flugfréttir

Flugvélar gætu eytt helmingi minna eldsneyti með lengri og þynnri vængjum

- Boeing og NASA vinna að hönnun á lengri væng með styrktarstöng

5. apríl 2016

|

Frétt skrifuð kl. 13:34

Greg Gatlin, verkfræðingur hjá frá rannsóknarstöð NASA í Langley, athuga líkanið í vindgöngum í Ames Research Center í Kísildalnum

Boeing og bandaríska geimferðastofnunin (NASA) hafa unnið að þróun á nýrri hönnun af flugvélavæng sem yrði þynnri, lengri og léttari en hefðbundnir vængir á flugvélum.

Með þessu væri hægt að gera farþegaþotur léttari en hvert einasta kíló skiptir máli í fluginu þar sem eldsneytiseyðsla ræðst að mestu leyti af þeirri þyngd sem flugvél vegur auk þess sem léttari flugvél mengar minna.

Vísindamenn telja að léttari vængur gæti gert flugvél allt að helmingi sparneytnari en þær eru í dag en gerðar hafa verið prófanir með líkan í vindgöngum en vængurinn kæmi með styrktarstöngum sem myndu styrkja lengd þeirra sem gæti gert vænghafið allt að 50% lengra.

Verkfræðingar hafa einnig notast við tölvulíkan til að ná að líkja eftir raunverulegri loftflæðisgetu vængsins en niðurstöður úr tölvulíkani sýna hvernig loftið mun koma til með að flæða um vænginn.

Með tölvulíkaninu er einnig hægt að breyta hönnun vængsins jafnóðum til að móta lögun hans eftir hentisemi til að minnka drag og koma í veg fyrir óæskilegt loftflæði.

Sérfræðingar hjá Boeing og NASA fara nú yfir niðurstöður úr seinustu prófunum sem fram hafa farið og eru frekari rannsóknir fyrirhugaðar en allar þær farþegaflugvélar sem framleiddar eru í Bandaríkjunum koma að einu eða öðru leyti með tækni sem þróuð hefur verið af NASA.  fréttir af handahófi

SpiceJet tryggir sér pláss á London Heathrow

4. ágúst 2020

|

Indverska flugfélagið SpiceJet hefur tryggt sér lendingar- og afgreiðslupláss á Heathrow-flugvelli og mun félagið hefja daglegt flug til London frá og með 1. september.

Eldur kviknaði í Boeing 777 fraktþotu í Shanghai

22. júlí 2020

|

Fraktflugvél af gerðinni Boeing 777F frá Ethiopian Airlines skemmdist í eldsvoða á Pudong-flugvellinum í Shanghai í Kína í morgun.

Vara við sprungum í Trent XWB hreyflum á A350

11. ágúst 2020

|

Hreyflaframleiðandinn Rolls-Royce sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem varað er við mögulegum sprungum í hreyflablöðum á Trent XWB hreyflinum sem knýr áfram nýju Airbus A350 þoturnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Sala á flugstjórnkerfum hefur dregist saman um 37 prósent

14. ágúst 2020

|

Fram kemur að sala á flugstjórnkerfum, bæði skjákerfum og fjarskiptabúnaði, fyrir flugvélar hefur dregist saman um meira en þriðjung meðal helstu fyrirtækja sem eru leiðandi á markaðnum í sölu og fr

Fleiri farþegar um Frankfurt-flugvöll heldur en Heathrow

14. ágúst 2020

|

Næstum því helmingi fleiri farþegar fóru um flugvöllinn í Frankfurt í Þýskalandi í júlí samanborið við þá farþega sem fóru um Heathrow-flugvöllinn í London.

Þrír hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi í Stafangri í sumar

14. ágúst 2020

|

Þrjú tilvik hafa komið upp frá því í júní þar sem flugmenn og flugfreyjur hjá SAS hafa fallið á áfengisprófi á flugvellinum í Stafangri í Noregi.

Azul nær að semja um frestun á greiðslum til leigusala

13. ágúst 2020

|

Brasilíska flugfélagið Azul Linhas Aéreas Brasileiras hefur náð að semja við lánadrottna og flugvélaleigur um breytingu og frestun á greiðslum.

IATA gefur út svartsýnni spá fyrir flugið í Evrópu

13. ágúst 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur gefið út nýja spá er varðar framtíðarhorfur á næstunni í fluginu í Evrópu og er sú spá svartsýnni en fyrri spár.

EASA varar við aðskotahlutum í stemmuröri eftir geymslu

13. ágúst 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur gefið frá sér tilkynningu með fyrirmælum varðandi þau áhrif sem langtímageymsla á flugvélum getur haft í för með sér en margar flugvélar eru nú í geymslu vegna

S7 Airlines stofnar sérstakt fraktflugfélag

13. ágúst 2020

|

Rússneska flugfélagið S7 Airlines ætlar að hefja fraktflugsstarfsemi og hefur félagið pantað tvær Boeing 737-800BCF fraktflugvélar sem verða teknar á leigu frá flugvélaleigunni GECAS.

370 flugfreyjum sagt upp hjá Sunclass Airlines

13. ágúst 2020

|

Danska leiguflugfélagið Sunclass Airlines hefur sagt upp 200 flugfreyjum og flugþjónum í Danmörku og um 170 í Svíþjóð og eru því alls 370 starfsmenn hjá félaginu sem verður sagt upp þann 20. ágúst n

Um 12.000 verður sagt upp hjá British Airways

12. ágúst 2020

|

British Airways hefur ákveðið að segja upp um 12.000 starfsmönnum af þeim 42 þúsund sem starfa í dag hjá flugfélaginu breska og jafngildir það fækkun mannafla upp á 29 prósent.

Tegel-flugvellinum verður sennilega lokað í nóvember

12. ágúst 2020

|

Margt bendir til þess að Tegel-flugvöllurinn í Berlín muni loka strax í byrjun nóvember aðeins örfáum dögum eftir að nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður formlega tekinn í notkun.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00