flugfréttir

WOW air til Nýju-Delí á Indlandi

- Fyrsta beina áætlunarflugið til Asíu hefst í desember

15. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:10

Fyrsta flug WOW air til Indlands mun hefjast þann 6. desember 2018

WOW air mun rjúfa Asíumúrinn í vetur með því að hefja beint flug til Nýju-Delí á Indlandi í desember á þessu ári en það verður í fyrsta sinn sem íslenskt flugfélag mun hefja flug til Asíu og einnig fyrsta áætlunarflugið milli álfunnar og Íslands.

Hingað til hafa Íslendingar, sem hafa ætlað sér að ferðast til Asíu, þurft að fara með tengiflugi til Evrópu og hafa margir flogið til Kaupmannahafnar, Helsinki, London, París eða til Frankfurt til að halda áfram til Asíu.

Seinustu mánuði hefur verið vitað að WOW air myndi hefja flug til Indlands og hefur undirbúningur fyrir flugið staðið yfir í nokkurn tíma með fundum með indverskum stjórnvöldum.

Með fluginu eiga Íslendingar tækifæri á að fljúga beint til Indlands auk þess sem Bandaríkjamönnum gefst kostur á að fljúga frá níu bandarískum borgum til Nýju-Delí með viðkomu á Íslandi en aðeins er boðið upp á beint flug frá fjórum bandarískum borgum til Indlands sem eru San Francisco, Chicago, New York og Washington.

„Aldrei fyrr hefur verið boðið upp á beint áætlunarflug til Indlands frá Íslandi og það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu. Indland er land mikillar sögu og menningar og það fá farþegar okkar að upplifa á frábærum verðum, í glænýjum flugvélum,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air.

Flugfreyja WOW air fyrir utan Taj Mahal

WOW air mun hefja flug til Nýju-Delí þann 6. desember næstkomandi og verður flogið þangað með nýjum Airbus A330neo þotum og er sala farmiða nú þegar hafin.

Flugtíminn frá Keflavíkurflugvelli til Nýju-Delí verður 1o klukkustundir en heimflugið mun taka um 11 klukkustundir og 50 mínútur.

Flugleiðin er alls 7.630 kílómetrar (4.120 nm) miðað við beina fluglínu sem liggur beint til austurs yfir norðurhluta Skandinavíu, Rússlands, Kazakhstan, Tajikistan og Pakistan.

Flogið verður á Indira Ghandi flugvöllinn sem er alþjóðaflugvöllurinn í Nýju-Deli sem er stærsti flugvöllurinn á Indlandi er kemur að farþegafjölda og sextándi stærsti flugvöllur heims en í fyrra fóru um 63 milljónir farþega um völlinn.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga