flugfréttir
Fisflugmenn í miðnæturhópflugi kringum borgina
- Þrettán fisflugvélar tóku þátt í hópflugi í gærkvöldi

Skáskot af myndbandi sem tekið var út um TF-MET í gær í hópfluginu
Íslenskir fisflugmenn vöktu talsverða athygli í gær er þeir skelltu sér nokkrir saman í hópflug í kringum Höfuðborgarsvæðið í gær rétt fyrir miðnætti.
Alls voru 13 fisflugvélar sem tóku þátt í hópfluginu en lagt var af stað frá fisflugvellinum á Hólmsheiði og fór
fyrsta flugvélin í loftið rétt fyrir klukkan 23:00 í gærkvöldi og fóru síðan tólf aðrar fisflugvélar á loft
með mínútu millibili.
Fisflugvélarnar nýttu sér það tækifæri sem skapast þegar það bjart er orðið á kvöldin á sama tíma og
loftrýmið yfir Reykjavík breytist í G-loftrými eftir að Reykjavíkurflugvöllur lokar klukkan 23:00
sem þýðir að lofthelgin yfir borginni verður opið og óstjórnað loftrými þar til klukkan 7:00 um morguninn.

Fisflugvélarnar á flögri sunnan við Vellina í Hafnarfirði í gær
Fisflugvélarnar þrettán flugu réttsælis hring í kringum borgina frá fisflugvellinum á Heiði í áttina að
Heiðmörk og þaðan suður fyrir Vellina í Hafnarfirði og því næst til norðurs yfir Álftanes og að Skerjafirði.
Eftir það var stefnan tekin að Gróttu og loks farið til austur eftir ströndinni meðfram Austurbænum í átt að
Geldinganesi að Blikastöðum og því næst haldið aftur upp á Heiði þar sem lent var rétt
fyrir miðnætti áður en ljósaskiptin tóku formlega við klukkan 23:55.
Hér að neðan má sjá stutt myndband sem tekið var í gær úr flugtúrnum:


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.