flugfréttir
Kínverska ARJ21 þotan í prófunum í Keflavík
- Verður í prófunum í hliðarvindi næstu vikurnar

ARJ21-700 þotan á Keflavíkurflugvelli í kvöld / Ljósmynd: Sigurður Björgvin Magnússon
Ein af nýjustu farþegaþotum Kínverja, ARJ21 þotan frá Comac, er nú stödd á Íslandi en þotan lenti á Keflavíkurflugvelli á sunnudag.
Vélin hefur verið í flugprófunum á Norðurlöndunum frá því í seinustu viku og er þetta fyrsta flug ARJ21 þotunnar
til Evrópu.
ARJ21 þotan verður hér á landi í nokkrar vikur í flugprófunum en vélin verður eingöngu í prófunum í hliðarvindi og
er nú beðið eftir að það fari að hvessa.
„Þeir eru að gera allt klárt fyrir mælitæki og setja upp búnað sem þarf til mælinga og svo á morgun verður farið í flug
til að leyfa flugmönnunum að kynnast flugvellinum og svo byrja sjálfar hliðarvindslendingarnar á föstudag ef veður leyfir“, segir Ingimar Ingimarsson.

ARJ21 þotan verður við prófanir á Keflavíkurflugvelli fram í síðustu vikuna í mars
Tilraunaþotan, sem ber skráninguna B-001Q, kom hingað til lands frá Bergen í Noregi en þangað kom
vélin frá Helsinki sem var fyrsti viðkomustaður vélarinnar í Skandinavíu.
„Hún þarf að hafa hliðarvind upp á 22 til 32 hnúta sem eru kröfurnar. Það merkilega er að þennan vind er ekki hægt
að finna í Kína. Það er ekki svona hvasst þar. Þessvegna koma þeir alla leið hingað“, segir Ingimar en þess má geta að nokkrar af nýjustu þotum Airbus hafa komið hingað til lands til að nýta íslenska rokið til prófanna í hliðarvindi.
ARJ21 stendur fyrir „Advanced Regional Jet of the 21st Century“ en hönnun vélarinnar hófst árið 2002
og átti þotan upphaflega að koma á markað árið 2005 en 8 ára seinkun varð á framleiðslunni og var fyrsta
eintakið ekki afhent fyrr en árið 2015.

ARJ21 þotan kom á markaðinn júní 2016
Tíu þotur hafa verið smíðaðar og er kínverska flugfélagið Chengdu Airlines eina flugfélagið sem hefur fengið
þotuna afhenta og er félagið komið með fjórar þotur.
ARJ21 er ætlað að etja kappi við farþegaþotur frá Embraer og CRJ og CSeries-þoturnar frá Bombardier
en aðeins kínversk flugfélög hafa pantað þessa flugvélategund auk tveggja pantanna frá Kongó og Indónesíu.
ARJ21 þotan eru eingöngu ætluð fyrir innanlandsflug en vélin hefur flugdrægi upp á 3.700 kílómetra og getur vélin
því flogið milli flestra borga borga í Kína en þess má geta að eitt lengasta áætlunarflug í Kína tekur 6:30 klukkustundir sem er flugið milli borganna Guangzhou og Kashgar.


15. ágúst 2022
|
Flugfélagið SAS (Scandinavian Airlines) hefur tryggt sér brúarlán upp á 96 milljarða frá fyrirtækinu Apollo Global Management til þess að endurfjármagna rekstur félagsins.

13. júlí 2022
|
Boeing segir að framleiðsluafköstin við smíði Boeing 737 MAX þotnanna sé komin upp í 31 þotu á mánuði auk þess sem framleiðandinn afhenti 51 þotu af þessari gerð í síðasta mánuði og hafa eins margar

15. júlí 2022
|
Bandaríska samgönguöryggisstofnunin (TSA) hefur tilkynnt að búið sé að bæta við nýjum valmöguleika varðandi kyn sem farþegar geta valið er þeir forskrá sig til að fá forgang í gegnum öryggisleit á b

17. ágúst 2022
|
Flugþjálfunarfyrirtækið CAE og ástralska flugfélagið Qantas hafa undirritað samning um nýtt þjálfunarsetur sem mun rísa í Sydney í Ástralíu.

16. ágúst 2022
|
Breska flugfélagasamteypan IAG (Internatioan Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt 20 prósenta hlut í flugfélaginu Air Europa en um er að ræða lán í móðurfélaginu sem bre

15. ágúst 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) óska nú eftir því að starfslokaaldur atvinnuflugmanna verði hækkaður í von um að það muni auðvelda flugfélögum að hafa næga flugmenn á sama tíma og spár gera ráð f

15. ágúst 2022
|
Flugfélagið SAS (Scandinavian Airlines) hefur tryggt sér brúarlán upp á 96 milljarða frá fyrirtækinu Apollo Global Management til þess að endurfjármagna rekstur félagsins.

12. ágúst 2022
|
Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé liðinn og muni það núna heyra sögunni til að hægt sé að bóka flug fyrir aðeins 10 evrur aðra leiðina.

11. ágúst 2022
|
Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr mun á næstunni segja upp yfir 200 flugmönnum sem starfa hjá félaginu og þar á meðal þeim flugmönnum sem starfa hjá dótturfélögunum AirBridgeCargo og Atran.

10. ágúst 2022
|
Malaysia Airlines er sagt ætla að festa kaup á tuttugu A330neo breiðþotum sem ætlað er að leysa af hólmi eldri þotur í flota flugfélagsins.

9. ágúst 2022
|
Sagt er að nokkur rússnesk flugfélög, og þar á meðal ríkisflugfélagið Aeroflot, séu farin að rífa niður farþegaþotur í sínum flugflota til þess að nálgast varahluti og halda öðrum flugvélum í flotan