flugfréttir

Flugstjóri á Boeing 777 hefur reiknað út hvar malasíska þotan fór í sjóinn

24. desember 2014

|

Frétt skrifuð kl. 12:44

Flugstjórinn, sem heitir Simon Hardy, notaði upplýsingar með gögnum frá gervitunglafyrirtækinu Inmarsat, reynslu sína sem flugmaður á Boeing 777 og siglingafræðilega stærðfræðiaðferð

Flugstjóri, sem flýgur Boeing 777 vél, telur sig hafa reiknað nákvæmlega út staðsetninguna þar sem malasíska farþegaþotan hrapaði ofan í hafið í Suður-Indlandshafi.

Staðsetningin er 38.082 gráður suður og 87.400 austur og segir flugstjórinn að hann notaði allt aðra aðferð en rannsóknaraðilar hafa notað en samt sem áður er þessi staðsetning rétt fyrir utan leitarsvæðið.

Flugstjórinn, sem heitir Simon Hardy, notaði upplýsingar með gögnum frá gervitunglafyrirtækinu Inmarsat, reynslu sína sem flugmaður á Boeing 777 og siglingafræðilega stærðfræðiaðferðir við útreikningana og vonast Hardy til þess að rannsóknarnefnd flugslysa í Ástralíu (ATSB), sem stjórnar leitinni, taki útreikinga hans til skoðunar.

Hardy, sem er flugstjóri hjá stóru flugfélagi, segir að samúð hans með ættingjum og aðstandendum, varð til þess að hann settist niður og gerði sjálfur sína eigin útreikninga á því hvar vélin gæti hafa brotlent en hann segir að eins og margir aðrir flugmenn hafi hann tekið hvarf vélarinnar nærri sér.

"Ég notaði bakhögun ("reverse engineering") aðferð með því að finna út stefnu vélarinnar er hún fór yfir hvern hringboga fyrir sig [þar sem vélin átti að vera er hún gaf frá sér merki til gervitungls á klukkutíma fresti] og á hvaða hraða, m.v. tímann sem leið frá seinasta merki og fann þannig út staðsetninguna", segir Hardy.

Hardy ákvað að hefja útreikninginn frá staðsetningarvitanum (waypoint) ANOKO þar sem malasíska farþegaþotan tók beygjuna suður á bóginn niður í Indlandshaf en ANOKO er skammt norðvestur af nyrsta odda Súmotru en þá hafði flug MH370 flogið vestur frá þeim stað þar sem vélin hvarf af ratsjá og farið vestur yfir Malasíuskagann og því næst norðvestur út á Malacca-sundið.

Hardy telur að vélin hafi meira og minna verið á sama hraðandum er hún gaf frá sér merki til Inmarsat á klukkustunda fresti eða hin svokölluðu "handshake".

Hardy segir að hann hafi tekið með í reikninginn þær aðstæður sem gætu hafa breytt fluglagi vélarinnar er hún fór yfir hvern hringboga fyrir sig og fann út hvaða tími leið á milli er hún kom að næsta hringboga en þeir tímar eru mismunandi eftir því hvar vélin fór yfir þá.

Það sem Hardy gerði var að gefa sér þrjár mismunandi flugleiðir frá ANOKO, A, B og C og fann hann með því út mismunandi flugtíma og farflugshraða sem stóðust ekki sem gerðu honum kleift að nota útilokunaraðferðina er kom að sjöunda hringboganum.

"Þetta eru góðar fréttir því með þessu má finna stefnu vélarinnar þar sem stefna vélarinnar hefur því breyst um 2 gráður frá 188° til 192° á 2:30 klukkustund sem er í samræmi við að hún skar fjórða hringbogann kl. 21:41 og þann sjötta klukkan 00:11".

"Það næsta sem ég gerði var að komast að því hvar malasíska farþegaþotan skar seinasta hringbogann ef við gefum okkur nú að stefna hennar hafi verið 190 gráður".

Þegar vélin hvarf af frumratsjá hjá malasíska flughernum yfir Malacca-sundi í Andamanhafi var klukkan 18:22 (að íslenskum tíma) og var vélin á vesturleið og m.v. upplýsingar frá Inmarsat var vélin enn á þeirri stefnu kl. 18:25 og er talið að hún hafi beygt af leið til suðurs klukkan 18:40.

Þetta þýðir að vélin beygt af leið einhversstaðar á þeim 15 mínútum sem liðu þar á milli sem kemur heim og saman við waypoint ANOKO sem er á Chennai-flugumferðarsvæðinu og hefur vélin því flogið suður á mörkum Lumpur og Bangkok flugumsjónarsvæðanna.

Aftur að hringboganum

Hardy segir að flug MH370 hafi því haft 3 klukkustundir og 5 mínútur til að fljúga að fjórða hringboganum frá ANOKO þar sem vélin átti að hafa sent "handshake" til Inmarsat klukkan 21:41

Þeim mun austar sem malasíska farþegaþotan hefur flogið frá ANOKO þá lengist sá tími sem hefði tekið hana að fljúga yfir hringbogana og á móti styttist sá tími ef vélin hefði flogið meira til vesturs. Með því að gera útreikninga á mögulegri staðsetningu, tíma og farflugshraða náði Hardy að setja saman graf sem sýnir hvar líklegasta staðsetningin er þar sem hún hefur hrapað í sjóinn eftir lengdarbaug og breiddarbaug.

Mjög nálægt þeim stað þar sem vélarinnar er leitað

"Við verðum samt að gera okkur grein fyrir því að við höfum verið að draga beina línu á kúptu kort svo það er nauðsynlegt að taka með í reikninginn þá skekkju og einnig sterkari mótvindi í lægri flughæð undir það síðasta".

"Með því að nota mína kunnáttu og reynslu af Boeing 777 þá hefði ég flogið vélinni í hárri flughæð til að ná að fljúga henni eins langt og mögulegt er til að ná hraðanum Mach 0.84 sem gefur okkur farflugshraða upp á allt að 491 hnút", segir Hardy sem tekur það fram að með þeim hraða að þá kemur allt heim og saman við upplýsingarnar frá Inmarsat.

Að lokum segir Hardy að eftir þá útreikninga sem hann hefur gert að þá hafi stefna vélarinnar verið 188 gráður þegar hún fór yfir sjöunda hringbogann og varð eldsneytislaus. Sé vegalengdin tekin með í reikninginn sem hún hafði átt að geta svifið þá segir Hardy að staðsetningin, þar sem hún fór í sjóinn, sé 38.082 gráður suður og 87.400 austur .







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga