flugfréttir

Fjölbreytt flóra á Flightradar24 í morgun

22. júlí 2019

|

Frétt skrifuð kl. 11:44

Það er oft mikið um að vera á Flightradar24 í kringum Ísland en suma daga er flogið meira en aðra

Segja má að margar tegundir af flugi og flugvélar af flestum stærðum og gerðum hafi verið í loftinu á Flightradar24.com á ellefta tímanum morgun í kringum og við Ísland enda viðrar bæði vel til flugs, bæði fyrir einkaflugvélar og flugvélar sem eru að fljúga í öðrum tilgangi, auk þess sem sumaráætlun flugfélaganna er í fullum gangi.

Fyrir norðan var Boeing 737 þota frá Transavia að hefja sig á loft frá Akureyrarflugvelli áleiðis til Rotterdam um svipað leyti sem Twin Otter flugvél frá Norlandair var á leið út Eyjafjörðinn til Constable Point á Grænland.

Boeing 737 þota Transavia í flugtaksbruni í morgun á flugvellinum á Akureyri á leið til Rotterdam í Hollandi

Auk þess voru tvær King Air flugvélar á svipuðum slóðum í Eyjafirðinum, annars vegar sjúkraflugvél Mýflugs að taka á loft á braut 01 á leið til Reykjavíkur og flugvél Isavia, TF-FMS, við mælingar og prófanir í Eyjafirðinum.

Á sama tíma sunnan heiða var Air Iceland Connect að hefja sig á loft á leið til Ilulissat og þá hafa margar einkaflugvélar og kennsluflugvélar flogið vestur á land þar sem skýjahæð og sjónflugsskilyrði hafa verið mun betri á Vesturlandi í morgun heldur en á Suðurlandi.

TF-MYA, sjúkraflugvél Mýflugs, að nálgast Reykjavík klukkan 10:51 í morgun

Á ellefta tímanum fóru einnig nokkrar erlendar einkaflugvélar í loftið frá Reykjavíkurflugvelli vestur um haf sem hafa haft viðdvöl á Íslandi og þar á meðal þrjár einshreyfils Socata-flugvélar sem hingað komu allar til lands í gær frá Wick á Skotlandi.

Samtímis á Suðurlandi var Airbus A220 (Cseries) þota frá Air Baltic yfir Mýrdalsjökli á leið til Riga á meðan Dassault Falcon einkaþota var skammt suður af Vestmannaeyjum á leið til landsins og sjá mátti Jetstream-flugvél frá Flugfélaginu Erni á leið til Hornafjarðar.

Á Keflavíkurflugvelli var Boeing 757 þota Icelandair í aðflugi að braut 10 eftir 6:40 tíma flug frá Denver á meðan „Vatnajökull“, Boeing 757 vél Icelandair, var á leið í flugtak til Bergen á sömu braut.

TF-ABB, Cessna C172, á innleið til Reykjavíkur að nálgast Leið 1

Efst upp í hæsta loftrýminu voru svo stærri þotur erlendra flugfélaga á leið gegnum íslenska flugumferðarsvæðið og þar á meða Airbus A380 risaþota British Airways, Dreamliner-þota Air Canada, Boeing 777 þota United á leið frá San Francisco til Frankfurt auk annara farþegaþotna.

Þess má geta að fleiri flugvélar eru í loftinu en kemur fram á Flightradar24.com þar sem margar einkaflugvélar hafa ekki þann búnað sem til þarf til að þær séu sjáanlegar á vefsíðunni.

King Air flugvél Isavia á leið til Reykjavíkur (TF-FMS)







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga