flugfréttir
Lokun neyðarbrautarinnar mun hafa afleiðingar - Aðeins tímaspursmál
- Reiði og óánægja meðal flugmanna og aðila í fluginu um lokun á 06/24

Þristurinn, „Páll Sveinsson“, á neyðarbrautinni í gær
Miklar áhyggjur eru meðal flugmanna, aðila og hagsmunasamtaka í fluginu á Íslandi í kjölfar dóms Hæstaréttar um að loka hinni svokölluðu neyðarbraut á Reykjavíkurflugvelli en farið er fram á að brautinni verði lokað í september.
Brautin, sem hefur stefnuna 06/24 hefur verið ómissandi lendingarbraut og þá einna helst í slæmum veðrum þegar
vindátt hefur ekki boðið upp á lendingarskilyrði á öðrum brautum en Leifur Hallgrímsson, framkvæmdarstjóri Mýflugs, segir að lokun brautarinnar muni koma til með að hafa afleiðingar.
„Þetta er bara tímaspursmál. Það er bara þannig og þetta vita allir menn og þetta eru ekki ný sannindi. Sumum
virðist bara henta ágætla að stinga höfðinu í sandinn og það er gjörsamlega verið að hunsa alvarleika málsins“, segir
Leifur í samtali við Alltumflug.is
Leifur segir að það hafi orðið nokkur tilfelli þar sem ekki hefur verið hægt að lenda sjúkravél í Reykjavík á neinni
annarri braut nema neyðarbrautinni og hafa einnig verið tilvik þar sem mannslíf hafa verið í húfi og hver mínúta skipt
sköpum.

06 brautarendinn á „neyðarbrautinni“ í Skerjafirði
„Það er engin braut í Keflavík með sömu stefnu og þessi braut. Þannig ef það er ekki hægt að lenda í Reykjavík
vegna bremsuskilyrða og vindstefnu þá er mjög ósennilegt að hægt sé að lenda í Keflavík“, segir Leifur.
„Borgarstjórn er ekki að skilja skyldur borgarinnar“
„Þarna er verið að taka fjárhagslega hagsmuni örfárra einstaklinga í Reykjavík fram yfir öryggishagsmuni
landsbyggðarinnar og aðgengi hennar að öflugasta sjúkrahúsi landins og okkar bestu sérfræðingum“.
„Borgaryfirvöld í Reykjavík virðast ekki sjá neitt annað en að koma flugvellinum í burtu og einhverja hluta vegna
virðist vera mjög takmarkað að þeir, sem eru valdir til starfa í borgarstjórn Reykjavíkur, skilji skyldur borgarinnar.
Höfuðborgin hefur skyldur að gegna og ættu þeir sem starfa þar að skilja það en einhverja hluta vegna virðast þeir ekki gera það“, segir Leifur.

Flugvélar við Fluggarða í gær
„Ef einhver lætur lífið sökum þess að ekki var hægt að lenda á þessari braut, ætlar Dagur borgarstjóri
þá að axla þá ábyrgð?“, spyr Leifur.
Ómarktæk skýrsla sem fylgir ekki stöðlum ICAO
Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur einnig verulegar áhyggjur af lokun brautarinnar og stöðu flugöryggismála
ef brautinni verður lokað.
Örnólfur Jónsson, formaður FÍA, segir að félagið hafi gagnrýnt skýrslu verkfræðistofunnar EFLA sem félagið
segir að uppfylli ekki staðla og skilyrði Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) sem hefur verið notuð sem rökstuðningur fyrir lokun brautarinnar.
FÍA segir að skýrslan taki ekki inn í myndina áhrif lokun brautarinnar á flugvallarkerfið í landinu í heild sinni
og vanti mjög mikilvæg atriði í skýrsluna sem þarf að hafa í huga áður en farið er í eins stóra ákvörðun og að loka
flugbraut.

Flugvél í flugtaki yfir Ægissíðu
„Við gagnrýnum líka að þegar svona er gert þá er ekki búið að undirbúa neitt eins og opnun á sambærilegri
braut í Keflavík sem er mjög mikilvægt fyrir suðvesturhornið að hafa og það með flugbraut með þessari stefnu“, segir
Örnólfur í samtali við Alltumflug.is.
Flugtæknilegum staðreyndum sýnt skeytingaleysi
„Maður vill eiginlega ekki hugsa það til enda hvaða afleiðingar þetta getur haft“, segir Ingvar Tryggvason, formaður
öryggisnefndar hjá félagi íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA).
„Það er margsinnis búið að sýna sig að vélar hafa þurft að lenda á þessari braut og svo liggur fyrir að með þessum
breytingum mun nothæfisstuðull vallarins fara undir 95%“.
„Þegar flugtæknilegum staðreyndum er sýnt svona skeytingaleysi þá finnst okkur það mjög alvarlegt þar sem
fullt áhættumat hefur ekki farið fram ennþá. Það er ekki hægt að færa til vindpoka á flugvelli án þess að það
sé gert áhættumat en þarna er eitthvað annað á ferðinni“, segir Ingvar.
Gölluð skýrsla notuð sem gögn við uppkvaðningu dóms

Vindpoki við braut 13
FÍA bendir á í fréttabréfi sínu að Ísland er aðili að Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) með undirritun Chicago samningsins frá 1944 en
viðaukar við samninginn hafa verið innleiddir í íslenska löggjöf og hefur viðauki 14 verið innleiddur með reglugerð nr. 464/2007 um flugvelli.
Í viðauka 14 ásamt fylgiskjölum 9157 og 9184 er útlistuð sú aðferðafræði sem beita skal við útreikning á nothæfistuðli flugvalla og 95% lámarks
nothæfistuðull tilgreindur.
Öryggisnefnd FÍA hefur farið ítarlega yfir útreikning á nothæfisstuðli fyrir Reykjavíkurflugvöll með tilliti til vallarins án 06/24 brautarinnar
sem tilgreindur er í skýrslu EFLU og komist að því að þær niðurstöður eru rangar þar sem leiðbeiningum ICAO var ekki fylgt að öllu leyti og er alvarlegasta villan að ekki var reiknað með mismunandi bremsuskilyrðum á flugbrautum.
FÍA segir í nýjasta fréttabréfi sínu að verið sé að leggja inn gallaða skýrslu með röngu mati fyrir dóm sem telur skýrsluna
vera unna með lögmætum hætti og var hún tekin góð og gild með meðfylgjandi dómi sem var staðfestur í seinustu
viku vegna deilna um samkomulag sem fyrrverandi samgönguráðherra hafði gert við Reykjavíkurborg.
Lokun brautarinnar fyrsta skrefið í að grafa undan starfsemi vallarins
Atvinnuflugmaður einn hjá íslensku flugfélagi bendir á að með lokun vallarins fari nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar
niður í 89% sem er algjörlega óviðunandi þegar kemur að áætlunarflugvelli og muni þeim dögum, sem hægt er að nota Reykjavíkurflugvöll,
fækka tölvuvert og mun það gera andstæðingum hans auðveldara fyrir með að þrýsta á endanlega eyðileggingu á framtíð hans á
þeim forsendum að „ekkert sé að gerast“ á flugvellinum.
„Sigurður Björn Blöndal var t.a.m. á þeirri skoðun að 755 sjúkraflug á ári, 600 flugnemar, nokkur hundruð einkaflugmenn, áætlunarflug
með 348.000 innanlandsflugfarþega, 40 þúsund millilandafarþega, starfsemi 10 þyrlna auk póst- og fraktflugs með 761 tonn, auk
starfsemi flugvélaverkstæða, myndi kallast „ekkert að gerast“ - Það segir ýmislegt um þekkingu, eða réttara sagt vanþekkingu borgarstjórnar
á málefninu“, segir viðkomandi flugmaður.
Flug yfir á varaflugvelli munu verða mun tíðari með tilheyrandi kostnaði
„Það er með ólíkindum siðlaust að ætla með afgerandi hætti að minnka rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi neikvæðum áhrifum
á farþega og flugrekstraraðila. Það mun valda hækkun á flugfargjöldum sem eru nógu há fyrir og auka álag á áhafnir og flugfélög við að halda
áætlunarfluginu gangandi“.

Frá Fluggörðum í gær
„Flug yfir á varaflugvelli munu verða mun tíðari með tilheyrandi kostnaði og röskun á starfsemi. En það er "einbeittur brotavilji" meirihlutans
í Reykjavík að grafa undan starfseminni svo hún lognist út af og gefist endanlega upp. Lokun 06/24 er fyrsta skrefið“
Atvinnuflugmaðurinn bendir á að lokun brautarinnar muni hafa margsvíslegar, neikvæðar afleiðingar og tekur hann m.a. fram að smærri flugvélar, sem áður gátu treyst á braut 06/24 til að komast heim til Reykjavíkur eftir flug út á landi, munu lenda í meiri vandræðum og þá mun lokunin hafa áhrif á innanlandsflug, leiguflug, útsýnisflug, verkflug,
einka- og kennsluflug sem ekki verða tekin tilbaka og gerir öllum sem nýta flugið erfiðara fyrir.
„Eins og að taka loftpúðann og öryggisbeltin úr bílum“
Þá er einnig bent á að margsannað sé að skýrsla EFLU sé röng og sé það eitthvað sem verði að taka á, hvort sem það sé hlutverk ISAVIA eða Samgöngustofu og sé nauðsynlegt að sjá til þess að öllum reglugerðum og stöðlum sé rétt fylgt eftir.
„Ef enginn hjá þessum embættum hefur manndóm í sér til þess að taka á þessu þá á Innanríkisráðherra að fyrirskipa þá rannsókn. Það er ekkert eðlilegt við það að meingölluð skýrsla sé notuð sem burðarás í svo mikilvægu máli fyrir þjóðina alla“.
„Það hefur stundum verið sagt að sú ráðstöfun að loka braut 06/24 sé eins og að taka loftpúðann og öryggisbeltin úr hverjum einasta bíl í eigu þjóðarinnar því það veit enginn hvenær hann þarf á þessari mikilvægu braut að halda í vályndu veðri þegar líf liggur við. Við skulum vona að meirihluti borgarstjórnar og Valsmenn sjái að sér og meti mannslíf meira en skammtímagróða“.


6. apríl 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið JetBlue kom í gær með skyndilegt og óumbeðið tilboð í Spirit Airlines upp á 3.6 milljarða Bandaríkjadali en tilboðið gæti sett strik í reikninginn fyrir Frontier Airlin

8. mars 2022
|
Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur lagt inn pöntun til Airbus í 88 þotur til viðbótar af gerðinni A320neo en þoturnar verða afhentar til flugfélagsins frá árinu 2025 til ársins 2031.

14. mars 2022
|
Að minnsta kosti þrjú stór flugfélög hafa sýnt nýja ítalska flugfélaginu ITA Airways, arftaka Alitalia, mikinn áhuga að undanförnu og lýst yfir möguleika á að kaupa stóran hlut í félaginu.

25. maí 2022
|
Lufthansa Group er sagt ætla að gera tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways og vonast flugfélagasamsteypan þýska til þess að kaupa 20 prósent í ítalska flugfélaginu en á móti stefnir Lufthansa Grou

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.