flugfréttir

Airbus þróar kerfi sem kemur auga á dróna og hindrar nálægð við flugvelli

10. janúar 2016

|

Frétt skrifuð kl. 21:52

Búnaðurinn nefnist „counter-UAV system“ kemur með innrauðu myndavélakerfi og skynjurum sem þróaðir eru af Airbus Defense and Space

Airbus hefur unnið að þróun á nýju varnarkerfi sem á að koma í veg fyrir að drónum sé flogið yfir bannsvæði eins og í nágrenni flugvalla.

Airbus kynnti kerfið á ráðstefnunni Consumer Electronics Show sem fram fór í Las Vegas en búnaðurinn mun hindra óviðkomandi yfirflug dróna í nálægð við þau svæði sem slíkt er bannað.

Eins og flestir vita þá hafa komið upp fjölmörg atvik þar sem tilkynnt er um fljúgandi flygildi nálægt flugvélum og er orðið daglegt brauð að flugmenn tilkynna um dróna í að flugi að flugvöllum.

Mörg tilvik hafa komið upp sl. misseri þar sem drónum hefur
verið flogið nálægt flugvélum

Búnaðurinn, sem nefnist „counter-UAV system“, kemur með innrauðu myndavélakerfi og skynjurum sem þróaðir eru af Airbus Defense and Space og tengist búnaðurinn ratsjárkerfi flugvalla sem setur í gang hindrunarbúnað.

Hægt er að stilla radís hættusvæðisins upp í allt að 10 kílómetra en ef fljúgandi flygildi fer inn á hættusvæðið þá mun hindrunarbúnaður trufla samskipi milli drónans og þess sem stjórnar flygildinu og í leiðinni er hægt að staðsetja aðilann sem flýgur því með mikilli nákvæmni og í framhaldi af því má gera lögregluyfirvöldum viðvart.

Airbus Defense and Space býr yfir mjög þróaðri tækni sem kallast Smart Responsive Jamming Technology sem hindrar aðeins þá tíðni sem drónar nota án þess að hafa áhrif á aðrar tíðnir sem eru í gangi á sama svæði en búnaðurinn hefur m.a. verið notaður við hernað.

Önnur fyrirtæki á borð við Boeing vinna einnig að svipaðri tækni en búnaðurinn sem Boeing hefur verið að þróa mun einfaldlega skjóta niður drónan með lasergeislum.

Búnaðurinn frá Airbus mun koma í veg fyrir að hægt sé að fljúga drónum í nálægð við óviðkomandi svæði á borð við flugvelli  fréttir af handahófi

Fyrsta risaþotuflug Emirates með A380 í 4 mánuði

15. júlí 2020

|

Emirates flýgur í dag fyrstu áætlunarflugin með risaþotunni Airbus A380 í fjóra mánuði en risaþotuflugfloti félagsins hefur verið kyrrsettur vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Armenía stefnir á að stofna nýtt ríkisflugfélag

15. júní 2020

|

Ríkisstjórnin í Armeníu stefnir á að stofna nýtt ríkisflugfélag til þess að efla flugsamgöngur til og frá landinu og einnig til þess að þurfa ekki að reiða sig eins mikið á þau erlendu flugfélög sem

Icelandair segir upp öllum flugfreyjum og flugþjónum

17. júlí 2020

|

Icelandair hefur sagt upp öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins í kjölfar þess að ekki náðist að semja í kjaradeilunni við Flugfreyjufélag Íslands.

  Nýjustu flugfréttirnar

Sala á flugstjórnkerfum hefur dregist saman um 37 prósent

14. ágúst 2020

|

Fram kemur að sala á flugstjórnkerfum, bæði skjákerfum og fjarskiptabúnaði, fyrir flugvélar hefur dregist saman um meira en þriðjung meðal helstu fyrirtækja sem eru leiðandi á markaðnum í sölu og fr

Fleiri farþegar um Frankfurt-flugvöll heldur en Heathrow

14. ágúst 2020

|

Næstum því helmingi fleiri farþegar fóru um flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í júlí samanborið við þá farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London.

Þrír hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi í Stafangri í sumar

14. ágúst 2020

|

Þrjú tilvik hafa komið upp frá því í júní þar sem flugmenn og flugfreyjur hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi á flugvellinum í Stafangri í Noregi.

Azul nær að semja um frestun á greiðslum til leigusala

13. ágúst 2020

|

Brasilíska flugfélagið Azul Linhas Aéreas Brasileiras hefur náð að semja við lánadrottna og flugvélaleigur um breytingu og frestun á greiðslum.

IATA gefur út svartsýnni spá fyrir flugið í Evrópu

13. ágúst 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá er varðar framtíðarhorfur á næstunni í fluginu í Evrópu og er sú spá svartsýnni en fyrri spár.

EASA varar við aðskotahlutum í stemmuröri eftir geymslu

13. ágúst 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér tilkynningu með fyrirmælum varðandi þau áhrif sem langtímageymsla á flugvélum getur haft í för með sér en margar flugvélar eru nú í geymslu vegna

S7 Airlines stofnar sérstakt fraktflugfélag

13. ágúst 2020

|

Rússneska flugfélagið S7 Airlines ætlar að hefja fraktflugsstarfsemi og hefur félagið pantað tvær Boeing 737-800BCF fraktflugvélar sem verða teknar á leigu frá flugvélaleigunni GECAS.

370 flugfreyjum sagt upp hjá Sunclass Airlines

13. ágúst 2020

|

Danska leiguflugfélagið Sunclass Airlines hefur sagt upp 200 flugfreyjum og flugþjónum í Danmörku og um 170 í Svíþjóð og eru því alls 370 starfsmenn hjá félaginu sem verður sagt upp þann 20. ágúst n

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00