flugfréttir
Telur að flug MH370 hafi farist nálægt Diego Garcia
- Marc Dugain segir að vélinni hafi sennilega verið rænt eða skotin niður

Marc Dugain telur að stjórnvöld viti allt um hvarf malasísku farþegaþotunnar
Þekktur rithöfundur í Frakklandi, sem einnig var forstjóri yfir frönsku flugfélagi á árum áður, telur að malasíska farþegaþotan, flug MH370, hafi verið rænt og hún skotin niður af bandaríska flughernum eða vélin hafi farist á leið sinni til eyjunnar Diego Garcia.
Marc Dugain gaf út sex blaðsíðna grein varðandi hið dularfulla hvarf sem var birt í frönskum fjölmiðlum en hann
flaug sjálfur til Maldívíeyja til að ræða víð eyjaskeggja sem greindu frá því, tveimur vikum eftir að vélin hvarf þann 8. mars í vor, að þeir höfðu sé risastóru þotu fljúga í lágflugi yfir eyjarnar í svipuðum litum og vél Malaysian Airlines í átt að Diego Garcia eyjunni sem liggur 500 kílómetrum sunnar þar sem bandaríski herinn hefur herstöð sem mikil leynd hvílir yfir.
Dugain telur að mögulega hafi vélinni verið rænt þar sem brotist hafi verið inn í tölvukerfi vélarinnar og viðkomandi aðilar
hafi með þeim hætti tekið yfir stjórn hennar og fjarstýrt vélinni og nefnir hann búnað sem er til staðar fyrir neyðaratvik sem Boeing á að hafa komið fyrir í nýjum farþegaþotum í samvinnu við Bandaríkjaher svo hægt sé að taka yfir sjálfstýringuna.

Möguleg flugleið ef flug MH370 hefði flogið til Diego Garcia með yfirflugi yfir
Maldívíeyjar
Líkur á að bandaríski herinn hafi skotið vélina niður
Dugain segir að hinsvegar sé það mögulegt að eldur hafi komið upp um borð í vélinni og hafi flugmenn vélarinnar því
aftengt öll rafkerfi um borð sem útskýrir hversvegna öll fjarskiptakerfi duttu út og vélin hvarf af ratsjá.
"Sama hver ástæðan var fyrir því að vélin fór af áætlaðri flugleið þá tel ég að hún hafi verið á leið til Diego Garcia
og þar á meðal sé möguleiki að bandaríski herinn hafi skotið vélina niður af ótta við að hún myndi verða notuð
í hryðjuverkaárás svipaðri og þeirri sem átti sér stað í Bandaríkjunum þann 11. september árið 2001", segir Dugain.
Eldvarnarhylki úr Boeing-vél fundust á ströndinni
Dugain hitti bæjarstjórann í þorpi á eyjunni Baarah á Maldívíeyjum sem sýndi honum myndir af torkennilegum hlutum
sem skoluðu upp á land nokkrum dögum eftir að vélin hvarf en herinn gerði umrædda hluti upptæka.

Til vinstri: Eitt afþeim hylkjum sem fundustu á ströndinni á Maldívíeyjum í mars / Til hægri: Sambærilegt hylki um borð í Boeing 777
Tveir flugsérfræðingar og yfirmaður hersins á eyjunum staðfestu að þarna hefði verið á ferðinni tóm hylki sem tilheyra eldvarnarkerfi um borð í Boeing 777 vél en ef hylkinn hefðu verið heil þá hefði þau ekki flotið á yfirborðinu og sokkið þess í stað.
Telur allt benda til þess að verið sé að fela sannleikann
Dugain dregur fram í grein sinni ályktanir frá þeim upplýsingum sem ekki hafa komið fram í stað þeirra sem nú þegar
liggja fyrir hendi sem eru af skornum skammti.
Dugain segir að í augnablikinu séu leitaraðgerðirnar einungis byggðar á upplýsingum frá gervitungli frá fyrirtækinu Inmarsat
en Dugain minnir á að slík fyrirtæki, sem hafa yfir að ráða gervitunglum, vinni náið með leyniþjónustum svo ekki
sé erfitt að fara fram á að sannleikanum sé sópað undir teppi.
Dugain segir að áhugaleysi stjórnvalda við ábendinum frá íbúum Maldívíeyja, sem töldu sig hafa séð vélina, auk leyndardómsins varðandi þess varnings sem var í fraktinni, endurspegli að verið sé að fela sannleikann um hvarf
flugs MH370.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.