flugfréttir
Þegar farið að bera á seinkunum á flugvöllum í Evrópu
Gríðarlegar seinkanir voru næstum daglegt brauð á öllum helstum flugvöllum Evrópu sumarið 2022
Þegar er farið að örla á seinkunum á samgöngum í Evrópu og hafa evrópsk yfirvöld varað þá aðila sem eiga hlut að máli að huga sem fyrst að því að grípa í taumana til að draga úr áhrifum sem gæti orsakað enn frekari seinkanir þegar líður á sumarið.
Miklar tafir urðu til að mynda á flugsamgöngum sumarið 2022 sem mátti
rekja til manneklu meðal starfsmanna á flestum flugvöllum í Evrópu
vegna fjöldauppsagna í heimsfaraldrinum.
Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur sent frá sér tilmæli þar sem vakin
er athygli á vandamálinu en búist er við að enn fleiri farþegum hjá flugfélögunum
á þessu sumri heldur en flugu í fyrrasumar.
EASA segir að ýmsir þættir geti orsakað miklar seinkanir í sumar á borð
við kæruleysi meðal stjórnenda er kemur að skipulagi á vöktum starfsmanna
auk þess sem auðveldlega er hægt að yfirsjást seinkanir á þjálfun á nýju
starfsfólki.
Slík atriði geta komið af stað seinkunum og ef brugðist er við því með
að fjölga aukavöktum þá skapar það álag á starfsfólk sem getur bitnað
á flugöryggi.
Meðal tillaga EASA til þess að bregast við er ábending til flugfélaga um að
hafa meiri sveigjanleika meðal áhafna og þá er ein af tillögunum sú að flugfélög láta ekki nýuppfærða flugstjóra fljúga með óreyndum aðstoðarflugmanni.
Talið er að eftirspurn eftir almenningssamgöngum í sumar í Evrópu eigi
eftir að aukast um 15 prósent með 37.000 flugferðum í
reglubundnu áætlunarflugi á dag.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.