flugfréttir

50 ár frá frumsýningu Concorde

- Skærasta stjarnan í flugvélasögunni þrátt fyrir misheppnaðar sölur

11. desember 2017

|

Frétt skrifuð kl. 19:44

Concorde 001 var dregin út úr skýli hjá Sud Aviation í Toulouse þann 11. desember árið 1967

Í dag eru 50 ár síðan að almenningur fékk í fyrsta sinn að berja augum Concorde-þotuna sem leit dagsins ljós þann 11. deseember árið 1967.

Fyrsta eintakið af Concorde-þotunni var dregið út úr skýli við viðhöfn á frostköldum degi í Toulouse í Frakklandi að viðstöddu boðsgestum, háttsettum aðilum, embættismönnum og fjölmiðlafólki.

Eftir að búið var að klippa á borða inn í skýlinu með gullhúðuðum skærum var vélin dregin út með dráttavél undir lúðrahljómi frá franska og breska flughernum.

Framundan var bylting í flugsamgöngum þar sem aldrei áður hafði nein flugvél flogið farþegum á mettíma milli heimsálfa á meira en tvöföldum hljóðhraða - en byltingin varð ekki eins umfangsmikil og menn gerðu sér vonir um.

Verkfræðilegt afrek í flugvélasmíði á sínum tíma

Concorde-þotan var tækniundur á sínum tíma og þótti hún ekki aðeins mjög fögur með aftursveigða Delta-vængi og yfirburða hönnun heldur var hún einnig álitin frammúrskarandi verkfræðiafrek á sviði flugvélasmíðinnar.

Fyrsta Concorde-þotan kemur í ljós er dyrnar á skýlinu voru opnaðar

Concorce-þotan var smíðuð af frönsku flugvélverksmiðjunni Sud Aviation í samstarfi við bresku flugvélaverksmiðjuna BAC (British Aircraft Corporation) en Sud Aviation ætlaði sér upphaflega ð framleiða hljóðfráa útgáfu af Caravelle-þotunni sem átti að nefnast Super-Caravelle en sú þota var kynnt á flugsýningunni í París árið 1961.

Kostnaðurinn við hönnun þeirra vélar var svo svimandi hár að hætt var við þá smíði og var ákveðið að fara í samstarf við British Aircraft Corporation og var hönnun á hljóðfrárri þotu sameinuð í vél sem fékk nafnið Concorde.

Charles Bretaprins og Díana prinsessa voru meðal þeirra sem voru viðstödd athöfnina

Upphaflega stóð til að Concorde-verkefnið myndi kosta um 9,7 milljarða króna á sínum tíma en kostnaðurinn átti eftir að átjánfaldast og kostaði Concorde-þotan 180 milljarða.

„Fallegasta flugvél sem ég hafði séð“

Brian Calvert, flugstjóri British Airways , var flugstjórinn í fyrsta farþegafluginu með Concorde hjá flugfélaginu breska sem var flogið 9 árum síðar, árið 1967, en hann var viðstaddur athöfnina er Concorde-þotan var sýnd í fyrsta sinn.

Brian Calvert var einn fyrsti flugstjórinn til þess
að fljúga Concorde fyrir BOAC

„Ég flaug Vickers VC10 þotu BOAC með yfirmönnum til Toulouse til að vera viðstaddir athöfnina svo ég var einn af þeim sem sá Concorde í fyrsta sinn“, segir Calvert í viðtali við tímaritið Flight International árið 2003, árið sem Concorde-þotan kvaddi flugheiminn, en Brian sagði að hann hafði aldrei séð eins fallega flugvél og er Concorde var dregin út úr skýlinu.

Aðrir sem voru viðstaddir athöfnina voru Anthony Wedgwood Benn, tæknimálaráðherra Bretlands og Juan Amery, flugmálaráðherra Bretlands, sem skrifaði undir Anglo/French samstarfið fyrir hönd Breta.

Vildi fjarlægja „e-ið“ og kalla þotuna Concord

Wedgwood Benn sagði í hátíðarræðu sinni að hann vildi sjá „e“-ið í nafni Concorde-þotunnar fellt niður og vildi að vélin myndi í stað þess heita Concord en við það voru Frakkarnir ekki sáttir á.

Concorde-þotan flaug ekki jómfrúarflugið árið 1968 eins og vonast var til en fyrsta flugið átti sér stað þann 2. mars árið 1969.

Því næst tóku við sex ár í flugprófunum en þann 21. janúar 1976 flaug vélin sitt fyrsta áætlunarflug með farþega en þrátt fyrir að 16 flugfélög höfðu lagt inn pöntun í Concorde-þotuna þá voru það aðeins British Airways og Air France sem flugu þotunni í þau 27 ár sem hún var í notkun.

Wedgwood Benn (til vinstri) vildi að þotan yrði kölluð Concord í stað Concorde

Flugfélögin máttu þakka ríkisstjórnum sinna landa sem stigu inn í og fjármögnuðu rekstur vélanna en viðhaldskostnaðurinn við Concorde var gríðarlegur og hefði British Airways og Air France annars aldrei haft efni á því að reka þoturnar með féi úr sínum eigin vasa.

Concorde-þotan var ein þeirra tveggja flugvéla í heiminum sem framleiddar hafa verið sem gátu flogið með farþega á tvöföldum hljóðhraða en ári eftir að Concorde-þotan flaug sitt fyrsta flug komu Sovíetmenn með sína útgáfu af Concorde sem var Tupolev Tu-144 sem var uppnefnd sem „Concordski“.

Öll 16 flugfélögin hætti við Concorde nema BOAC og Air France

Stóri draumurinn um velgengni Concorde-þotunnar varð hinsvegar aldrei að neinu þrátt fyrir að þotan sé frægasta flugvél allra tíma sem hefur verið jafn mikil goðsögn í flugheiminum og Elvis Presley er í sögu tónlistarinnar.

Concorde-þota í litum BOAC árið 1974

Alls voru sextán flugfélög sem höfðu upphaflega lagt inn pöntun í Concorde og var séð fram á að markaður væri fyrir allt að 400 eintök af Concorde en aðeins voru 14 eintök smíðuð fyrir British Airways og Air France.

Farið var í söluherferð árið 1972 en erfiðleikar og takmarkanir varðandi flug á hljóðhraða yfir þéttbýlum svæðum varð þyrnir í augum flugfélaga og þá voru mörg flugfélög sem ákváðu að hætta við pöntina eftir að olíkreppan skall á árið 1973.

Á sama tíma var júmbó-þotan að koma á markað sem mörg flugfélög áleitu sem skynsamari kost þar sem áhættan var minni, eldsneytiseyðsla á hvern farþega var þrisvar sinnum lægri samanborið við Concorde.

Þá gat júmbó-þotan tekið þrisvar sinnum fleiri farþega en Boeing 747-100 tók yfir 360 farþega á meðan Concorde var hönnuð til að bera frá 92 til 100 farþega.

Concorde-þotan flaug aðeins í 27 ár

Meðal þeirra flugfélaga sem höfðu pantað Concorde-þotuna fyrir utan British Airways og Air France voru Pan Am, Continental, American Airlines, TWA, Middle East Airlines, Qantas, Air India, Japan Airlines Sabena, Eastern Airlines, United, Braniff, Lufthansa og Air Canada.

10 af þessum flugfélög hættu við pantanir sínar árið 1973 og nokkur drógu þær til baka árið 1972 og árið 1975.

Flugskýlið, þar sem fyrsta Concorde-þotan var dregin út í dagsljósið þann 11. desember 1967, stendur ennþá á sínum stað á athafnarsvæði Airbus í Toulouse og enn þann dag í dag má sjá útlínur með merkjum flugfélaganna sextán á veggnum inn í skýlinu núna hálfri öld síðar.

Nokkur af þeim flugfélögum sem höfðu pantað Concorde-þotuna á sjöunda áratugnum en hættu flest við í byrjun þess áttunda







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga