flugfréttir
Mexíkóskt sprotaflugfélag pantar 30 rafmagnsflugvélar

Tölvugerð mynd af rafmagnsflugvélinni Alice í litum mexíkóska flugfélagsins Aerus
Nýtt flugfélag í Mexíkó hefur lagt inn pöntun til bandaríska fyrirtækisins Eviation í þrjátíu rafmagnsflugvélar af gerðinni Alice en um er að ræða samkomulag sem gert var í gær.
Nýja flugfélagið heitir Aerus og hefur það höfuðstöðvar sínar í borginni Monterrey
og stefnir félagið á áætlunarflug á stuttum flugleiðum í norðurhluta Mexíkó.
Alice er lítil farþegaflugvél sem gengur eingöngu fyrir rafmagni og mun flugvélin geta borið tvo flugmenn og níu farþega auk þess sem hægt verður
að koma fyrir frakt upp að 1.2 tonnum.
Flugvélin er knúin áfram með tveimur Magni650 rafmagnsmótorum sem hver og einn skila af sér 700kW. Hámarksflugtaksþungi Alice verður 8.3 tonn (18.400 lbs) og mun flugvélin hafa flugdrægi upp á 463 kílómetra (250 nm) og ná flughraða upp á 260 hnúta (482 km/klst).
Gregory Davis, framkvæmdarstjóri Eviation, segir að líkt og Uber leiði leigubílamarkaðinn
í heiminum þá stefnir Eviation á að vera leiðandi í framleiðslu á litlum
rafmagnsflugvélum.
Eviation flaug Alice flugvélinni sitt fyrsta flug í september í fyrra og fór
tilraunaflugvélin í loftið frá Grant County flugvellinum í Moses Lake í Washington-ríki.
Aerus var stofnað í maí árið 2022 og vonast flugfélagið að geta hafið áætlunarflug í vor en fyrstu flugin verða flogin með tveimur flugvélum af gerðinni Cessna 408 SkyCaravan og fjórum af gerðinni Cessna Grand Caravan EX.



12. janúar 2023
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A330-300 frá Delta Air Lines olli skemmdum á flugbrautarljósum og yfirlagi á flugbraut eftir að hún snerti með hjólin utan brautarenda á Schiphol-flugvellinum í Amsterd

16. janúar 2023
|
Engin hefur fundist á lífi eftir að farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-500 fórst skömmu fyrir lendingu er hún var í aðflugi að Pokhara-flugvellinum í Nepal á sunnudagsmorgun.

31. janúar 2023
|
Norska flugfélagið Flyr er sagt vera á barmi gjaldþrots og hefur flugfélagið lýst því yfir að reksturinn sé í mjög alvarlegri stöðu þar sem ekki tókst að verða út um það fé sem vonast var til.

3. febrúar 2023
|
British Airways hefur sent út ströng fyrirmæli til flugmanna og annarra áhafnarmeðlima er kemur að því að deila myndum á samfélagsmiðlum og sjálfum („selfie“) á miðla á borð við Facebook, Instagram

3. febrúar 2023
|
Svo virðist sem að Airbus og Qatar Airways hafa grafið stríðsaxirnar og náð sáttum í næstum tveggja ára deilu er varðar galla á málningu og yfirlagi á Airbus A350 þotunum í flota Qatar Airways en dei

3. febrúar 2023
|
Kínverska flugfélagið Hainan Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotunum og er félagið því annað flugfélagið í Kína til þess að byrja að fljúga þeim á ný eftir kyrrsetningu þeir

1. febrúar 2023
|
Flugfreyja hjá British Airways var handtekin á dögunum á Gatwick-flugvellinum í London eftir að grunur lék á að hún væri undir áhrifum áfengis og mögulega annarra fíkniefna er hún var við störf um bo

1. febrúar 2023
|
Flugfélagið airBaltic hefur formlega hætt með Bombardier Dash 8 Q400 flugvélarnar eftir 12 ára notkun en þeirri síðustu hefur verið skilað til þeirrar flugvélaleigu sem átti vélarnar.

1. febrúar 2023
|
Dagar norska lágfargjaldafélagins Flyr eru taldir en flugfélagið fór í gær fram á gjaldþrotaskipti eftir innan við 600 daga starfsemi.

31. janúar 2023
|
Norska flugfélagið Flyr er sagt vera á barmi gjaldþrots og hefur flugfélagið lýst því yfir að reksturinn sé í mjög alvarlegri stöðu þar sem ekki tókst að verða út um það fé sem vonast var til.

31. janúar 2023
|
Samgönguráðuneytið í Bretlandi hefur afnumið allar undanþágur sem gerðar voru á nýtingu og notkun á lendingar- og afgreiðsluplássum á breskum flugvöllum vegna heimsfaraldursins.