Hvað kostar að leggja bílnum á flugvöllum í Evrópu?
- Alltumflug.is gerð verðsamanburð á langtímabílastæðum

Þótt margir Íslendingar sem eru á leið til útlanda láti keyra sig út á flugvöll eða taki leigubíl, þá er einnig mjög stór hópur fólks sem fer á einkabílnum og geymir hann við flugstöðina.

Við Leifsstöð eru langtímabílastæði og greiðir maður bílastæðagjald eftir því hversu lengi maður er erlendis.

Alltumflug.is gerði könnun og verðsamanburð á stærstu flugvöllum Evrópu ef gefið er að bíll sé geymdur í eina viku. Einnig kemur fram ef bíl er geymdur í einn sólarhring.

Í ljós kom að Keflavíkurflugvöllur er í 16. sæti yfir ódýrustu langtímabílastæði í Evrópu eða í 53.sæti yfir þá dýrustu af þeim 68 flugvöllum sem verðkönnunin náði til en að geyma bílinn í eina viku við Leifsstöð kostar 5.600 krónur.

Sá langdýrasti er London City-flugvöllurinn en að leggja bíl sínum í langtímastæði þar kostar rúmar 47.000 krónur en völlurinn þjónar einungis viðskiptahverfi borgarinnar og hefur verið þekktur fyrir að vera í dýrari kantinum.

Ódýrasti flugvöllur Evrópu að leggja bílnum er á flugvellinum í Tírana, höfuðborg Albaníu en vikan þar kostar aðeins 3.428 krónur

Ef litið er á löndin út af fyrir sig þá kom í ljós að Þýskaland og Ítalía eru frekar dýrari en önnur lönd en Spánn og lönd í Austur-Evrópu í ódýrari kantinum.

Af Norðurlöndunum er dýrast að leggja bíl sínum við Gardermoen-flugvöll í Osló en ódýrast við Vantaa-flugvöll í Helsinki.

Hér að neðan má sjá listann í heild sinni og má smella á listann til að fá upp stærri mynd. 


  fleri greinar

4 kostir þess að bóka miðjusæti Sæti við gluggann og ganginn eru vinsælustu sætin þegar flugið e ...
Ef önnur fyrirtæki væru rekin eins og flugfélögin Ímyndið ykkur ef allur heimurinn væri rekinn eins og flugfélögin ...
28 atriði sem flugmenn segja ekki frá Það er margt sem flugmenn vita og eru ekkert að segja farþegum eð ...

  það helst úr flugfréttum

Telur að vandamál með rafkerfið verði auðvelt að laga

12. maí 2021

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lýst því yfir að þær lagfæringar sem þarf að gera er varðar rafkerfi á Boeing 737 MAX þotunum verði unnt að lagfæra með tiltölulega einföldu

Air France flugslysið árið 2009 fer aftur fyrir dómstóla

12. maí 2021

|

Áfrýjunardómstóll í París hefur gefið grænt ljós fyrir því að dómsmál er varðar flugslysið er breiðþota frá Air France fórst yfir Atlantshafi fyrir 12 árum síðan verði tekið

BA gerir tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow

12. maí 2021

|

British Airways ætlar á næstunni að hefja tilraunir með stafræna biðröð við innritun á Heathrow-flugvellinum þar sem notast verður við smáforrit til þess að innrita farþega.