flugfréttir

Qantas vill hækka vaktatíma flugmanna upp í 23 stundir

- Þurfa lengri vaktatíma fyrir beint flug milli Sydney og London

6. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:41

Lengsta flug Qantas í dag er beint flug félagsins frá Perth til London Heathrow sem tekur um 17 klukkustundir

Ástralska flugfélagið Qantas reynir nú að fá undanþágu frá flugmálayfirvöldum í Ástralíu til þess að breyta lögum um vaktatíma flugmanna til þess að geta flogið eitt lengsta beina áætlunarflug sögunnar.

Qantas stefnir á að hefja beint flug milli Sydney og London sem tæki 21 klukkustund og þá mögulega með þotum á borð við Boeing 777-8 eða Airbus A350-1000.

Þær þotur munu hafa flugþol upp á yfir 21 klukkustund sem myndi gert Qantas kleift að fljúga slíkar vegalengdir án þess að hafa viðdvöl á leiðinni en félagið hefur í mörg ár flogið milli Sydney og London Heathrow með viðkomu ýmist í Singapore eða í öðrum borgum í Asíu sem gerir heildarflugtímann að 23 klukkustundum.

Þótt að Qantas væri komið með flugvélar með slíkt flugþol þá stendur félagið frammi fyrir því að í fluginu eru reglugerðir varðandi hámarks vaktatíma og hvíldartíma áhafna en samkvæmt áströlskum reglugerðum í fluginu þá má vaktatími flugmanna ekki fara yfir 20 klukkustundir.

Boeing 787-9 þota Qantas í lendingu á flugvellinum í Perth eftir flug frá London Heathrow

Þar með talið er sá tími sem fer í að ferðast til og frá vinnu og undirbúningur flugsins á jörðu niðri auk þess tíma sem telst til vinnu eftir lendingu sem dugar því ekki til er kemur að flugi sem varir í 20 klukkustundir.

Ljós er að þörf er á vaktatíma flugmanna upp á 23 klukkustundir til að gera þetta lengsta, beina áætlunarflug að veruleika.

„Við höfum ekki leyfi til þess að notfæra okkur eins langan vinnutíma og slíkt flug krefst þannig það þarf að semja um þetta og láta flugmálayfirvöld leggja blessun sína yfir það áður en farið er af stað með svona langt flug“, segir Alan Joyce, framkvæmdarstjóri Qantas.

Joyce segir að ef undantekning verður gerð á vaktartíma flugmanna vegna beins flugs milli Sydney og London þá geti félagið lagt inn pöntun í annaðhvort Boeing 777-8 eða Airbus A350-1000 fyrir lok ársins og verður hægt að hefja fyrsta beina flugið árið 2022.

„Tæknin hefur breyst en mannleg geta hefur alltaf verið sú sama“

Qantas stefnir á að hefja beint flug milli Sydney og London árið
2022

Qantas flýgur nú þegar beint flug milli Perth og London en það flug tekur 17 klukkustundir og eru fjórir flugmenn um borð í flugi sem skipta á milli sín vöktum.

Peter Gibson, talsmaður flugmálayfirvalda í Ástralíu, segir að stofnunin sé að skoða málið og verður ákvörðunin að hluta til byggð á niðurstöðum úr rannsókn um þreytu meðal þeirra flugmanna sem eru í dag að fljúga beina flugið milli Perth og London.

Niðurstaðan gæti orðið sú að 21 tíma vaktir verða leyfðar, beiðninni hafnað, vaktatíminn yrði styttur frá því sem hann er nú, eða farið fram á reyndari áhafnir eða að hvíldartími yrði lengdur.

„Tæknin hefur breyst en geta mannsins og takmörkun hennar er sú sama og þegar Wright-bræður flugu fyrsta flug sögunnar. Við verðum fyrst að átta okkur á þeim áhrifum sem svona „súper löng“ flug hafa á flugmenn“, segir Mark Sedwick, yfirmaður flugmannafélags Qantas.

Samgönguyfirvöld í Ástralíu birtu nýlega niðurstöður úr könnun sem leiddi í ljós að 60% flugmanna, sem fljúga mjög löng flug, hafa upplifað þreytu og í mörgum tilfellum hafa flugmenn verið mjög þreyttir á löngum flugferðum.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga