flugfréttir

24 milljónir í verðlaunafé fyrir lausn á Bonanza-vandamáli

- Óska eftir nýrri og ódýrari aðferð við húðun á stjórnflötum á V-stéli

13. maí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 08:25

Beech Model 35 Bonanza flugvélarnar koma með sérstöku stéli sem hegðar sér öðruvísi en hefðbundin stél

Samtök Bonanza-flugvélaeiganda í Bandaríkjunum (American Bonanza Society) hafa ákveðið að bjóða samtals 200.000 bandaríkjadali í verðlaunafé til þess aðila sem getur komið með lausn á vandamáli með „hliðar-og hæðarstýri“ (V-stéli) á þeim Beech Bonanza flugvélum sem koma með slíku stéli.

V-stél, sem þekkist einnig undir nafninu „Ruddervator“, er V-laga stél sem sameinar eiginleika hliðarstýris og hæðarstýris en vandamálið snýst um að mjög hár kostnaður fer oft í að endurnýja og laga magnesíum-húðun á stjórnflötunum á V-stélum á Bonanza-flugvélum.

Magnesíum tærist mun fyrr í andrúmsloftinu og að þurfa að viðhalda húðuninni á „Ruddervators“ er þekkt vandamál en hinsvegar eru engar aðferðir viðurkenndar aðrar en að endurhúða stjórnfletina í heilu lagi.

Hár kostnaður getur farið í að endurnýja húðun sem tærist hraðar

„Vegna þess hversu sérstakt stélið er á þessum flugvélum sem eru með eiginleika, sem eiga sér enga hliðstæðu, þá þurfa stýrisfletir á V-stélum á Bonanza-vélunum að vera mjög nákvæmlega jafnvægisstilltir er kemur að loftflæði og þá aðallega með tilliti að fyrirbyggja „flutter“. Þess vegna þurfa „ruddervators“ að vera úr frekar léttu efni til að minnka þyngdina á stélhlutanum“, segir aðili innan samtakanna.

Leitast er eftir lausn hvort sem er í formi þess að skipta um húðunina að hluta til eða öllu leyti, svo lengi sem að það uppfylli kröfur um þyngdardreifingu og fyrirbyggi „flutter“ og án þess að breyta heildarþyngd vélarinnar eða jafnvægi hennar.

Beech Model 35 Bonanza flugvélin

Farið er fram á að lausnin innihaldi áreiðanlegt efni hvort sem það sé gert úr magnesíum, flugvélamálmi, samsettu efni eða langtímahúðun og er skilyrði að kostnaðurinn sé innan ásættanlegra marka.

Verðlaunin í tengslum við verkefnið nefnast „ABS/ASF Manny Maciel Structure Engineers Prize“ og verða fyrst veitt verðlaunum fyrir fimm aðila sem hvort um sig fá 20.000 bandaríkjadali til að koma með fyrstu hugmyndir, hvort sem um er að ræða teymi flugvirkja, verkfræðinga, hóp nemenda í flugvélaverkfræði eða einkaaðila í hópum eða aðila sem bjóða sig fram sem einstaklingar einir og sér.

Í lýsingu segir að farið sé fram á hönnun á nýrri lausn í stað þeirrar aðferðar sem hefur verið notuð hingað til að skipta um húðun á stjórnflötum á V-stéli sem þarf að uppfylla kröfur bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) varðandi jafnvægi og flutter og er um að ræða lausn fyrir þær Beechcraft Bonanza flugvélar sem framleiddar voru á árunum 1947 til 1949, frá árinu 1950 til 1963 og frá 1964 til 1982.

Bonönzur í hópflugi í Bandaríkjunum

Að lokum verður besta hugmyndin valin og fær sá aðili verðlaunafé upp á 100.000 bandaríkjadali, sem samsvarar 12.1 milljón króna ef lausnin hlýtur grænt ljós frá FAA er kemur að endurnýjun á húðun á stjórnfleti fyrir V-stél á öllum tegundum af Beech Model 35 Bonanza-flugvélum án þess að miklar breytingar verði á þyngd og eiginleikum vélarinnar.

Þá má verðlaunahugmyndin ekki kosta meira en sem nemur 20% hækkun á kostnaði af núverandi aðferð.

Fram kemur að frestur til að skila inn tillögu sé til 31. desember árið 2025 og er því nægur tími til stefnu en nánar má lesa um málið á vefsíðunni Bonanza.org







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga