flugfréttir

Alkólhól unnið úr maís notað sem eldsneyti hjá Alaska Airlines

8. júní 2016

|

Frétt skrifuð kl. 21:09

Alaska Airlines flaug tvö flug í gær með vélum sem voru knúnar áfram með lífrænu eldsneyti

Alaska Airlines flaug í gær tvær flugferðir þar sem notast var við lífrænt eldsneyti sem unnið er úr maís sem er sérstaklega ræktaður fyrir vinnslu á þotueldsneyti.

Um er að ræða lífrænt eldsneyti sem nefnist „Alcohol-to-Jet“ (ATJ) sem er þróað af fyrirtækinu Gevo í Colorado en tvö flug voru í gær flogin með Boeing 737-800 vélum með því eldsneyti, annars vegar frá Seattle til San Francisco og hinsvegar frá Washington til San Francisco.

Ef Alaska Airlines myndi ná að skipta út 20% af öllum eldsneytisbirgðum sínum á Seattle-Tacoma flugvellinum út fyrir maíseldsneyti þá myndi kolefnaútblástur flugfélagsins dragast saman um 142 þúsund rúmmetra sem samsvarar því að 30.000 bílar væru teknir af götunum Reykjavíkur í heilt ár.

Pat Gruber, framkvæmdarstjóri Grevo

Maísstönglarnir, sem notaðir eru í þotueldsneytið, eru sér ræktaðir með sérstakri aðferð, seldir til Alaska Airlines sem lætur mala þá til að ná sterkjunni úr þeim sem er notuð til að mynda áfengi af fyrirtækinu Gevo sem umbreytir því yfir í kerosene.

Af hálfum hektara (4.000 fermetrum) af maísakri má framleiða 300 gallon (1.135 lítra) af lífrænu þotueldsneyti sem samsvarar 4% af því magni sem þarf til að fylla Boeing 737-800.

Pat Gruber, framkvæmdarstjóri Gevo, segir að hann hlakki til þess að halda áfram að þróa maíseldsneytið áfram og segir hann að það muni koma sá dagur að hefðbundið þotueldsneyti verður orðið það dýrt að aðrir eldsneytisgjafar verða mun hentugri.

Maíseldsneytið sett á Boeing 737-800 vél Alaska Airlines í gær

Alaska Airlines er staðráðið í að minnka kolefnisútblástur flugflotans á næstu árum og koma sér upp sinni eigin birgðarstöð með lífrænu eldsneyti í stað þess að nota eldsneyti sem er unnið úr steingervingum.

Flugferðirnar tvær á vegum Alaska Airlines í dag voru þær fyrstu sem farnar voru með áfengisbreyttu þotueldsneyti sem unnið er úr maís en flugfélagið ætlar sér að fljúga a.m.k eitt eða fleiri flug daglega með lífrænu þotueldsneyti frá hverjum einasta tengiflugvelli félagsins fyrir árið 2020.

Myndband:  fréttir af handahófi

Willie Walsh mun yfirgefa British Airways og Iberia

10. janúar 2020

|

Willie Walsh ætlar að hætta sem framkvæmdarstjóri International Airlines Group (IAG) en hann hefur stjórnað móðurfélagi British Airways, Iberia og fleiri flugfélaga, sl. 9 ár.

Tarom fær lán upp á 5 milljarða frá ríkisstjórn Rúmeníu

24. febrúar 2020

|

Evrópusambandið hefur gefið ríkisstjórn Rúmeníu leyfi til þess að veita ríkisflugfélaginu Tarom tímabundið lán upp á 5.1 milljarð króna.

2 milljóna króna sekt fyrir að kasta klinki inn í þotuhreyfil

2. janúar 2020

|

Kínverskur karlmaður á þrítugsaldri, sem var farþegi í innanlandsflugi í Kína í fyrra, hefur verið dæmdur til þess að greiða sekt upp á 2 milljónir króna eftir að hann kastaði klinki inn í þotuhreyfi

  Nýjustu flugfréttirnar

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf

27. mars 2020

|

Singapore Airlines ætlar að gefa út ný hlutabréf og skuldabréf upp á 868 milljarða króna til þess að auka rekstarfé félagsins og blása nýju lífi inn í fjárhagsstöðu félagsins vegna COVID-19 heimsfara

North Terminal flugstöðinni á Gatwick lokað

27. mars 2020

|

Gatwick-flugvöllurinn ætlar sér að loka norðurflugstöðinni og takmarka flugumferð um flugvöllinn þar sem flugumferð hefur minnkað gríðarlega vegna COVID-19 faraldursins.

Hætta sjúkraflugi vegna skorts á fjármunum

27. mars 2020

|

Sjúkraflutningafyrirtækið Air Ambulance Service á Írlandi mun hætta starfsemi sinni þann 3. apríl næstkomandi en fyrirtækið er fyrsta sjúkraflutningafélagið sem stofnað var á Írlandi sem rekið hefu

Flugumferð hættir að dragast saman í bili

27. mars 2020

|

Dregið hefur úr þeirri fækkun sem hefur átt sér stað í fjölda flugferða í heiminum undanfarna daga og hefur fjöldi daglegra flugferða verið í kringum 95.000 flug á dag í vikunni ef marka má upplýsin

Miami Air sækir um Chapter 11 greiðslustöðvun

26. mars 2020

|

Bandaríska flugfélagið Miami Air International hefur sótt um greiðslustöðvun undir reglugerðinni Chapter 11 en umsókn vegna þessa var send inn formlega til dómstóls í Flórída sl. þriðjudag.

Framkvæmdir hafnar að nýju á 65 flugvöllum í Kína

26. mars 2020

|

Kínverjar hafa hafið framkvæmdir að nýju á 65 flugvöllum í landinu þar sem framkvæmdir voru í fullum gangi áður en þær stöðvuðust vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

London City flugvellinum lokað fram í enda apríl

25. mars 2020

|

London City flugvellinum var í kvöld lokað og mun hann verða lokaður að minnsta kosti fram í enda apríl.

„Nýja“ Alitalia mun hafa aðeins 25 til 30 flugvélar

25. mars 2020

|

Ítalska flugfélagið Alitalia mun verða mun smærra í sniðum eftir enduruppstokkun félagsins í kjölfar ríkisvæðingarinnar og verður félagið til að byrja með aðeins um 25 til 30 flugvélar í flotanum.

De Havilland krefst 6 milljarða króna í bætur frá SpiceJet

25. mars 2020

|

Kanadíska fyrirtækið De Havilland Aircraft hefur höfðað mál gegn indverska lágfargjaldarfélaginu SpiceJet og er farið fram á að flugfélagið greiði framleiðandanum allt að 6 milljarða króna í skaðabæt

Fljúga DHC-8 skrúfuvélunum til Köben þrisvar í viku

25. mars 2020

|

Grænlenska flugfélagið Air Greenland hefur sl. daga verið að fljúga DHC-8 Q200 Dash 8 skrúfuflugvélunum til Kaupmannahafnar frá Grænlandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00