flugfréttir

Boeing 737-800 fórst í innanlandsflugi í Kína í morgun

- 123 farþegar um borð og níu manna áhöfn

21. mars 2022

|

Frétt skrifuð kl. 20:31

Þotan var í innanlandsflugi í Kína frá Kunming til Guangzhou þegar hún fórst um kl. 6 í morgun að íslenskum tíma

Talið er að enginn hafi komist lífs af er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá kínverska flugfélaginu China Eastern Airlines fórst er hún var í innanlandsflugi í Kína í morgun.

Þotan var í áætlunarflugi frá borginni Kunming til Guangzhou með 123 farþega um borð og níu manna áhöfn. Þotan fór í loftið frá Kunming klukkan 13:11 að staðartíma (05:11 að íslenskum tíma) og átti hún að lenda í Guanzhou klukkan 15:05.

Flugvélin var í um 29.000 feta hæð og var stutt í lækkun þegar hún missti skyndilega hæð og hrapaði hún lóðrétt niður til jarðar á miklum hraða á tveimur og hálfri mínútu og kom niður í fjalllendi sem er í um 3.200 feta hæð yfir sjávarmáli sem jafngildir lækkunarhraða (vertical speed) upp á 10.300 fetum á mínútu.

Stór gígur myndaðist á slysstaðnum og er lítið um heillegt brak að sjá

Flugmálayfirvöld í Kína hafa staðfest að þotan hafi farist skömmu eftir að samband við hana rofnaði í um 220 kílómetar fjarlægð vestur af Guangzhou.

Þotan kom niður í afskekktu fjalllendi og hafa verið birtar drónamyndir sem sýna að ekkert er eftir af flugvélinni nema fíngert brak í gíg sem myndaðist í trjálendi. Um 600 manna björgunarlið var sent á vettvang.

Flugvélin bar skráninguna B-1791 og var hún 6 og hálfs árs gömul en hún var afhent til China Eeastern Airlines í júní árið 2015.

China Eastern Airlines er eitt af þremur stóru flugfélögunum í Kína en félagið hefur tæplega 600 flugvélar í flota sínum og þar af 108 af gerðinni Boeing 737-800 sem er næst algengasta flugvélategundin í flotanum.

Flugöryggi í Kína með því betra sem þekkist í heiminum

Orsök slyssins eru enn ókunn en flugöryggi í Kína hefur verið með því betra sem þekkist í heiminum og má þess geta að Kína tók fram úr Bandaríkjunumn er kemur að flugöryggi árið 2020.

Þar á undan hafði flugöryggi í Kína verið ábótavant og voru mörg mannskæð flugslys í landinu á tíunda áratugnum og þar á meðal 7 flugslys frá árinu 1992 til ársins 1994 en í kjölfarið bað ríkisstjórn landsins um aðstoð frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) um ráðgjöf varðandi úrbætur sem setti Kína á kortið sem eitt öruggasta land í heimi er kemur að flugöryggi.

Seinasta mannskæða flugslysið í Kína átti sér stað í ágúst árið 2010 er farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ190LR frá Henan Airlines varð alelda er hún brotlenti skömmu fyrir lendingu á Yichun Lindu flugvellinum með þeim afleiðingum að 42 létust af þeim 96 sem voru um borð.

Þá hefur China Eastern Airlines tilkynnt að félagið hafi tekið þá ákvörðun að kyrrsetja allar Boeing 737-800 þotur félagsins í kjölfar slyssins.

Hluti af enda hægri vængs þotunnar:  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

 • 1 JAN

  United

    - Hjólabúnaður

 • 1 JÚL

  Tajik Air

    - Þrýstingsjöfnun

 • 1 JAN

  SWISS

    - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga