flugfréttir
Kínverska ARJ21 þotan í prófunum í Keflavík
- Verður í prófunum í hliðarvindi næstu vikurnar
ARJ21-700 þotan á Keflavíkurflugvelli í kvöld / Ljósmynd: Sigurður Björgvin Magnússon
Ein af nýjustu farþegaþotum Kínverja, ARJ21 þotan frá Comac, er nú stödd á Íslandi en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli á sunnudag.
Vélin hefur verið í flugprófunum á Norðurlöndunum frá því í seinustu viku og er þetta fyrsta flug ARJ21 þotunnar
til Evrópu.
ARJ21 þotan verður hér á landi í nokkrar vikur í flugprófunum en vélin verður eingöngu í prófunum í hliðarvindi og
er nú beðið eftir að það fari að hvessa.
„Þeir eru að gera allt klárt fyrir mælitæki og setja upp búnað sem þarf til mælinga og svo á morgun verður farið í flug
til að leyfa flugmönnunum að kynnast flugvellinum og svo byrja sjálfar hliðarvindslendingarnar á föstudag ef veður leyfir“, segir Ingimar Ingimarsson.
ARJ21 þotan verður við prófanir á Keflavíkurflugvelli fram í síðustu vikuna í mars
Tilraunaþotan, sem ber skráninguna B-001Q, kom hingað til lands frá Bergen í Noregi en þangað kom
vélin frá Helsinki sem var fyrsti viðkomustaður vélarinnar í Skandinavíu.
„Hún þarf að hafa hliðarvind upp á 22 til 32 hnúta sem eru kröfurnar. Það merkilega er að þennan vind er ekki hægt
að finna í Kína. Það er ekki svona hvasst þar. Þessvegna koma þeir alla leið hingað“, segir Ingimar en þess má geta að nokkrar af nýjustu þotum Airbus hafa komið hingað til lands til að nýta íslenska rokið til prófanna í hliðarvindi.
ARJ21 stendur fyrir „Advanced Regional Jet of the 21st Century“ en hönnun vélarinnar hófst árið 2002
og átti þotan upphaflega að koma á markað árið 2005 en 8 ára seinkun varð á framleiðslunni og var fyrsta
eintakið ekki afhent fyrr en árið 2015.
ARJ21 þotan kom á markaðinn júní 2016
Tíu þotur hafa verið smíðaðar og er kínverska flugfélagið Chengdu Airlines eina flugfélagið sem hefur fengið
þotuna afhenta og er félagið komið með fjórar þotur.
ARJ21 er ætlað að etja kappi við farþegaþotur frá Embraer og CRJ og CSeries-þoturnar frá Bombardier
en aðeins kínversk flugfélög hafa pantað þessa flugvélategund auk tveggja pantanna frá Kongó og Indónesíu.
ARJ21 þotan eru eingöngu ætluð fyrir innanlandsflug en vélin hefur flugdrægi upp á 3.700 kílómetra og getur vélin
því flogið milli flestra borga borga í Kína en þess má geta að eitt lengasta áætlunarflug í Kína tekur 6:30 klukkustundir sem er flugið milli borganna Guangzhou og Kashgar.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.