flugfréttir

Aðskotahlutir finnast í eldsneytistönkum á 737 MAX

- Yfir 400 nýjar og óafhentar MAX-þotur verða skoðaðar

19. febrúar 2020

|

Frétt skrifuð kl. 06:54

Nýsamsettar Boeing 737 MAX þotur við verksmiðjurnar í Renton

Boeing tilkynnti starfsmönnum sínum í gær að litlir aðskotahlutir hefðu fundist í eldsneytistönkum á nokkrum nýjum óafhentum Boeing 737 MAX þotum sem eru í geymslu en yfir 400 MAX-þotur hafa hrannast upp á nokkrum geymslusvæðum sem bíða þess að verða afhentar.

„Aðskotahlutir í eldsneytistönkum er eitthvað sem ar algjörlega óviðunandi og eitt slíkt tilfelli er of mikið“, sagði Mark Jenks, yfirmaður yfir Boeing 737 MAX deildinni í Renton, í skilaboðum til starfsmanna sinna í gær.

Aðskotahlutur í eldsneytistönkum og í eldsneytiskerfi á flugvélum getur skapað stórhættu og meðal annars stíflað eldsneytiskerfi eða valdið skemmdum í hreyfli með þeim afleiðingum að hann getur stöðvast í miðju flugi.

Ekki kemur fram hvaða tegund aðskotahlutirnir eru en meðal aðskotahluta sem sem geta fundist á nýjum þotum sem hafa ekki verið afhentar eru óhreinindi, agnir eða verkfæri eftir starfsmenn sem gleymst hafa í samsetningarferlinu í verksmiðjunni.

Frá verksmiðju Boeing í Renton

Fram kemur að Boeing ætli að rannsaka hvernig stendur á því að aðskotahlutir séu að greinast í eldsneytiskerfi á nýjum þotum sem hafa ekki enn verið afhentar en Boeing segir að þetta muni þó ekki valda seinkun á því að koma vélunum aftur í loftið að nýju.

Talið að rekja megi orsökina til gæðastjórnunar í lokasamsetningu í Renton

„Nú veltur það á ykkur að komast til botns í þessu. Við þurfum að vinna saman sem ein heild og hafa þetta í forgangi. Ég þakka ykkur fyrir þann dugnað og metnað í að hafa öryggi og gæði að leiðarljósi í öllu því sem þið gerið“, segir Jenks enn frekar í skilaboðum til starfsmanna.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) segja að þau séu meðvituð um að Boeing hafi fundið aðskotahluti í eldsneytistönkum á nokkrum Boeing 737 MAX þotum og mun framleiðandinn framkvæma skoðanir á öllum þeim 400 þotum sem færðar hafa verið til geymslu eftir að þær komu út úr verksmiðjunni til að ganga úr skugga um hvort fleiri þotur hafi aðskotahluti í tönkunum.

Nýjar Boeing 737 MAX þotur hafa verið færðar til geymslu á fimm mismunandi stöðum í Bandaríkjunum

Fram kemur að það taki allt að fjóra daga að leita að frekari aðskotahlutum í eldsneytistönkum á hverri Boeing 737 MAX þotu en nýjar MAX-þotur hafa verið geymdar á fjórum mismunandi stöðum í Washington-fylki og einnig í San Antonio í Texas. Tæma þarf allt eldsneyti úr tönkunum og losa allar gufur í burtu úr tönkunum áður en hægt verður að hefjast handa.

Talið er að aðskotahlutina megi rekja til vandamála í gæðastjórnun í samsetningarsal Boeing í Renton en fram kemur að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem aðskotahlutur finnst í nýrri flugvél sem var nýbúin í samsetningu hjá Boeing.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga