flugfréttir
Boeing uppgötvar nýtt vandamál varðandi 737 MAX þoturnar
- Gera tímabundið hlé á afhendingum á einhverjum MAX þotum

Vandamálið nær til Boeing 737 MAX þotna af gerðinni 737 MAX 7, MAX 8 og MAX-8-200
Nýtt vandamál hefur komið upp varðandi framleiðslu á Boeing 737 MAX þotunum sem gæti orðið til þess að Boeing neyðist til að framkvæma lagfæringu á hundruðum MAX þotum.
Það var fyrirtækið Spirit AeroSystems sem gerði Boeing viðvart og snýr vandamálið að því fyrirtæki
sem framleiðir íhluti í 737 MAX þoturnar en fram kemur að Spirit AeroSystems hafi orðið vart við
að „óstaðlað framleiðsluferli“ hafi verið notað þegar stél var sett saman við aftasta hluti skrokksins á tilteknu tímabili.
Vandamálið nær til ákveðins fjölda af Boeing 737 MAX 7 þotum, MAX 8, MAX-8-200 auk nokkurra P-8 Poseidon þotna þrátt fyrir að sú flugvél byggir á Boeing 737NG (Next Generation) en
vandamálið nær ekki til Boeing 737 MAX 8 þotna.
Fram kemur að vandamálið gæti náð til Boeing 737 MAX flugvéla sem voru smíðaðar á seinustu fjórum
árum en samkvæmt tölfræði frá fyrirtækinu Original Equipment Manufacturer (OEM) þá voru 879
Boeing 737 MAX þotur smíðaðar á fjögurra ára tímabili frá 1. janúar 2019 fram til dagsins í dag.
Í yfirlýsingu segir að vandamálið sé ekki þess eðlis að nein ógn stafar af og geti þær
MAX þotur, sem vandamálið nær til, haldið áfram í umferð þótt lagfæring sé þörf á næstunni.
Boeing er þessa daganna að meta ítarlega umfang vandamálsins og komast að því hvort þörf sé á
því að gera hlé á afhendingum og hvort að flugfélög þurfi að framkvæmda skoðanir tafarlaust á sínum
þotum.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.