flugfréttir

Germanwings-slysið endurspeglar atvik er vél Lufthansa missti hæð í nóvember

- Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) gaf út fyrirmæli um að skipta um skynjarana

25. mars 2015

|

Frétt skrifuð kl. 05:45

AoA-skynjararnir á Airbus A320 eru staðsettir framarlega utan á búknum

Í kjölfar flugslyssins í gær er Airbus A320 vél Germanwings fórst í Ölpunum þá hafa augu sérfræðinga beinst að sambærilegu atviki sem átti sér stað í nóvember í fyrra er varðar Airbus A321 vél Lufthansa sem missti skyndilega hæð sem samsvarar 4.000 fetum.

Sú vél var einnig á leið frá Spáni til Þýskalands þann 5. nóvember 2014 eða nánar tiltekið frá Bilbao til Munchen og var vélin komin 15 mínútur áleiðis þegar vélin tók skyndilega dýfu með nefið niður á við í 31.000 fetum en flugmennirnir náðu að rétta vélina við í 27.000 fetum.

Frönsk flugmálayfirvöld litu atvikið mjög alvarlegum augum og var vélin kyrrsett í þrjá sólarhringa en í ljós kom að tveir áfallsskynjarar (AOA sensors) höfðu orðið fyrir ísingu og frosið sem varð til þess að Alpha Protection kerfi fór sjálfkrafa í gang en flugmönnum tókst að ná stjórn á vélinni í því tilviki.

Airbus A321 vél Lufthansa

Lufthansa viðurkenndi sl. föstudag að litlu hefði munað að sú vél hefði hrapað vegna atviksins samkvæmt fréttum airnation.net sem vitnar í grein þýska dagblaðsins Der Spiegel.

Þar kemur fram að flugtölva vélarinnar hafi látið vélina skyndilega taka mikla dýfu er hún var að klifra upp í farflugshæð eftir að hafa fengið rangar upplýsingar frá skynjurum utan á vélinni en vélin lenti giftusamlega í Munchen.

Lufthansa lét skipta um skynjarana á öllum 80 smærri Airbus-vélunum í flota félagsins í kjölfar atviksins en skýrsla vegna atviksins var gefin út í gær - sama dag og Airbus A320 vél Germanwings fórst í Frönsku Ölpunum.

Í kjölfar atviksins gaf EASA út fyrirmæli í desember að skipta þyrfti út áfallsskynjurunum út fyrir aðra tegund á öllum Airbus A320, A321 og A319 vélum en þar sem of dýrt er að kyrrsetja allar hundruði véla út um allan heim samtímis er vélum er yfirleitt leyft að fljúga áfram með því skilyrði að lagfæringar gerðar séu innan ákveðins tímaramma sem fer oftast eftir eðli hvers atviks fyrir sig.

Hvað er áfallshorn og Alpha protection?

Vængur á flugvélum framleiðir lift með því að framkalla lága pressu fyrir ofan vænginn en háa pressu undir vængnum Eftir því sem flugvél flýgur hægar þarf að auka áfallshornið (angle of attack) til að framkalla nógu mikið lift til að halda flugvélinni á flugi við það verður munurinn á lágpressu yfir vængnum og hápressu undir vængnum meiri þangað til að vængurinn ofrís (Stall).

Ef áfallsskynjararnir frjósa eða hætta að virka fer Alpa-vörnin í gang til að fyrirbyggja að áfallshornið verði of mikið eða of lítið en til að koma í veg fyrir að flugvél ofrísi þá lækkar kerfið nefið á vélinni niður og setur fullt afl á hreyflanna til að halda henni á flugi.

Flugmenn geta hvenær sem er slökkt á Alpha Protection kerfinu á Airbus-vélum til að grípa inn í eða gert kerfið óvirkt t.a.m. ef þeir eru að láta flugvél sýna listir sínar t.a.m. á flugsýningum.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga