flugfréttir

FAA gefur jólasveininum leyfi til að hefja flug með gjafir frá Norðurpólnum

- Xliner Globecruiser 8800 sleðinn tilbúinn eftir C-skoðun

20. desember 2014

|

Frétt skrifuð kl. 18:01

Nýi "Santa One" Xliner Globecruiser 8800 sleðinn hefur fengið leyfi til að fljúga inn í bandaríska lofthelgi um jólin

Ameríski jólasveinninn er komin með leyfi til að fljúga um öll helstu flugumferðarsvæði í heiminum til að dreifa jólapökkum til þægra barna um jólin

John Kirby, ritari hjá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, sagði að bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafi gefið út leyfi til jólasveinsins svo hann geti átt greiða leið um bandaríska lofthelgi en hann þarf að krækja sér gegnum mjög þétta flugumferð yfir Bandaríkjunum og þá sérstaklega yfir norðaustur fylkjunum.

Sleði ameríska jólasveinsins er útbúinn GARMIN leiðsögukerfi og og hefur hann sérstakt GPS kerfi sem reiknar út hvaða börn eiga eftir að fá pakka en aðeins í Bandaríkjunum eru 117 milljón heimili en jólasveinnin mun þó sleppa einhverjum heimilum þar sem óþæg börn búa.

Santa One á Flightradar24 árið 2013

Nýkominn úr C-skoðun

Kallmerki jólasveinsins er "Santa One" og er sleðinn knúinn áfram með níu hreindýrum en sleðinn gekkst undir C-skoðun á Norðurpólnum í nóvember en skipta þurfti um annað skíðið sem skemmdist lítillega í tilraunaflugi í Kanada í haust er jólasveinninn var að æfa lendingar á húsþaki og rakst það utan í skorstein.

Níunda hreindýrinu bætt við

Santa Polar Aviation, sem á og rekur sleða jólasveinsins, segir að árið 2011 hafi níunda hreindýrinu verið bætt við sleðann til að auka hagkvæmni flugsins frá Norðurpólnum sem tekur 10 klukkustundir en hvert hreindýr fer með 12 kíló af blöndu af grasi, mosa og sveppum fyrir utan Rúdolf sem fer með 15 kíló á klukkustund.

"Santa One" sleðinn er af gerðinni Xliner Globecruiser 8800 og er hann af Nextgen kynslóðinni en hann var smíðaður árið 2010 og kostaði um 56 milljarða króna en jólasveinnninn hefur lagt inn pöntun í Xliner 9900 Nobuz sem kemur á markaðinn árið 2018.

Þá hefur verið bætt við nýju NHSSB-kerfi ("Northern Hemisphere Satellite Surveillance-Broadcast") í rauða nefinu á Rúdolfi til að auðvelda álfunum á flugturninum á Norðurpólnum að fylgjast betur með ferðum jólasveinsins.

Þess má geta að fjarflugsleyfi á sleðanum hefur verið hækkað upp í ETOPS-240 sem þýðir að jólasveinninn má vera í allt að 4 klukkustunda fjarlægð frá næsta viðurkennda flugvelli ef eitthvað kemur upp á.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga