flugfréttir

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

- Útvaldir fá flugvallarpassa í sjálfboðastarfi

14. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 21:58

Flugáhugamenn við Heathrow-flugvöllinn

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa augun opin og láta vita ef þeir sjá til einhverra sem eru að fljúga drónum í nágrenni flugvallarins eða til grunsamlegra mannaferða.

Á hverjum degi eru margir sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að berja flugvélar augum en hvergi í Bretlandi er eins mikil flóra af flugvélum sem lenda og taka á loft líkt og á Heathrow-flugvelli sem laðar að flugáhugamenn.

Fjöldi flugáhugamana og ljósmyndara dvelja við Heathrow-flugvöll klukkutímum saman og vill lögreglan í Bretlandi virkja þennan hóp þar sem þeir sjá margt sem flugvallaryfirvöld ná ekki að koma auga á.

Færsla á Twitter-síðu London Met Police

Þá geta þeir sem vilja ganga skrefinu lengra við að aðstoða lögreglu gerst sjálfboðaliðar með því að taka þátt í verkefninu „Heathrow Airport Watch“ - „Tilgangurinn er sá að fá aðstoð við að koma í veg fyrir glæpi eða hryðjuverk með því að láta flugáhugamenn tilkynna tafarlaust ef þeir sjá einhverjar grunsamlegar mannaferðir eða eitthvað sem lítur út fyrir að vera óeðlilegt“, segir í tilkynningu frá lögreglu.

Þátttakendur í verkefninu fá passa með ljósmynd sem þeir setja um hálsinn á sér auk vestis en með því eru þeir auðþekkjanlegir af lögreglu og öryggisvörðum.

Umsækjendur þurfa að greiða 7.50 sterlingspund sem nemur 1.100 krónum vegna framleiðslu á aðgangspössum og þá er farið fram á að flugáhugamenn, sem taka þátt í verkefninu, kynni sér fræðsluefni um lög og reglur er kemur að umferð á flugvallarsvæðinu.

Verkefnið gengur út á að fyrirbyggja að sambærileg drónaárás endurtaki sig líkt og sú sem átti sér stað rétt fyrir jólin er tveimur drónum var flogið ítrekað yfir Gatwick-flugvöll sem varð til þess að flugumferð um völlinn lá niðri á annan sólarhring.

Lögreglan í Lundúnum tekur sérstaklega fram að ekki sé um launað starf að ræða heldur einungis sjálfboðavinnu og notar lögreglan hashmerkið #AvGeek til að ná til flugáhugamanna.

Flugljósmyndari við Myrtle Avenue götuna rétt hjá Heathrow-flugvelli







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga