flugfréttir

Fyrirhuguð lokun „neyðarbrautarinnar“ í Köben veldur miklum deilum

- 12/30 brautin er eina lendingarúrræðið í stífri NV- og SA vindátt á CPH

22. ágúst 2016

|

Frétt skrifuð kl. 08:24

Mikil óánægja ríkir meðal SAS yfir því að Copenhagen Airport ætli að láta loka 12/30 brautinni

Stærstu flugfélögin á flugvellinum í Kaupmannahöfn eru mjög ósátt við áform flugvallarins um að loka flugbraut 12/30 sem má segja að sé einskonar „neyðarbraut“ þeirra Dana.

Farþegum um flugvöllinn í Köben heldur áfram að fjölga milli ára og til að koma til móts við farþegafjölgun var stækkunaráætlunin „Expanding CPH“ kynnt til sögunnar árið 2014 sem tekur m.a. mið af stækkun flugstöðva með fleiri hliðum.

Í fyrra fóru 26 milljónir farþega um CPH en gert er ráð fyrir að farþegafjöldinn eigi eftir að vera komin í 38 milljónir árið 2019 og rjúfa „40 milljóna múrinn“ árið 2020.

Til að anna þessari farþegafjölgun hefur Copenhagen Airport unnið hörðum höndum að stækkunaráætluninni sem felur m.a. í sér nýja „flugstöðvar-eyju“ (satellite terminal) á flugvallarsvæðinu, sem verður sérstaklega ætluð lágfargjaldafélögunum en sý bygging, auk lengingar á Pier B, fara yfir þann stað þar sem 12/30 brautin þverar yfir í dag.

Gert er ráð fyrir nýrri flugstöð sem mun koma til með að verða staðsett á þeim stað þar sem 12/30 brautin liggur í dag

Þessi áform hafa valdið mikilli reiði hjá flugfélögum á borð við SAS (Scandinavian Airlines) sem bendir á að 12/30 brautin er oft eina brautin sem hægt er að lenda á í stífri norvestanátt eða hvassri suðaustanátt.

Flugvöllurinn í Kaupmannahöfn hefur þrjár flugbrautir en tvær brautir, 04L/22R og 04R/22L, eru aðalbrautir vallarins sem eru notaðar öllu jöfnu en strangar reglur gilda um notkun 12/30 brautina þar sem aðflug hennar úr vestri fer yfir þéttbýliskjarna Kaupmannahafnar.

Óttast að þurfa að fella niður 500 flugferðir á ári ef brautinni verður lokað

Scandinavian Airlines óttast að félagið þurfi að fella niður um 500 flugferðir á ári fari svo að CPH láti verða að því að loka 12/30 brautinni en SAS er langstærsta flugfélagið á flugvellinum með 40% af allri umferðinni sem fer um völlinn.

12/30 brautin á CPH merkt með rauðu á kortinu

Per Schroeder, rekstrarstjóri hjá Thomas Cook Airlines, tekur í sama streng og segir það muni hafa áhrif á starfsemi flugvallarins þar sem ekki verður hægt að starfrækja hann alla daga ársins og gæti því þurft að loka flugvellinum nokkrum sinnum á ári í allt að 12 tíma í senn á meðan beðið er eftir að slæmt veður gangi niður.

„Það er mjög óskynsamlegt af Copenhagen Airport að ætla að loka þessari flugbraut. En þetta er pólitísk ákvörðun og yfirleitt þá getum við ekki haft nein áhrif á svona mál“, segir Bent Kofoed-Dam hjá félagi danska atvinnuflugmanna.

Síðasliðin ár hefur notkun 12/30 brautarinnar aukist en árið 2012 var brautin notuð í 4,4% tilvika það árið bæði fyrir flugtök og lendingar sem þýðir það að ef brautin hefði ekki verið til staðar árið 2012 hefði það haft áhrif á 1 milljón farþega.

Nokkur erlend félög og fyrirtæki eiga 57% hlut í Copenhagen Airports Denmark, sem á og rekur flugvöllinn, en meðal stærstu hluthafa er Macquarie Infrastructure Company í New York og kanadíski lífeyrissjóðurinn Ontario Teacher´s Pension Plan (OTPP) en þrátt fyrir það lútir flugvallarstarfsemin og rekstur vallarins undir lög sem nefnast „Lov om Københavns Lufthavn“, sem heyrir undir danska ríkið og samgönguráðuneytið.

SAS vill að samgönguráðneytið geri eitthvað í málunum

SAS hefur skorað á samgönguráðuneyti Danmerkur til þess að blanda sér í málið og láta gera sérstaka úttekt á þau áhrif sem lokun 12/30 brautarinnar mun hafa í för með sér.

„Ríkisstjórnin á að grípa inn í og láta framkvæma mat á lokun brautarinnar til að ganga úr skugga um hvort það séu ekki til aðrar lausnir í málinu þar sem lokun brautarinnar er mjög alvarlegt mál“, segir Lars Wigelstop Andersen hjá SAS.

12/30 brautin þverar hinar flugbrautirnar tvær. 04R/22L er lárétt að ofan á myndinni og brautarendinn á 22R sést í hægri jaðar myndarinnar

SAS mun þó þurfa að bíða aðeins áður en danska ríkið fer að blanda sér í málið en samgönguráðherra Danmörkur, Hans Christian Schmidt, segir að Copenhagen Airport þurfi fyrst að senda inn formlega umsókn um lokun brautarinnar til Samgöngu- og bygginardeildar Kaupmannahafnar.

Schmidt bendir á að ef Samgöngu- og byggingarnefnd hinsvegar samþykkir umsókn um að loka brautinni þá sé hægt að skoða þann möguleika að kynna tillögu á danska þinginu um að breyta lögum flugvallarins sem gætu komið í veg lokun hennar.

Ströng lög um notkun á 12/30 brautinni

Ströng lög gilda um notkun 12/30 brautarinnar til að tryggja næði gagnvart íbúum Kaupmannahafnar og þá sérstaklega á Amager en brautina má aðeins nota ef hliðarvindur fer yfir 15 hnúta á 4/22 brautunum og einnig ef framkvæmdir eru í gangi á öðrum brautum eða þær ónothæfar að einhverjum orsökum.

Þá má ekki nota 12/30 brautina frá klukkan 23:00 á kvöldin til 6 á morgnanna nema í neyðartilvikum.

Á vefsíðu flugvallarins segir m.a. að kvörtunum fjölgi frá íbúum þegar 12/30 brautin er í notkun en einnig séu margir sem heillast af því að sjá stórar þotur koma lágt yfir húsin í halarófu í miklu hvassviðri en það varir þó yfirleitt aðeins í stutta stund.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga