flugfréttir

Mörgæsir lykillinn að afísingu flugvéla í framtíðinni

- Fjaðrir mörgæsa frjósa aldrei þrátt fyrir sundsprett í 40 gráðu frosti

23. nóvember 2015

|

Frétt skrifuð kl. 23:03

Mörgæsir geta synd í sjó sem er - 40 gráður án þess að feldur þeirra frjósi

Mögulega gætu mörgæsir komið í veg fyrir flugslys í framtíðinni en vísindamenn hafa komist að því að fjaðrir mörgæsa búa yfir náttúrulegri afísingu sem gæti haldið vængjum flugvéla auðum.

Mörgæsir á Suðurskautslandinu geta synt í sjó sem er -40°C gráðu kaldur en þrátt fyrir það frjósa fjaðrir mörgæsa aldrei þar sem olíu í feldi þeirra kemur í veg fyrir það.

Vísindamenn frá Háskólanum í Kaliforníu hafa varið löngum tíma í að rannsaka fjaðrir mörgæsa í von um að komast að „afísingar-leyndarmáli“ þeirra en þeir fundu út að samsetning fjarðanna og sérstök olía í líkama þeirra, sem þær gera á sig, gera feldinn mjög vatnshryndandi.

Vatnsdropar sem myndast ná ekki festu á feldi mörgæsanna þar sem þeir halda hitanum inni í dropanum sem verður til þess að þeir detta af fjöðrunum án þess að hafa tíma til að frjósa.

Pirouz Kavehpour, prófessor í flugvélaverkfræði, gaf því gaum fyrir mörgum árum er hann horfði á heimildarmyndir um mörgæsir að feldur þeirra var yfirleitt ekki frosinn.

Kavehpour hafði samband við Judy St. Leger sem er sérfræðingur í mörgæsum en hún staðfesti að feldur mörgæsa frjósi yfirleitt aldrei ef þær eru heilbrigðar.

Ísing á vængjum og flöpsum á flugvélum getur breytt fluglagi vélarinnar og reynst mjög hættulegt fyrirbæri sem hefur leytt til flugslysa.

Flugfélögin eyða tíma og peningum í að afísa flugvélar sínar en efni sem væri sambærilegt í uppbyggingu og fjaðrir mörgæsa, gæti sparað tíma, fyrirhöfn og peninga við afísingu.  fréttir af handahófi

FAA: Boeing 737 MAX gæti snúið aftur fyrr heldur en síðar

27. janúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið í skyn að Boeing 737 MAX gæti snúið aftur fyrr en áætlanir Boeing gera ráð fyrir.

Boeing sækir um lán upp á 10 milljarða bandaríkjadali

21. janúar 2020

|

Sagt er að Boeing sé að fara fram á að sækja um lán vegna þess taps sem framleiðandinn hefur orðið fyrir vegna vandamálsins með Boeing 737 MAX þoturnar en samkvæmt bandarískum fjölmiðlum á flugvélaris

Flugvöllur í Nashville rústir einar eftir skýstróka

3. mars 2020

|

Skýstrókar lögðu heilan flugvöll í rúst í Nashville í Bandaríkjunum í nótt. Að minnsta kosti fjögur flugskýli eru í tætlum og eru tugi flugvéla ýmist stórskemmdar eða gjörónýtar eftir að hvirfilbylur

  Nýjustu flugfréttirnar

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf

27. mars 2020

|

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf og skuldabréf upp á 868 milljarða króna til þess að auka rekstarfé félagsins og blása nýju lífi inn í fjárhagsstöðu félagsins vegna COVID-19 heimsfara

North Terminal flugstöðinni á Gatwick lokað

27. mars 2020

|

Gatwick-flugvöllurinn ætlar sér að loka norðurflugstöðinni og takmarka flugumferð um flugvöllinn þar sem flugumferð hefur minnkað gríðarlega vegna COVID-19 faraldursins.

Hætta sjúkraflugi vegna skorts á fjármunum

27. mars 2020

|

Sjúkraflutningafyrirtækið Air Ambulance Service á Írlandi mun hætta starfsemi sinni þann 3. apríl næstkomandi en fyrirtækið er fyrsta sjúkraflutningafélagið sem stofnað var á Írlandi sem rekið hefu

Flugumferð hættir að dragast saman í bili

27. mars 2020

|

Dregið hefur úr þeirri fækkun sem hefur átt sér stað í fjölda flugferða í heiminum undanfarna daga og hefur fjöldi daglegra flugferða verið í kringum 95.000 flug á dag í vikunni ef marka má upplýsin

Miami Air sækir um Chapter 11 greiðslustöðvun

26. mars 2020

|

Bandaríska flugfélagið Miami Air International hefur sótt um greiðslustöðvun undir reglugerðinni Chapter 11 en umsókn vegna þessa var send inn formlega til dómstóls í Flórída sl. þriðjudag.

Framkvæmdir hafnar að nýju á 65 flugvöllum í Kína

26. mars 2020

|

Kínverjar hafa hafið framkvæmdir að nýju á 65 flugvöllum í landinu þar sem framkvæmdir voru í fullum gangi áður en þær stöðvuðust vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

London City flugvellinum lokað fram í enda apríl

25. mars 2020

|

London City flugvellinum var í kvöld lokað og mun hann verða lokaður að minnsta kosti fram í enda apríl.

„Nýja“ Alitalia mun hafa aðeins 25 til 30 flugvélar

25. mars 2020

|

Ítalska flugfélagið Alitalia mun verða mun smærra í sniðum eftir enduruppstokkun félagsins í kjölfar ríkisvæðingarinnar og verður félagið til að byrja með aðeins um 25 til 30 flugvélar í flotanum.

De Havilland krefst 6 milljarða króna í bætur frá SpiceJet

25. mars 2020

|

Kanadíska fyrirtækið De Havilland Aircraft hefur höfðað mál gegn indverska lágfargjaldarfélaginu SpiceJet og er farið fram á að flugfélagið greiði framleiðandanum allt að 6 milljarða króna í skaðabæt

Fljúga DHC-8 skrúfuvélunum til Köben þrisvar í viku

25. mars 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur sl. daga verið að fljúga DHC-8 Q200 Dash 8 skrúfuflugvélunum til Kaupmannahafnar frá Grænlandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00