flugfréttir
MH370: Nýtt brak fundið í Mozambique
- Talið mögulegt að það sé af stélinu á malasísku farþegaþotunni

Talið er mögulegt að brakið sé af stéli malasísku farþegaþotunnar en það hefur þó ekki enn fengist staðfest
Nýtt brak hefur fundist sem mögulega gæti tilheyrt malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, en um er að ræða málmbút sem fannst við strendur Mozambique í Afríku.
Það var Jean Viljoen, starfsmaður hjá ferðaskrifstofu í Suður-Ameríku, sem fann brakið sem er þríhyrningslaga, hvítt og rautt á lit og er um meter á stærð.
Getgátur eru um að brakið sé hluti af stéli vélarinnar en brakið inniheldur verksmiðjunúmer sem sent hefur verið til Boeing en brakið var afhent
til lögreglu í Mozambique.
Nokkrir erlendir fréttamiðlar segja að ef málmbúturinn tilheyri malasísku farþegaþotunni þá gæti það gefið til kynna að þotan hafi sprungið áður en hún fór í sjóinn í Indlandshafi.

Brakið fannst við strendur Mozambique þann 23. ágúst
Nokkrir sérfræðingar í fluginu, sem hafa séð myndirnar af brakinu, segja að þar sem það lítur út fyrir að vera mjög illa farið gæti það bent til þess líklegra sé að vélin
hafi sprungið í loftinu frekar en að flugmennirnir hafi náð að magalenda á sjó og vélin því næst sokkið í heilu lagi.
Ekki hefur enn verið ákveðið hvort að leitin af flugi MH370 muni halda áfram eftir áramót en sú leit, sem staðið hefur yfir núna á 120.000 ferkílómetra svæði í Suður-Indlandshafi, mun teka enda í desember.
Fleiri myndir:
Einverjar getgátur eru á kreiki um að brakið gæti verið af stéli vélarinnar en það hefur ekki fengist staðfest


1. janúar 2019
|
Boeing 737 MAX þota frá norska flugfélaginu Norwegian hefur nú verið föst í Íran í tvær og hálfa viku vegna skorts á varahlutum og vandamála í kjölfar þess að þotan þurfti að lenda af öryggisástæðum í

14. febrúar 2019
|
Allt stefnir í að júmbó-þotan, Boeing 747, muni lifa lengur í framleiðslunni heldur en A380, risaþota Airbus.

1. janúar 2019
|
Boeing 737 MAX þota frá norska flugfélaginu Norwegian hefur nú verið föst í Íran í tvær og hálfa viku vegna skorts á varahlutum og vandamála í kjölfar þess að þotan þurfti að lenda af öryggisástæðum í

16. febrúar 2019
|
Breska flugfélagið flybmi hefur hætt öllu flugi og óskaði í dag eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.

16. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.