flugfréttir
Komnar til Íslands eftir langt ferjuflug frá Flórída
- Nýju Piper Archer DX flugvélar Flugskóla Íslands eru aðeins 10 daga gamlar

Það tók aðeins fimm sólarhringa að fljúga vélunum til Íslands frá Piper-verksmiðjunum í Vero Beach í Flórída
Það ríkti mikil gleði í hádeginu í dag er Flugskóli Íslands fékk í hendurnar tvær splunkunýjar kennsluvélar sem lentu á Reykjavíkurflugvelli eftir langt ferðalag frá verksmiðjum Piper í Bandaríkjunum.
Um er að ræða tvær Piper Archer DX flugvélar sem koma beint úr kassanum frá Piper-verksmiðjunum í Flórída en flugvélunum
tveimur var flogið samtímis til landsins á aðeins fimm dögum.
Það voru fjórir þaulreyndir flugmenn sem héldu utan vestur um haf til Flórída þann 7. ágúst til þess að sækja flugvélarnar fyrir Flugskóla Íslands en flugmennirnir eru þeir Óli Öder, Sigurður Ásgeirsson, Hákon Öder Einarsson og Andri Jóhannesson.

Slökkvibílar mynduðu heiðursvatnsboga þegar vélarnar óku af flugbrautinni og í átt að hlaði Flugskóla Íslands
Við tók langt ferðalag þar sem flogið var úr suðrænum hita innan um pálmatré í Flórída, alla leið upp eftir austurströnd
Bandaríkjanna og alveg upp á hjara veraldar á Baffinseyju og því næst yfir til Íslands með viðkomu á Grænlandi.
Flugvélarnar tvær bera skráninguna TF-IFH og TF-IFI, eða „Ingi Friðrik Halldór“ og Ingi Friðrik Ingi“, eins og íslenskir flugmenn eiga eftir að heyra á tíðninni á Reykjavíkurflugvelli á næstunni og einnig víðar um land.
Vélarnar eru aðeins 10 daga gamlar og voru þær varla komnar af færibandinu er hópurinn kom til þess að sækja vélarnar í verksmiðjurnar í Vero Beach en verið var að leggja lokahönd á að setja merkingarnar á skrokkinn þegar þangað var komið.

Flugmennirnir fjórir, Óli Öder, Hákon Öder Einarsson, Sigurður Ásgeirsson og Andri Jóhannesson, stilla sér upp fyrir framan TF-IFI í blíðunni í dag
Koma sér vel í blindflugskennslu
Flugvélarnar verða notaðar við blindflugskennslu hjá Flugskóla Íslands í atvinnuflugmannsnámi og eiga þær sérstaklega eftir að nýtast vel í samtvinnaða atvinnuflugmannsnáminu.
Baldvin Birgisson, skólastjóri Flugskóla Íslands, segir í samtali við Alltumflug.is að það sé mjög góð tilfinning að fá
nýju flugvélarnar heim.

Baldvin Birgisson, skólastjóri Flugskóla Íslands
„Við fengum þessar vélar á 6 mánuðum frá því þær voru pantaðar en í dag er annars 2 ára bið hjá Piper Aircraft“, segir Baldvin en skólinn náði að fá afhendingarpláss þar sem annar viðskiptavinur hafði hætt við.
„Þetta er eitthvað sem okkur hefur lengi dreymt um sem er að fá fullkomnar vélar til þess að æfa blindflug og
cross-country flug. Núna er miklu meira blindflug í „intergrated“ náminu sem við erum með og grunnblindflugið
verður kennt á þessar vélar“, segir Baldvin.
Hafa flugþol upp á 8 klukkustundir
Með Piper-flughermi og tveggja hreyfla Piper Seminole flugvél mun Flugskóli Íslands geta boðið upp á Piper-umhverfi
í allri blindflugskennslu.
Þá verður eldsneytiskostnaðurinn einnig lægri samanborið við sambærilegar vélar en nýju Piper Archer DX vélarnar
eyða aðeins 5 gallonum á klukkustund sem skilar 850 mílna drægni (1.570 km) á fullum tönkum með flugþol upp á 8 tíma.
Aldrei kom til greina að flytja flugvélarnar til landsins í gámi en Baldvin segir að skoðaður var sá möguleiki að setja
ferjutank í vélarnar en þær hafa 8 klukkustunda flugþol þannig ekki þurfti að breyta vélunum neitt fyrir ferjuflugið til Íslands.

Alls var ferðalagið um 4.800 mílur sem samsvarar 8.889 kílómetrum
„Þær eru búnar að fljúga núna 4.800 sjómílur á leiðinni heim. Flogið á hverjum degi og 47 klukkutímar frá Vero Beach
verksmiðjunni í Flórída um austurströndina, Labrador, Kanada og yfir um Grænland“, segir Baldvin.
„Piper kom alltaf til greina frá upphafi“
„Hún kom alltaf til greina og við vorum búnir að skoða markaðinn mjög vel. Valið hjá okkur stóð á milli þessarar
og Skyhawk sem hefði legið við þar sem við höfum þær ennþá í dag. En við töldum þessa hafa vinninginn þar
sem Seminolinn og flughermirinn eru einnig Piper“, segir Baldvin.
Piper Archer DX er nýjasta kynslóð af Archer-vélinni sem kom fyrst á markaðinn sem Piper Challenger árið 1971 en nafni vélarinar var breytt í Archer þremur árum síðar.
Vélarnar eru búnar sparneytnum Continental CD-155 dísel mótor og koma með fullkomnum Garmin 1000 flugleiðsögutækjum með Aspen EFD 1000 flugleiðsögutæki til vara.

Stjórnklefinn í Piper Archer DX flugvélunum
Sigurður Ásgeirsson, sem var einn fjórmenninganna sem flugu vélunum heim, segir að margt áhugavert hafi orðið á vegi þeirra í ferðalaginu og þar á meðal sáu þeir ísbjörn.
„Við fórum bara úr algjörri „tropical paradís“ yfir í heimskautabyggð og það var virkilega gaman að sjá breytinguna
á landslaginu á ferðinni. Það vantaði bara 1.000 kílómetra upp á að við værum komnir á Norðurpólinn“, segir Sigurður
Ásgeirsson í samtali við Alltumflug.is sem var ekki að fara í sitt fyrsta ferjuflug en lengsti leggur ferðarinnar var frá Wilmington í Norður-Karólínu til Syracuse í New York.
Það kom ýmsilegt upp á í ferðinni en þó ekkert sem tengdist fluginu sjálfu þar sem flugið gekk allan tímann mjög
vel fyrir sig en verst var þó veðrið á leiðinni á milli Baffinseyju og Grænlands og þá var lægð og töluverð ókyrrð á milli Grænlands og Íslands.

Báðar flugvélarnar verða teknar í notkun í flugkennslu í næstu viku
Til stóð að lenda á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi en þar sem flugvélarnar komu rétt fyrir miðnætti til landsins, og Reykjavíkurflugvöllur lokar fyrir flugumferð klukkan 23:00, var þess í stað ákveðið að lenda í Keflavík.
Við tekur pappírsvinna hjá Samgöngustofu og á Baldvin von á því að flugvélarnar verði teknar í notkun í flugkennslu strax í næstu viku.
Hér að neðan má sjá myndir sem teknar voru er Piper Archer DX vélarnar tvær lentu á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu
en tveir slökkvibílar tóku á móti vélunum með vatnsboga eins og tíðkast þegar um sérstakt tilefnisflug er að ræða.








































4. janúar 2023
|
Margir hagsmunaaðilar í flugiðnaðinum í heiminum, flugfélög og fyrirtæki sem koma að flugrekstri hafa lýst yfir þokkalegri bjartsýni varðandi árið 2023 og eru margir sem telja að flugið eigi eftir a

1. desember 2022
|
Talið er að orsök þess að fjögur dekk sprungu í lendingu á farþegaþota af gerðinni Airbus A320 í Rússlandi í byrjun nóvember hafi verið sú að annar flugmaður þotunnar setti flugtöskuna sína ofan á st

21. nóvember 2022
|
Airbus hefur sent frá sér tilmæli til þeirra flugfélag og flugrekstaraðila sem hafa Airbus A220 þotur í flota sínum.

3. febrúar 2023
|
British Airways hefur sent út ströng fyrirmæli til flugmanna og annarra áhafnarmeðlima er kemur að því að deila myndum á samfélagsmiðlum og sjálfum („selfie“) á miðla á borð við Facebook, Instagram

3. febrúar 2023
|
Svo virðist sem að Airbus og Qatar Airways hafa grafið stríðsaxirnar og náð sáttum í næstum tveggja ára deilu er varðar galla á málningu og yfirlagi á Airbus A350 þotunum í flota Qatar Airways en dei

3. febrúar 2023
|
Kínverska flugfélagið Hainan Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotunum og er félagið því annað flugfélagið í Kína til þess að byrja að fljúga þeim á ný eftir kyrrsetningu þeir

1. febrúar 2023
|
Flugfreyja hjá British Airways var handtekin á dögunum á Gatwick-flugvellinum í London eftir að grunur lék á að hún væri undir áhrifum áfengis og mögulega annarra fíkniefna er hún var við störf um bo

1. febrúar 2023
|
Flugfélagið airBaltic hefur formlega hætt með Bombardier Dash 8 Q400 flugvélarnar eftir 12 ára notkun en þeirri síðustu hefur verið skilað til þeirrar flugvélaleigu sem átti vélarnar.

1. febrúar 2023
|
Dagar norska lágfargjaldafélagins Flyr eru taldir en flugfélagið fór í gær fram á gjaldþrotaskipti eftir innan við 600 daga starfsemi.

31. janúar 2023
|
Norska flugfélagið Flyr er sagt vera á barmi gjaldþrots og hefur flugfélagið lýst því yfir að reksturinn sé í mjög alvarlegri stöðu þar sem ekki tókst að verða út um það fé sem vonast var til.

31. janúar 2023
|
Samgönguráðuneytið í Bretlandi hefur afnumið allar undanþágur sem gerðar voru á nýtingu og notkun á lendingar- og afgreiðsluplássum á breskum flugvöllum vegna heimsfaraldursins.