flugfréttir

Flugstjóri í bobba eftir að hafa leyft fallegri stúlku að sitja í „jumpseat“

- Vélin var fullbókuð og ekkert sæti laust fyrir stúlkuna

10. mars 2015

|

Frétt skrifuð kl. 23:03

Þótt Ada sé falleg þá eru ekki allir sammála því að hún mátti sitja fram í hjá flugstjórunum

Flugstjóri hjá Cathay Pacific hefur verið dreginn inn á teppið eftir að hafa leyft stúlku, sem var farþegi um borð, að sitja fram í stjórnklefanum í sæti sem í fluginu er vanalega kallað „jumpseat“ en stúlkan fékk ekkert sæti þar sem vélin var fullbókuð.

Farþeginn, Ada Ng, átti upphaflega bókað sæti á Business Class en þegar hún kom um borð skapaðist vandamál þar sem ekkert sæti var laus fyrir hana.

"Sem betur fer var flugstjórinn svo indæll að bjóða mér að sitja í sætinu fyrir aftan hann", skrifaði Ada við selfie-myndir sem hún tók og setti á samfélagsmiðilinn Weibo, þar sem hún sat fram í á leiðinni frá Taipei til Hong Kong um borð í Boeing 777-200 vél þann 26. febrúar sl.

"Ég fékk að upplifa flugtakið og lendinguna og það var ekkert smá kúl", skrifaði Ada við myndband sem hún tók um borð út um glugga stjórnklefans.

Ein af þeim myndum sem Ada tók í stjórnklefanum

Gæti hafa truflað flugmennina með fegurð sinni

Fylgjendur Ada á Weibo skrifuðu ummæli við þær sex myndir og myndbönd sem hún setti á Netið og fóru að spyrja hvernig hún fékk að sitja fram í og einhverjir töldu að það hefði geta haft truflandi áhrif á flugmennina að hafa svona fallega stúlku í stjórnklefanum.

"Jafnvel þótt að það sé starfsmaður flugfélagsins þá er þetta ekki í lagi", skrifaði einn í ummælum undir myndina en eftir heitar umræður fjarlægði Ada myndirnar af Weibo en þá var það orðið of seint þar sem þær fóru eins og eldur um sinu um kínverska netheima.

"Starfsmenn, flugmenn sem eru ekki á vakt og fjölskyldur þeirra og aðrir aðilar innan flugsins mega sitja í jumpseat", segir í tilkynningu frá Cathay Pacific.

Kínversk flugmálayfirvöld hafa krafist þess að Cathay Pacific gefi nánari útskýringu á því hvers vegna stúlkan fékk að sitja fram í.

Myndband sem Ada tók af lendingunni á Chek Lap Kok flugvellinum í Hong Kong











  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga