flugfréttir

Alkólhól unnið úr maís notað sem eldsneyti hjá Alaska Airlines

8. júní 2016

|

Frétt skrifuð kl. 21:09

Alaska Airlines flaug tvö flug í gær með vélum sem voru knúnar áfram með lífrænu eldsneyti

Alaska Airlines flaug í gær tvær flugferðir þar sem notast var við lífrænt eldsneyti sem unnið er úr maís sem er sérstaklega ræktaður fyrir vinnslu á þotueldsneyti.

Um er að ræða lífrænt eldsneyti sem nefnist „Alcohol-to-Jet“ (ATJ) sem er þróað af fyrirtækinu Gevo í Colorado en tvö flug voru í gær flogin með Boeing 737-800 vélum með því eldsneyti, annars vegar frá Seattle til San Francisco og hinsvegar frá Washington til San Francisco.

Ef Alaska Airlines myndi ná að skipta út 20% af öllum eldsneytisbirgðum sínum á Seattle-Tacoma flugvellinum út fyrir maíseldsneyti þá myndi kolefnaútblástur flugfélagsins dragast saman um 142 þúsund rúmmetra sem samsvarar því að 30.000 bílar væru teknir af götunum Reykjavíkur í heilt ár.

Pat Gruber, framkvæmdarstjóri Grevo

Maísstönglarnir, sem notaðir eru í þotueldsneytið, eru sér ræktaðir með sérstakri aðferð, seldir til Alaska Airlines sem lætur mala þá til að ná sterkjunni úr þeim sem er notuð til að mynda áfengi af fyrirtækinu Gevo sem umbreytir því yfir í kerosene.

Af hálfum hektara (4.000 fermetrum) af maísakri má framleiða 300 gallon (1.135 lítra) af lífrænu þotueldsneyti sem samsvarar 4% af því magni sem þarf til að fylla Boeing 737-800.

Pat Gruber, framkvæmdarstjóri Gevo, segir að hann hlakki til þess að halda áfram að þróa maíseldsneytið áfram og segir hann að það muni koma sá dagur að hefðbundið þotueldsneyti verður orðið það dýrt að aðrir eldsneytisgjafar verða mun hentugri.

Maíseldsneytið sett á Boeing 737-800 vél Alaska Airlines í gær

Alaska Airlines er staðráðið í að minnka kolefnisútblástur flugflotans á næstu árum og koma sér upp sinni eigin birgðarstöð með lífrænu eldsneyti í stað þess að nota eldsneyti sem er unnið úr steingervingum.

Flugferðirnar tvær á vegum Alaska Airlines í dag voru þær fyrstu sem farnar voru með áfengisbreyttu þotueldsneyti sem unnið er úr maís en flugfélagið ætlar sér að fljúga a.m.k eitt eða fleiri flug daglega með lífrænu þotueldsneyti frá hverjum einasta tengiflugvelli félagsins fyrir árið 2020.

Myndband:  fréttir af handahófi

SkyCourier flýgur sitt fyrsta flug

18. maí 2020

|

Nýja Cessna 408 SkyCourier flugvélin frá Textron Aviation flaug í gær sitt fyrsta flug en um er að ræða tveggja hreyfla flugvél sem kynnt var fyrst til leiks árið 2017.

Framleiðslan hjá Airbus mun dragast saman um 40 prósent

30. júní 2020

|

Airbus hefur tilkynnt um 40 prósenta samdrátt á framleiðslu og afhendingum á nýjum farþegaþotum á næstu tveimur árum og mögulega stefni í uppsagnir á tugþúsundum starfsmanna.

TUI nær samkomulagi um skaðabætur vegna 737 MAX

3. júní 2020

|

Flugfélagið TUI hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi um skaðabætur við Boeing vegna Boeing 737 MAX vélanna á sama tíma og félagið hefur gert nýja afhendingaráætlun við flugvélaframleiðanda

  Nýjustu flugfréttirnar

Vonast til þess að fá fyrstu 737 MAX þotuna í nóvember

3. júlí 2020

|

Ryanair vonast til þess að geta tekið á móti fyrstu Boeing 737 MAX þotunni í nóvember í haust en félagið gerir ráð fyrir að það gæti orðið að veruleika þar sem að flugprófunum er lokið vestanhafs me

Malasía bannar pakistönskum flugmönnum að fljúga í landinu

3. júlí 2020

|

Flugmálayfirvöld í Malasíu hafa bannað pakistönskum flugmönnum að fljúga meira fyrir malasísk flugfélög tímabundið og hafa þeir flugmenn, sem hafa flogið fyrir flugfélög í landinu, verið vikið úr st

Kennsluflug í Bretlandi hefst að nýju 4. júlí

2. júlí 2020

|

Flugkennsla mun hefjast að nýju í Bretlandi um helgina en vegna takmarkana vegna COVID-19 hefur verklegt flugnám legið niðri sl. vikur þar sem áhrifin af kórónaveirufaraldrinum í Bretlandi hafa vari

Flugmenn Ryanair í Bretlandi samþykkja launalækkun

2. júlí 2020

|

Breskir flugmenn hjá Ryanair hafa samþykkt að taka að sér 20 prósenta launalækkun í kosningu sem fram fór og var yfirgnæfandi meirihluti sem kaus með launalækkun í þeim tilgangi að koma í veg fyrir u

Aeroméxico sækir um gjaldþrotavernd

1. júlí 2020

|

Aeroméxico, þjóðarflugfélag Mexíkó, hefur sótt um greiðslustöðvun með umsókn um Chapter 11 gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum.

Flugvélaleigan BOC hættir við þrjátíu MAX-þotur

1. júlí 2020

|

Flugvélaleigan BOC Aviation í Singapore tilkynnti í dag að fyrirtækið sé búið að hætta við pöntun í 30 Boeing 737 MAX þotur.

Tólf hóteleigendur á Kanarí stofna nýtt flugfélag

1. júlí 2020

|

Hópur af hóteleigendum á Kanaríeyjum, sem hafa miklar áhyggjur af ferðamannahruninu á eyjunni, hafa ákveðið að taka höndum saman og stofna sitt eigið flugfélag og hefur hópurinn þegar tryggt sér ein

Yfir 90 prósent starfsfólks hjá Jet Time sagt upp

30. júní 2020

|

Danska flugfélagið Jet Time hefur sagt upp 90 prósent af öllu starfsfólki félagsins eða 313 af þeim 342 sem hafa starfað hjá félaginu.

Pakistanska flugfélaginu PIA bannað að fljúga til Evrópu

30. júní 2020

|

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað flugfélaginu Pakistan International Airlines (PIA) að fljúga til Evrópu og um evrópska flugvelli og hefur félagið verið sett á svartan lista.

Hætta við 92 MAX-þotur og höfða mál gegn Boeing

30. júní 2020

|

Norska flugfélagið Norwegian hefur hætt við allar pantanirnar sem félagið átti í Boeing 737 MAX og Dreamliner-vélarnar, alls 97 þotur, og hefur félagið þar að auki ákveðið að stefna Boeing og höfða

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00