flugfréttir
Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær
- Hjörtur Þór Hauksson í 1. sæti á TF-FIM

Sigurvegararnir þrír við hlið Halldórs Kr. Jónssonar sem afhenti verðlaunin. Frá vinstri: Ómar Bjarnason, Hjörtur Þór Hauksson og Þorsteinn Hauksson
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugmenn og aðrir velunnarar koma saman, spjalla og fljúga.
Um var að ræða fyrri lendingarkeppni sumarsins á vegum Flugklúbbs Mosfellsbæjar
en seinni lendingarkeppnin fer fram um miðjan ágústmánuð.
Í gær voru níu keppendur sem tóku þátt í þremur hollum þar sem þrjár, fjórar og svo loks
þrjár flugvélar kepptu í hverju holli fyrir sig.
Í hverri atrennu er keppt í fjórum flokkum en í fyrsta hring mega flugmenn nota frjálsa aðferð og miðast
keppnin við að snerta marklínu og fá flugmenn á sig refsistig eftir því hversu langt frá marklínunni þeir
snerta með aðalhjólin.
Í öðrum hring gildir reglan að draga af allt afl og svo þyngist róðurinn í þriðja hring þegar
bæði er farið fram á að koma inn til lendingar án afls og án flapa. Í fjórða hring er keppt um að koma
yfir línu sem dregin er yfir brautina fyrir framan marklínuna.
Í 3. sæti í gær var Þorsteinn Hauksson sem flaug klúbbflugvélinni TF-RJC. Í öðru sæti
lenti Ómar Bjarnason sem flaug TF-POU en fyrsta sætið tók Hjörtur Þór Hauksson á TF-FIM.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá keppninni og kvöldinu og verðlaunaafhendingunni.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.