flugfréttir

Flugslys í Nepal: ATR 72-500 fórst skömmu fyrir lendingu

- 68 farþegar voru um borð og fjögurra manna áhöfn

16. janúar 2023

|

Frétt skrifuð kl. 06:19

Skjáskot af myndbandi sem hefur verið birt sem sýnir flugvélina skömmu áður en hún brotlendir

Engin hefur fundist á lífi eftir að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-500 fórst skömmu fyrir lendingu er hún var í aðflugi að Pokhara-flugvellinum í Nepal á sunnudagsmorgun.

Flugvélin var frá flugfélaginu Yeti Airlines og var hún að lenda í Pokhara eftir innanlandsflug frá höfuðborginni Kathmandu þegar hún féll til jarðar ofan í gljúfur við Seti Gandaki árinnar skammt frá flugvellinum.

Um borð voru 68 farþegar og fjögurra manna áhöfn og komst engin lífs af en slysið átti sér stað klukkan 11:05 að staðartíma eða um klukkan 5:20 að íslenskum tíma.

Flugvélin var á lokastefnu þegar hún ofreis í beygju og brotlenti í um 2 kílómetra fjarlægð frá flugvellinum og kom upp mikill eldur í flakinu.

Flugmálayfirvöld í Nepal segja að um borð hafi verið að minnsta kosti 53 Nepalbúar, fjórir Rússar, fimm Indverjar, einn Íri, tveir Kóreubúar, Argentínumaður, Ástralíumaður og einn Frakki.

Flugvélin brotlenti í gljúfri í um tveggja kílómetra fjarlægð frá flugvellinum

Seinustu fréttir herma að búið sé að finna 68 lík en leit stendur enn yfir að fjórum sem voru um borð.

Myndband, sem náðsti að hluta til er flugvélin féll til jarðar úr lágri hæð, hefur verið birt á fjölmörgum vefsíðum, fréttasíðum og samfélagsmiðlum og sést hvar flugvélin fellur á vinstri vænginn í ofrisi áður en myndavélinni er beint niður.

Flugvélin bar skráninguna 9N-ANC og var hún fyrst afhent til indverska flugfélagsins Kingfisher Airlines árið 2007 en því næst fór hún til tælenska flugfélagsins Nok Air og var í flota þess félags frá 2013 til ársins 2019.

  fréttir af handahófi

Slökkviliðsbíl ók í veg fyrir Airbus-þotu í flugtaksbruni

18. nóvember 2022

|

Slökkviliðsbíll ók í veg fyrir farþegaþotu sem var í flugtaki á flugvellinum í Lima í Perú í kvöld er þotan var að hefja brottför til borgarinnar Juliaca í suðurhluta landsins.

Airbus afhenti 40 færri flugvélar árið 2022 en til stóð að afhenda

10. janúar 2023

|

Airbus náði ekki takmarki sínu á síðasta ári er kemur að afhendingum á nýjum þotum en flugvélaframleiðandinn evrópski afhenti 661 þotu árið 2022.

Allar A340-600 breiðþotur Lufthansa á leið í loftið aftur

6. janúar 2023

|

Lufthansa ætlar að dusta rykið af öllum Airbus A340-600 breiðþotunum en þoturnar voru settar í langtímageymslu við upphaf heimsfaraldursins árið 2020 og sá flugfélagið ekki fram á að þær myndu snúa

  Nýjustu flugfréttirnar

BA bannar áhöfnum að deila myndum á samfélagsmiðlum

3. febrúar 2023

|

British Airways hefur sent út ströng fyrirmæli til flugmanna og annarra áhafnarmeðlima er kemur að því að deila myndum á samfélagsmiðlum og sjálfum („selfie“) á miðla á borð við Facebook, Instagram

Airbus og Qatar Airways ná sáttum og fella niður dómsmál

3. febrúar 2023

|

Svo virðist sem að Airbus og Qatar Airways hafa grafið stríðsaxirnar og náð sáttum í næstum tveggja ára deilu er varðar galla á málningu og yfirlagi á Airbus A350 þotunum í flota Qatar Airways en dei

Annað kínverska flugfélagið til að fljúga 737 MAX á ný

3. febrúar 2023

|

Kínverska flugfélagið Hainan Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotunum og er félagið því annað flugfélagið í Kína til þess að byrja að fljúga þeim á ný eftir kyrrsetningu þeir

Flugfreyja hjá BA handtekin vegna gruns um ölvunar um borð

1. febrúar 2023

|

Flugfreyja hjá British Airways var handtekin á dögunum á Gatwick-flugvellinum í London eftir að grunur lék á að hún væri undir áhrifum áfengis og mögulega annarra fíkniefna er hún var við störf um bo

Síðasta Dash 8 Q400 flugvélin farin úr flota airBaltic

1. febrúar 2023

|

Flugfélagið airBaltic hefur formlega hætt með Bombardier Dash 8 Q400 flugvélarnar eftir 12 ára notkun en þeirri síðustu hefur verið skilað til þeirrar flugvélaleigu sem átti vélarnar.

Þess vegna varð Flyr gjaldþrota

1. febrúar 2023

|

Dagar norska lágfargjaldafélagins Flyr eru taldir en flugfélagið fór í gær fram á gjaldþrotaskipti eftir innan við 600 daga starfsemi.

Rekstur Flyr hangir á bláþræði - Aflýstu öllu flugi í dag

31. janúar 2023

|

Norska flugfélagið Flyr er sagt vera á barmi gjaldþrots og hefur flugfélagið lýst því yfir að reksturinn sé í mjög alvarlegri stöðu þar sem ekki tókst að verða út um það fé sem vonast var til.

Bretar innleiða aftur hefðbundna reglu um nýtingu á plássum

31. janúar 2023

|

Samgönguráðuneytið í Bretlandi hefur afnumið allar undanþágur sem gerðar voru á nýtingu og notkun á lendingar- og afgreiðsluplássum á breskum flugvöllum vegna heimsfaraldursins.

Þrýsta á Tyrki til að hætta flugi til Rússlands með Boeing-þotum

30. janúar 2023

|

Bandarísk stjórnvöld setja nú þrýsting á Tyrki til þess að stöðva allt áætlunarflug til Rússlands með Boeing-þotum en einnig hvetja þau flugfélög í Hvíta-Rússlandi til að gera slíkt hið sama.

Rannsaka atvik er Boeing 777 fór næstum út af braut í lendingu

30. janúar 2023

|

Flugmálayfirvöld á Nýja-Sjálandi rannsaka nú atvik þar sem farþegaþota af gerðinni Boeing 777-300ER fór næstum því út af braut í lendingu á flugvellinum í borginni Auckland en mikil rigning var er þ

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

 • 1 JAN

  United

    - Hjólabúnaður

 • 1 JÚL

  Tajik Air

    - Þrýstingsjöfnun

 • 1 JAN

  SWISS

    - Veðurratsjá