flugfréttir

Spá miklum skorti á flugmönnum til að fljúga einkaþotum

- Telja að 7.600 nýjar einkaþotur verði afhentar þennan áratug

13. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 07:25

Mun fleiri einkaþotur verða pantaðar næsta áratuginn miðað við þann fjölda flugmanna sem til þarf til þess að fljúga þeim

Fyrirtækið Honeywell Aerospace sér fram á mikinn skort á einkaþotuflugmönnum og telur að töluverð eftirspurn verði eftir flugmönnum til þess að fljúga ríka og fræga fólkinu á milli staða næsta áratuginn.

Flestar spár gera ráð fyrir aukningu í farþegaflugi í heiminum á næstu árum þrátt fyrir sveiflur í flugiðnaðinum en ákveðin hópur einstaklega, sem hafa nógan aur milli handanna, vill losna við allt það umstang sem fylgir því að fara í gegnum stóra flugvelli til að ferðast með farþegaflugi.

Þótt flest okkar látum það nægja að ferðast með áætlunarflugi þá fer þeim sífellt fjölgandi sem eru vel efnaðir og festa kaup á sinni eigin flugvél eða einkaþotu til að komast á milli staða en fjöldi flugmanna sem eru á lausu til að fljúga þeim eru mun færri en þær pantanir sem á eftir að leggja inn til flugvélaframleiðanda næstu árin.

Mun fleiri flugmenn sækjast í að fljúga fyrir flugfélögin heldur en að fljúga
einkþaotum

Ríka og fræga fólkið notar fimmtung af öllum einkaþotum

Honeywell Aerospace telur að 7.600 nýjar einkaþotur og einkaflugvélar eigi eftir að hefja sig til flugs næsta áratuginn sem bætast við þær 4.600 einkaþotur sem eru nú þegar í umferð í heiminum en slíkur fjöldi flugvéla mun kosta þá viðskiptavini sem eru að kaupa þær samtals um það bil 32 þúsund milljarða króna eða um 4 milljarða króna á hverja flugvél.

Talið er að um fimmtungur af þessum einkaþotum verði pantaðar til þess að fljúga frægu fólki og „ofurríkum“ einstaklingum á milli heimila sinna eða til þeirra staða í heiminum sem þau vilja fara til hverju sinni en einnig eru einkaþotur notaðar af stórum fyrirtækjum til þess að fljúga stjórnarmeðlimum og forstjórum á milli staða og þá oft í viðskiptaerindum.

Söngkonan Nicki Minaj fyrir framan einkaþotu á flugvellinum í Prag

Eftirspurnin ræðst oft af því að nýjar tegundur af einkaþotum koma á markaðinn með nýrri hönnun sem fellur í kramið hjá viðskiptavinum. - „Fólk vill oft hafa það nýjasta og það besta“, segir Gaetan Handfield, markaðssérfræðingur hjá Honeywell Aerospace.

Handfield telur að eftirspurnin eigi eftir að aukast áfram á þessu ári og árið 2021 en talið er að hún muni dvína svo örlítið árið 2022 þar sem einkaþoturmarkaðurinn er seinna að bregðast við sveiflum samanborið við farþegaflugið.

Flestir nýútskrifaðir atvinnuflugmenn stefna á að fljúga fyrir flugfélögin

Vandamálið hinsvegar er að ekki eru til nógu margir flugmenn til þess að fljúga öllum þessum einkaþotum þar sem flestir þeir sem hafa útskrifast sem atvinnuflugmenn stefna á að starfa við að fljúga stórum farþegaflugvélum fyrir flugfélögin sem getur oft boðið upp á hærri laun og stöðugri vinnutíma.

Margir flugmenn hafa þó sérstaklega kosið að fljúga einkaþotum og nefna ýmsa kosti við það starf samanborið við að fljúga farþegaþotum

Mismunandi rannsóknir og spár hafa verið gerðar varðandi hversu mikil þörf er fyrir nýja flugmenn á næstu árum í heiminum og hafa spár tilgreint að það vanti allt að 98.000 nýja flugmenn til ársins 2038 á meðan aðrar spár gera ráð fyrir að þörf sé fyrir nokkuð hundruð þúsundir flugmanna í framtíðinni en Boeing telur að þörf sé fyrir 800.000 nýja flugmenn til ársins 2040.

Fyrirtækið Colibri Aircraft segir að í 70% tilfella, sem fyrirtækið hefur viðskipti með einkaþotur, koma upp vandamál með að finna áhafnir til þess að fljúga þeim fyrir flugrekendur og eigendur en fyrir 5 árum síðan komu slík vandamál upp í 20 prósent tilfella sem þykir endurspegla þörf fyrir fleiri flugmenn til að fljúga einkaþotum.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga