hvarf MH370

Byron Bailey blöskrar framkoma fjölmiðla sem skrifa um hvarf malasísku farþegaþotunnar án þess að hafa neina kunnáttu eða þekkingu varðandi farþegaþotur á borð við Boeing 777 sem býr yfir fly-by-wire kerfi sem gerir vélinni kleift að fljúga sjálfri nánast frá brottfararstað og alla leið á leiðarenda. - "Þrátt fyrir það er fólk sem hefur enga kunnáttu sem er að skrifa í fjölmiðla og þykist vita hvað varð af vélinni", segir Bailey.

"Flestir, sem vita frekar lítið um málið, hafa tjáð sig og dregið sínar ályktanir en ég mun hér fjalla um hvað gæti ekki hafa gerst", segir Bailey.

"Allar upplýsingar um flugleiðina eru settar inn í flugtölvuna (FMS) áður en hreyflarnir eru settir í gang - Sjálfstýringin er gerð virk strax eftir flugtak og eftir það hefði vélin átt að fljúga sjálft til Peking og hún hefði ekki breytt stefnu nema ef einhver grípur inn ".

Ef bilun hefði komið upp

"Boeing 777 hefur 80 tölvur og er þrefalt varakerfi bak við hvert kerfi sem fer í gang ef aðalkerfið bilar til að tryggja öryggi vélarinnar - Til að mynda eru þrjú fjarskiptakerfi, þrír transponderar (sem tengist flugturni), þrjár sjálfstýringar og þrjár flugtölvur (FMS)".

Ef bilun kemur upp í einu kerfi þá tekur varakerfi við sem er yfirleitt sjálfkrafa - Það þýðir að ef sendirinn fyrir flugumferðarstjórnina dettur út þá þyrfti einhver að aftengja öll þrjú kerfin. Einnig hefur verið rætt um rafmagnsbilun. Boeing 777 hefur fimmfalt rafkerfi, tvö kerfi fyrir hvern hreyfil og APU og einnig Ram Air Turbine (RAT) sem tengist vökvakerfinu og gefur rafmagn til þeirra kerfa í vélinni sem meiga alls ekki detta út.

Flugstjórnarklefi um borð í Boeing 777-200ER vél Asiana Airlines

Bailey segir að svo hafa komið margar kenningar varðandi flugrán - "Um borð voru tveir flugmenn og 14 flugliðar og engir farþegar lágu undir grun".

"Flugmennirnir gætu hafa yfirgefið stjórnklefann eftir flugtak með sjálfstýringuna virka og vélin hefði flogið sjálf á áfangastað - hún myndi ekki vafra um háloftin í stjórnleysi á meðan autopilot er virkur og það er ekki auðvelt að fljúga svona stórri farþegaþotu handvirkt í farflugshæð og gert er ráð fyrir að sjálfstýringin sé gerð virk í 400 feta hæð eftir flugtak".

Kenningar um súrefnisskort um borð

"Það hafa einnig verið kenningar á kreiki um að loftþrýstingur gæti hafa fallið niður - Áhafnir æfa yfirleitt viðbrögð við því er loftþrýstingur fellur niður á sex mánaða fresti og er farið yfir allar þær helstu aðstæður sem upp geta komið - Malaysian Airlines hefur gott orðspor og eru áhafnir félagsins mjög vel þjálfaðar og er farið eftir þjálfunarkerfi sem er viðurkennt af Boeing".

"Ef slíkar aðstæður koma upp og súrefnisskortur gerir vart við sig setja flugmenn og áhafnameðlimir á sig súrefnisgrímu strax, láta flugturn vita um leið og lækka flugið niður í lægri flughæð".

Eldur um borð

"Hvað ef eldur eða reykur kom upp um borð í vélinni? - Enn og aftur þá eru viðbragðsáætlun tiltæk hjá Boeing varðandi það óyfirsjáanlega er varðar eldsupptök og reyk um borð og samt myndu flugmennirnir hafa látið flugturn vita.

Bailey segir að það sé ekki möguleiki að sprengja hafi verið um borð í vélinni þar sem mjög ólíklegt er að vélin hefði flogið í margar klukkustundir eftir sprengjutilræði.

"Þá hafa þessir "sérfræðingar" sagt að vélin gæti hafa flogið hægar en talið var eða hægt á ferð sinni - það er þvæla", segir Bailey - "Boeing 777 er mjög stór þota og hefðbundin farflugshraði vélarinnar er Mach 0.84 (905 kílómetra hraði á klukkustund) og lágur farflugshraði er Mach 0.82 - Allt hægara en það myndi auka drag vélarinnar", segir Baily sem blæs á þær kenningar að vélin hafi flogið eitthvað hægara en eðlilegt er.

"Boeing 777 er mjög stór vél og ég hef trú á því að vélin sé í heilu lagi á 6.000 metra dýpi - Þrjú skip með sónarbúnað eru nú að leita að henni að þeir hafa núna fundið heystakkinn þannig það næsta er að finna nálina - ef við leitum nógu lengi þá mun hún finnast".

"Þótt að flugmennirnir hefðu yfirgefið stjórnklefann rétt eftir flugtak eða eitthvað komið fyrir þá og áhöfnina, þá hefði vélin flogið sjálf á áfangastað", segir Baily.

Byron Bailey er frá Sydney er hann einn af reyndustu flugmönnum í Ástralíu en hann var flugstjóri hjá Emirates og flaug hann Boeing 777 með 25.000 flugtíma að baki.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga