flugfréttir
Hætti við flugtak og rak í veg fyrir þotu í flugtaki vegna hliðarvinds
Atvikið átti sér stað á Charles de Gaulle flugvellinum í París þann 21. október árið 2020
Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur gefið frá sér skýrslu varðandi alvarlegt flugatvik sem átti sér stað á Charles de Gaulle flugvellinum í París fyrir tveimur og hálfu ári síðan.
Atvikið varðar farþegaþotu frá flugfélaginu Hop af gerðinni Embraer E170
sem þurfti að hætta við lendingu og var í fráhvarfsflugi en rak til hliðar vegna
hvassviðris og fór inn á flugtaksferil hjá Airbus A320 þotu sem var í flugtaki á flugbraut
sem liggur samhliða hinni brautinni.
Fram kemur að atvikið hafi átt sér stað þann 21. október árið 2020 og var þotan
frá Hop að koma inn til lendingar á braut 26L í miklum hliðarvindi og þurfti
að hætta við lendingu í 200 feta hæð yfir braut eftir að upp kom viðvörun
um sviptivinda.
Flugmennirnir fór í fráhvarfsflug („go around“) og klifruðu upp í 1.500 fet
og létu flugumferðarstjóra vita að þeir þyrftu að fara í go-around.
Fljótlega fór flugvélina að reka til hægri vegna hliðarvindsins og fór hún
í átt að brottfararferlinum á brautinni hliðina á, braut 26R, en þar var
þota frá Brussels Airlines af gerðinni Airbus A320 að hefja sig á loft á sama tíma.
Flugumferðarstjóri gaf tilmæli til Embraer-þotunnar um að beygja strax til vinstri
á stefnu 240 gráður og lásu flugmennirnir þá skipun til baka en fylgdu henni
ekki eftir.
Fram kemur að flugmennirnir hefði breytt stefnunni í 250 gráður en haldið
svo beinni stefnu og var þotan því enn að reka í áttina að Airbus A320 þotunni.
Flugmennirnir á Airbus A320 þotunni tilkynntu að þeir væru að framfylgja
árekstrarvarnarverkeferli og flugmenn Embraer-þotunnar sögðu að þeir væru einnig
að fylgja sama verkferli í aðstæðum sem þessum.
Rannsóknarnefndin segir að samkvæmt þeirra greiningu hafi um 550 fet
skilið þoturnar lárétt og um 460 fet lóðrétt þegar minnstu munaði.
62 farþegar voru um borð í Embraer-þotunni frá Hop og 41 um borð
í Airbus A320 þotunni frá Brussels Airlines og sakaði engann.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.