flugfréttir

Mörgæsir lykillinn að afísingu flugvéla í framtíðinni

- Fjaðrir mörgæsa frjósa aldrei þrátt fyrir sundsprett í 40 gráðu frosti

23. nóvember 2015

|

Frétt skrifuð kl. 23:03

Mörgæsir geta synd í sjó sem er - 40 gráður án þess að feldur þeirra frjósi

Mögulega gætu mörgæsir komið í veg fyrir flugslys í framtíðinni en vísindamenn hafa komist að því að fjaðrir mörgæsa búa yfir náttúrulegri afísingu sem gæti haldið vængjum flugvéla auðum.

Mörgæsir á Suðurskautslandinu geta synt í sjó sem er -40°C gráðu kaldur en þrátt fyrir það frjósa fjaðrir mörgæsa aldrei þar sem olíu í feldi þeirra kemur í veg fyrir það.

Vísindamenn frá Háskólanum í Kaliforníu hafa varið löngum tíma í að rannsaka fjaðrir mörgæsa í von um að komast að „afísingar-leyndarmáli“ þeirra en þeir fundu út að samsetning fjarðanna og sérstök olía í líkama þeirra, sem þær gera á sig, gera feldinn mjög vatnshryndandi.

Vatnsdropar sem myndast ná ekki festu á feldi mörgæsanna þar sem þeir halda hitanum inni í dropanum sem verður til þess að þeir detta af fjöðrunum án þess að hafa tíma til að frjósa.

Pirouz Kavehpour, prófessor í flugvélaverkfræði, gaf því gaum fyrir mörgum árum er hann horfði á heimildarmyndir um mörgæsir að feldur þeirra var yfirleitt ekki frosinn.

Kavehpour hafði samband við Judy St. Leger sem er sérfræðingur í mörgæsum en hún staðfesti að feldur mörgæsa frjósi yfirleitt aldrei ef þær eru heilbrigðar.

Ísing á vængjum og flöpsum á flugvélum getur breytt fluglagi vélarinnar og reynst mjög hættulegt fyrirbæri sem hefur leytt til flugslysa.

Flugfélögin eyða tíma og peningum í að afísa flugvélar sínar en efni sem væri sambærilegt í uppbyggingu og fjaðrir mörgæsa, gæti sparað tíma, fyrirhöfn og peninga við afísingu.  fréttir af handahófi

Thai Airways sækir um gjaldþrotavernd

18. maí 2020

|

Thai Airways hefur sótt um gjaldþrotavernd og greiðslustöðvun og hafa stjórnvöld í Singapúr ákveðið að fara þá leiðina til að bjarga rekstri félagsins í stað þess að veita félaginu opinbera aðstoð up

Asni hljóp í veg fyrir flugvélina sem brotlenti í Sómalíu

15. júlí 2020

|

Talið er að asni sem hljóp yfir flugbraut hafi orsakað flugslysið sem átti sér stað í gær er de Havilland Dash 8-400 flugvél brotlenti í lendingu í borginni Beledweyne í Sómalíu.

Fékk óvart endurgreiðslu upp á 2.7 milljarða frá Qatar Aiways

6. júlí 2020

|

Farþegi einn, sem fékk flug endurgreitt með Qatar Airways, lenti í því að fá óvart endurgreidda 2.7 milljarða króna sem er ívið meiri upphæð en þær 272.000 krónur sem farþeginn átti að fá í endugrei

  Nýjustu flugfréttirnar

Sala á flugstjórnkerfum hefur dregist saman um 37 prósent

14. ágúst 2020

|

Fram kemur að sala á flugstjórnkerfum, bæði skjákerfum og fjarskiptabúnaði, fyrir flugvélar hefur dregist saman um meira en þriðjung meðal helstu fyrirtækja sem eru leiðandi á markaðnum í sölu og fr

Fleiri farþegar um Frankfurt-flugvöll heldur en Heathrow

14. ágúst 2020

|

Næstum því helmingi fleiri farþegar fóru um flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í júlí samanborið við þá farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London.

Þrír hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi í Stafangri í sumar

14. ágúst 2020

|

Þrjú tilvik hafa komið upp frá því í júní þar sem flugmenn og flugfreyjur hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi á flugvellinum í Stafangri í Noregi.

Azul nær að semja um frestun á greiðslum til leigusala

13. ágúst 2020

|

Brasilíska flugfélagið Azul Linhas Aéreas Brasileiras hefur náð að semja við lánadrottna og flugvélaleigur um breytingu og frestun á greiðslum.

IATA gefur út svartsýnni spá fyrir flugið í Evrópu

13. ágúst 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá er varðar framtíðarhorfur á næstunni í fluginu í Evrópu og er sú spá svartsýnni en fyrri spár.

EASA varar við aðskotahlutum í stemmuröri eftir geymslu

13. ágúst 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér tilkynningu með fyrirmælum varðandi þau áhrif sem langtímageymsla á flugvélum getur haft í för með sér en margar flugvélar eru nú í geymslu vegna

S7 Airlines stofnar sérstakt fraktflugfélag

13. ágúst 2020

|

Rússneska flugfélagið S7 Airlines ætlar að hefja fraktflugsstarfsemi og hefur félagið pantað tvær Boeing 737-800BCF fraktflugvélar sem verða teknar á leigu frá flugvélaleigunni GECAS.

370 flugfreyjum sagt upp hjá Sunclass Airlines

13. ágúst 2020

|

Danska leiguflugfélagið Sunclass Airlines hefur sagt upp 200 flugfreyjum og flugþjónum í Danmörku og um 170 í Svíþjóð og eru því alls 370 starfsmenn hjá félaginu sem verður sagt upp þann 20. ágúst n

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00