flugfréttir
Airbus mun opna aðra A320 verksmiðju í Kína

Frá verksmiðju Airbus í Tianjin í Kína
Airbus hefur náð samkomulagi við kínversk stjórnvöld sem hafa gefið leyfi fyrir opnun á annarri flugvélaverksmiðju í borginni Tianjin.
Um er að ræða lokasamsetningarsal þar sem þotur úr Airbus A320neo fjölskyldunni verða settar saman og afhentar en fyrir hefur Airbus haft samsetningarverksmiðju í Tainjin frá árinu 2008.
Sú verksmiðja er ein af þeim fjórum í heiminum þar sem A320 þotur eru settar saman en hinar þrjár eru staðsettar í Hamborg, Toulouse og í Mobile í Alabama.
Frá árinu 2008 hafa yfir 600 þotur úr A320 fjölskyldunni verið settar saman í Tianjin og í síðasta mánuði var fyrsta A320neo þotan afhent frá Tainjin sem fór til kínverska flugfélagsins Juneyao Air.
Guillaume Faury, framkvæmdarstjóri Airbus, hefur undirritað samning við fyrirtækið Tianjin Free Trade Zone Investment Company og Aviation Industry Corporation of China um stækkun á verksmiðjunni í Tianjin en með tvöfaldri verksmiðju mun framleiðslugetan fara upp í 75 þotur á mánuði árið 2026.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.