flugfréttir
Lenti of snemma fyrir utan brautarenda á Schiphol-flugvelli
- Stysta flugbrautin var í notkun vegna hvassviðris

Ummerkin við brautarendann á Oostbaan-brautinni (runway 22)
Farþegaþota af gerðinni Airbus A330-300 frá Delta Air Lines olli skemmdum á flugbrautarljósum og yfirlagi á flugbraut eftir að hún snerti með hjólin utan brautarenda á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam í gær.
Þotan var að koma frá Detroit og var braut 22/04 í notkun sem kölluð er austurbrautin
eða „Oostbaan“ á hollensku.
Oostbaan er ein af sex flugbrautum á Schiphol og er hún vanalega ekki í notkun
en hún er stysta flugbrautin á Schiphol og aðeins 2 kílómetrar á lengd á meðan
lengstu brautirnar eru 3.8 kílómetrar á lengd.
Brautin var notuð þennan morguninn vegna hvassviðris og var aðvörun í gangi
vegna vinds þá stundina sem þotan frá Delta var að koma frá Bandaríkjunum.

Airbus A330-300 þota frá Delta Air Lines í lendingu á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam
Þotan snerti með aðalhjólastellin skammt fyrir utan brautarendann á graslendi og rakst í
flugbrautarljós en talsmaður flugvallarins segir að lendingin hafi ekki tekist eins
og til var ætlast.
„Hjólin lentu á grasinu áður en flugbrautin byrjaði. Svona atvik eru ekki algeng
á flugvellinum. Það urðu nokkrar skemmdir á austurbrautinni. Viðgerðir hófust
þegar í stað og tvö ljós voru ennþá óvirk um hádegi. Brautin var úr noktun í um
klukkustund“, segir talsmaður flugvallarins.
Fyrrum formaður félags hollenskra flugmanna segist ekki muna að svona
hafi gerst áður og tekur hann fram að braut 22 er töluvert styttri en aðrar brautir.
„Það er mögulegt að rangt mat hafi verið gert en það er eitthvað sem verður rannsakað“.
Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi var send á vettvang og verður bráðabirgðaskýrsla
birta á næstunni og mun þá koma í ljós hvort þörf sé á frekari rannsókn á atvikinu.
Þess má geta að þotan yfirgaf brautina um taxiway G4 og þurfti um 1.270 metra til þess að hægja á sér og hélt hún að flugstöðvarbyggingunni þrátt fyrir atvikið.



18. janúar 2023
|
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sektað breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways um 1 milljón Bandaríkjadali fyrir að hafa flogið nokkrum sinnum í gegnum lofthelgina yfir Írak en flugin voru á samvinn

1. desember 2022
|
Talið er að orsök þess að fjögur dekk sprungu í lendingu á farþegaþota af gerðinni Airbus A320 í Rússlandi í byrjun nóvember hafi verið sú að annar flugmaður þotunnar setti flugtöskuna sína ofan á st

8. desember 2022
|
Flugatvik er nú til skoðunar sem átti sér stað á flugvellinum í Sydney í Ástralíu í síðasta mánuði er flugumferðarstjóri gaf flugvél heimild til þess að þvera flugbraut á sama tíma og hann gaf risaþ

3. febrúar 2023
|
British Airways hefur sent út ströng fyrirmæli til flugmanna og annarra áhafnarmeðlima er kemur að því að deila myndum á samfélagsmiðlum og sjálfum („selfie“) á miðla á borð við Facebook, Instagram

3. febrúar 2023
|
Svo virðist sem að Airbus og Qatar Airways hafa grafið stríðsaxirnar og náð sáttum í næstum tveggja ára deilu er varðar galla á málningu og yfirlagi á Airbus A350 þotunum í flota Qatar Airways en dei

3. febrúar 2023
|
Kínverska flugfélagið Hainan Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotunum og er félagið því annað flugfélagið í Kína til þess að byrja að fljúga þeim á ný eftir kyrrsetningu þeir

1. febrúar 2023
|
Flugfreyja hjá British Airways var handtekin á dögunum á Gatwick-flugvellinum í London eftir að grunur lék á að hún væri undir áhrifum áfengis og mögulega annarra fíkniefna er hún var við störf um bo

1. febrúar 2023
|
Flugfélagið airBaltic hefur formlega hætt með Bombardier Dash 8 Q400 flugvélarnar eftir 12 ára notkun en þeirri síðustu hefur verið skilað til þeirrar flugvélaleigu sem átti vélarnar.

1. febrúar 2023
|
Dagar norska lágfargjaldafélagins Flyr eru taldir en flugfélagið fór í gær fram á gjaldþrotaskipti eftir innan við 600 daga starfsemi.

31. janúar 2023
|
Norska flugfélagið Flyr er sagt vera á barmi gjaldþrots og hefur flugfélagið lýst því yfir að reksturinn sé í mjög alvarlegri stöðu þar sem ekki tókst að verða út um það fé sem vonast var til.

31. janúar 2023
|
Samgönguráðuneytið í Bretlandi hefur afnumið allar undanþágur sem gerðar voru á nýtingu og notkun á lendingar- og afgreiðsluplássum á breskum flugvöllum vegna heimsfaraldursins.