flugfréttir
Fyrsti skrokkurinn tilbúinn fyrir V-280 Valor herþyrluna frá Bell
V-280 mun fljúga sitt fyrsta tilraunflug á seinni helmingi ársins 2017
Spirit AeroSystems hefur lokið við að smíða fyrsta skrokkinn fyrir nýju V-280 Valor herþyrluna sem er í þróun hjá hernaðardeild Bell Helicopter en samsetningin tók 22 mánuði.
Búkurinn, sem gerður er úr koltrefjaplastefni, verður á næstunni fluttur frá verksmiðjum
Spirit AeroSystems í Wichita í Kansas til Amarillo í Texas þar sem lokasamsetning þyrlunnar
mun fara fram.
Bell Helicopter verður tveggja hreyfla snúningsspaðaþyrla sem mun svipa til TiltRotor þyrlu AgustaWestland
en framleiðandinn segir að þyrlan muni bjóða upp á eiginleika til lóðréttra hernaðaraðgerða
sem engin þyrla býður upp á í dag þegar kemur að burðargetu, flugþoli og farflugshraða.
Þyrlan mun geta náð 520 kílómetra hraða á flugi með flugþol upp á 3.900 kílómetra og
hámarksflugtaksþunga upp á 16 tonn með sex tonn af varningi, fjögurra manna áhöfn og 14 manna herliðs.
V-280 mun fljúga sitt fyrsta tilraunflug á seinni helmingi ársins 2017 en það er bandaríski herinn
sem hefur pantað þyrluna og leiðir verkefnið áfram.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.