flugfréttir

Flugvélar gætu eytt helmingi minna eldsneyti með lengri og þynnri vængjum

- Boeing og NASA vinna að hönnun á lengri væng með styrktarstöng

5. apríl 2016

|

Frétt skrifuð kl. 13:34

Greg Gatlin, verkfræðingur hjá frá rannsóknarstöð NASA í Langley, athuga líkanið í vindgöngum í Ames Research Center í Kísildalnum

Boeing og bandaríska geimferðastofnunin (NASA) hafa unnið að þróun á nýrri hönnun af flugvélavæng sem yrði þynnri, lengri og léttari en hefðbundnir vængir á flugvélum.

Með þessu væri hægt að gera farþegaþotur léttari en hvert einasta kíló skiptir máli í fluginu þar sem eldsneytiseyðsla ræðst að mestu leyti af þeirri þyngd sem flugvél vegur auk þess sem léttari flugvél mengar minna.

Vísindamenn telja að léttari vængur gæti gert flugvél allt að helmingi sparneytnari en þær eru í dag en gerðar hafa verið prófanir með líkan í vindgöngum en vængurinn kæmi með styrktarstöngum sem myndu styrkja lengd þeirra sem gæti gert vænghafið allt að 50% lengra.

Verkfræðingar hafa einnig notast við tölvulíkan til að ná að líkja eftir raunverulegri loftflæðisgetu vængsins en niðurstöður úr tölvulíkani sýna hvernig loftið mun koma til með að flæða um vænginn.

Með tölvulíkaninu er einnig hægt að breyta hönnun vængsins jafnóðum til að móta lögun hans eftir hentisemi til að minnka drag og koma í veg fyrir óæskilegt loftflæði.

Sérfræðingar hjá Boeing og NASA fara nú yfir niðurstöður úr seinustu prófunum sem fram hafa farið og eru frekari rannsóknir fyrirhugaðar en allar þær farþegaflugvélar sem framleiddar eru í Bandaríkjunum koma að einu eða öðru leyti með tækni sem þróuð hefur verið af NASA.  fréttir af handahófi

Tveir nýir framkvæmdarstjórar ráðnir hjá Isavia

10. febrúar 2020

|

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Isavia, þær Anna Björk Bjarnadóttir sem hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra þjónustu- og rekstrarsviðs og Ragnheiður Hauksdóttir se

Ekki hægt að segja til um hvenær MAX-vélarnar fljúga á ný

10. febrúar 2020

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að ekki sé enn komin nein dagsetning á hvenær von sé á því að Boeing 737 MAX þoturnar muni hefja sig til flugs að nýju og ekki sé hægt að gefa upp nein áætluð t

A321neo framleidd í Toulouse eftir að smíði A380 verður hætt

22. janúar 2020

|

Airbus hefur tilkynnt að til standi að hefja framleiðslu á Airbus A321neo þotunum í Toulouse í fyrsta sinn og verður sú staðsetning því sú þriðja í heiminum þar sem A321neo þotan verður framleidd auk

  Nýjustu flugfréttirnar

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf

27. mars 2020

|

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf og skuldabréf upp á 868 milljarða króna til þess að auka rekstarfé félagsins og blása nýju lífi inn í fjárhagsstöðu félagsins vegna COVID-19 heimsfara

North Terminal flugstöðinni á Gatwick lokað

27. mars 2020

|

Gatwick-flugvöllurinn ætlar sér að loka norðurflugstöðinni og takmarka flugumferð um flugvöllinn þar sem flugumferð hefur minnkað gríðarlega vegna COVID-19 faraldursins.

Hætta sjúkraflugi vegna skorts á fjármunum

27. mars 2020

|

Sjúkraflutningafyrirtækið Air Ambulance Service á Írlandi mun hætta starfsemi sinni þann 3. apríl næstkomandi en fyrirtækið er fyrsta sjúkraflutningafélagið sem stofnað var á Írlandi sem rekið hefu

Flugumferð hættir að dragast saman í bili

27. mars 2020

|

Dregið hefur úr þeirri fækkun sem hefur átt sér stað í fjölda flugferða í heiminum undanfarna daga og hefur fjöldi daglegra flugferða verið í kringum 95.000 flug á dag í vikunni ef marka má upplýsin

Miami Air sækir um Chapter 11 greiðslustöðvun

26. mars 2020

|

Bandaríska flugfélagið Miami Air International hefur sótt um greiðslustöðvun undir reglugerðinni Chapter 11 en umsókn vegna þessa var send inn formlega til dómstóls í Flórída sl. þriðjudag.

Framkvæmdir hafnar að nýju á 65 flugvöllum í Kína

26. mars 2020

|

Kínverjar hafa hafið framkvæmdir að nýju á 65 flugvöllum í landinu þar sem framkvæmdir voru í fullum gangi áður en þær stöðvuðust vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

London City flugvellinum lokað fram í enda apríl

25. mars 2020

|

London City flugvellinum var í kvöld lokað og mun hann verða lokaður að minnsta kosti fram í enda apríl.

„Nýja“ Alitalia mun hafa aðeins 25 til 30 flugvélar

25. mars 2020

|

Ítalska flugfélagið Alitalia mun verða mun smærra í sniðum eftir enduruppstokkun félagsins í kjölfar ríkisvæðingarinnar og verður félagið til að byrja með aðeins um 25 til 30 flugvélar í flotanum.

De Havilland krefst 6 milljarða króna í bætur frá SpiceJet

25. mars 2020

|

Kanadíska fyrirtækið De Havilland Aircraft hefur höfðað mál gegn indverska lágfargjaldarfélaginu SpiceJet og er farið fram á að flugfélagið greiði framleiðandanum allt að 6 milljarða króna í skaðabæt

Fljúga DHC-8 skrúfuvélunum til Köben þrisvar í viku

25. mars 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur sl. daga verið að fljúga DHC-8 Q200 Dash 8 skrúfuflugvélunum til Kaupmannahafnar frá Grænlandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00