flugfréttir

Fyrrum yfirmaður Airbus skorar á Boeing að hanna nýja þotu

- Segir samkeppnina hjá Boeing og Airbus frekar einsleita

13. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 08:36

Barry Eccleston var forstjóri yfir Airbus Americas frá árinu 2005 til 2018

Boeing þarf að blása nýju lífi í sína hlið á samkeppninni í flugvélaframleiðslunni og spila fram nýju spili á borð við nýja farþegaþotu. Þetta segir Barry Eccleston, fyrrum forstjóri Airbus í Ameríku, sem telur að Boeing ætti að koma með á markað minni útgáfu af þeirri farþegaþotu sem framleiðandinn hefur gefið í skyn að sé á teikniborðinu.

Eccleston segir að einokun Boeing og Airbus á farþegaþotumarkaðnum sé orðin frekar einsleit og dragi úr hvattningu til nýsköpunnar. Þetta sagði Eccleston í ræðu sinni sem hann hélt í gær á vegum International Aviation Club sem fram fór í Washington.

Eccleston, sem starfaði sem yfirmaður hjá Airbus Americas frá árinu 2005 til 2018, sagði að það væri til hagsmuna fyrir alla - og líka fyrir Airbus - að koma Boeing 737 MAX þotunum sem fyrst í loftið og hvatti hann Boeing til þess að hrinda úr vör alveg nýrri tegund af farþegaþotu sem væri hönnuð frá grunni.

Eccleston segir að hann hafi aldrei haft trú á nýju þotunni sem nefnd hefur verið sem Boeing 797 þar sem að upphaflega átti hún að koma með sætum fyrir allt að 270 farþega og geta flogið 5.000 mílur (nm).

Í staðinn telur hann að Boeing muni hitta naglann á höfuðið með að hanna þotuna fyrir 160 til 240 farþega með flugdrægi upp á 3.000 til 5.000 mílur (nm) og mælir hann með að slík þota komi með einum gangi í stað þess að verða útfærð sem breiðþota.

Boeing hefur haft nóg á sinni könnu að undanförnu og þá sérstaklega hvað varðar þau vandamál sem snúa að Boeing 737 MAX og einnig við tilraunir á nýju Boeing 777X þotunni sem flaug sitt fyrsta flug á dögunum.

Hvað varðar nýja framtíðarþotu Boeing þá sagði David Calhoun, nýskipaður framkvæmdarstjóri Boeing, á fundi með fjárfestum þann 29. janúar sl. að um leið og Boeing væri komið að niðurstöðu varðandi þá útfærslu sem hentar best fyrir nýja farþegaþotu að þá verði tekið stórt skref áfram og þá myndu hlutirnir gerast hratt.

Á sömu ráðstefnu í Washington tók til máls Richard Aboulafia hjá fyrirtækinu Teal Group, einn helsti sérfræðingur í flugiðnaðinum, sem sagði að töluverð breyting hafi átt sér stað að undanförnu í ferðamynstri hjá farþegum sem vilja síður tengiflug og kjósa helst að fljúga í beinu flugi milli borga sem kallar á meðalstóra þotu sem er minni en þær breiðþotur sem flugfélög nota í dag en samt stærri en þotur á borð við Boeing 737.

„Þú færð fólk til þess að borga meira fyrir farmiðann ef um beint flug er að ræða og það sparast við það peningur þar sem þá er hægt að fljúga eina flugferð frekar í stað tveggja“, segir Aboulafia.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga