flugfréttir
Númerið 657-BB á brakinu passar við Boeing 777 viðhaldsbókina
Úr Boeing 777 Aircraft Maintenance Manual
Raðnúmer á brakinu, sem fannst í gær á Reunion-eyjunni í Indlandshafinu, passar við viðhaldsbækur Boeing yfir Boeing 777 vélina.
Upphaflega var sagt í gær að númerið á flakinu hefði verið BB670 en svo virðist sem að númerið sé 657-BB en samkvæmt Boeing 777 viðhaldsbókinni („Boeing 777 Aircraft Maintenance Manual„) er 657-BB merkt sem Flaperon Leading Edge Panel.
Hér að neðan má sjá hvar brakið er borið saman við flaperon af Boeing 777, merkt sem verkfræðiteikning númer 113W61(10).
Nýjustu fréttir fyrir hádegi herma að brakið sé komið til Frakkalands og sé verið að flytja það til höfuðstöðva Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi í Toulouse, Bureau d´Enquetes et d´Analyse (BEA) en ganga þarf alveg úr skugga um að brakið sé af Boeing 777 og sé af flugi MH370.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.