flugfréttir

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

- Lentu allir í slysum fyrr á lífsleiðinni en fengu vængi sína á ný

14. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 21:51

Félagarnir þrír, Paolo Pocobelli, Guillaume Féral og Mike Lomberg, voru allir flugmenn áður en þeir lentu í slysum sem batt endi á flugferilinn á tímabili en þeir létu það ekki stöðva

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður ferðalagið um 80.000 kílómetrar.

Flugmennirnir þrír, þeir Paolo Pocobelli, Guillaume Féral og Mike Lomberg, ætla með þessu að sýna fram á að það er fátt sem stöðvar hreyfihamlaða að ná takmörkum sínum en þremenningarnir, sem allir notast við hjólastól í dag, voru allir flugmenn áður en líf þeirra breyttist í kjölfar slysa.

Þremenningarnir tilheyra samtökunum Handiflight og verður lagt af stað í hnattflugið frá Genf í Sviss þann 18. nóvember næstkomandi og verður tilgangur heimsflugsins að safna fé fyrir samtökin Handicap International og vekja athygli á getu lamaðra og hreyfihamlaðs fólks þegar kemur að nýjum áskorunum.

Hnattflugið hefst þann 18. október í Genf

Það er þýski flugvélaframleiðandinn Flight Design og alþjóðasamtök Lions sem eru aðalstyrktaraðilar hnattflugsins en flugmennirnir munu fljúga kringum jörðina á CTLS fisflugvélum sem er tveggja sæta sportfisflugvél með einum hreyfli en vélarnar eru sérútbúnar með handstjórnun fyrir hliðarstýri meðal annars og er „ruddernum“ því ekki stjórnað með fótunum.

Mike Lomberg og Gauillaume Féral verða fyrstu hreyfihömluðu flugmennirnir, sem eru lamaðir fyrir neðan mitti, til þess að fljúga í kringum jörðina en Lomberg lærði að fljúga þegar hann var 19 ára gamall en síðar á ævinni lenti hann í bílslysi og ákvað hann strax að láta það ekki hafa áhrif á ástríðu hans fyrir flugi.

Hnattflugið mun taka þá félaga niður eftir Evrópu að Afríku, yfir Sádí-Arabíu, yfir til Indlands, gegnum Burma, Thaíland, Malasíu, Indónesíu, hringinn í kringum Ástralíu að Perth og áfram austur til Sydney, gegnum Nýja-Sjáland og yfir til Suður-Ameríku.

Flugvélarnar tvær sem munu fara í hnattflugið, HB-WYA og HB-WYB, á flugi yfir Genf í apríl

Þaðan verður flogið upp eftir Mið-Ameríku og Mexíkó, gegnum Bandaríkin til austurs og frá Nýfundnalandi til Portúgals með viðkomu á Asóreyjum en á öðru korti, á vefsíðu Handiflight, kemur fram að þeir félagar munu koma við á Íslandi.

Um flugmennina þrjá

Paolo Pocobelli er 48 ára ítalskur flugmaður en árið 1994 slasaðist hann í fallhlífarstökki, þremur árum eftir að hann lauk einkaflugmannsprófi. Í dag starfar hann sem flugkennari í Verona og hefur hann atvinnuflugmannsréttindi og er hann með 4.200 flugtíma að baki.

Flugmennirnir þrír, Paolo Pocobelli, Gauillaume Féral og Mike Lomberg

Gauillaume Féral, sem hefur um 2.000 flugtíma, er 58 ára flugmaður, fæddur á Madagascar, en hann lærði flug þegar hann var 19 ára á eyjunni Réunion í Indlandshafi.

Féral lærði svifflug í fyrsta sinn árið 1985 en í öðru sólófluginu brotlenti hann svifflugvélinni og lamaðist hann í því slysi. Hann byrjaði að fljúga á ný eftir að hann fékk einkaflugmannsleyfið sitt endurnýjað fjórum árum síðar eftir endurhæfingu og byrjaði hann að fljúga flugvélum sem voru sérútbúnnar fyrir hreyfihamlaða.

Gauillaume Féral komin í stjórnklefann á CTLS flugvélinni

Mike Lomberg, sem hefur 3.850 flugtíma, ólst upp í Höfðaborg í Suður-Afríku en hann gekkst til liðs við suður-afríska flugherinn og árið 1978 og flaug hann bæði þyrlum og herflugvélum og þar á meðal Dakota DC-3.

Lomberg var tilraunaflugmaður og kom að flugtilraunum á Rooivalk og Oryx þyrlunum á níunda áratugnum en eftir umferðarslys árið 1990 flaug hann ekki meira í bili eða þar til hann kynntist flugvélum, sem voru sérútbúnar fyrir hreyfihamlaða, sem gaf honum vængi á ný.

Hægt er að fylgjast með ævintýri þremenninganna á fésbókarsíðunni Handiflight around the world

Fleiri myndir:











  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga