flugfréttir
Flugfloti Wizz Air nálgast 200 þotur
Wizz Air hefur í dag um 180 flugvélar í flota sínum
Senn styttist í að ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air taki við sinni tvö hundruðustu flugvél en við lok seinasta fjármálaárs, þann 31. mars sl. stóð flugflotinn í 179 flugvélum og samanstendur allur flotinn af þotum úr Airbus A320 fjölskyldunni.
Wizz Air segir að afhendingaráætlun félagsins hjá Airbus sé á áætlun og er gert ráð fyrir að í lok núverandi fjármálaárs verði flotinn komin í 208
þotur þann 31. mars 2024 og 241 þotu árið eftir það.
Í mars á næsta ári er talið að Airbus A321neo þotur muni samsvara 60% flugflotans
en að því verða eldri A320 þotur teknar úr umferð.
Wizz Air á von á því að taka við 42 þotum af gerðinni Airbus A321neo á næstu
tólf mánuðum og á sama tíma verður sextán Airbus A320 þotum skilað aftur.
Í dag á Wizz Air von á 365 þotum og þar af 47 langdrægum þotum
af gerðinni Airbus A321XLR.
Afkoma Wizz Air á seinata fjármálaári var neikvæð um 467 milljónir
evra sem samsvarar 70 milljörðum króna og á því tímabili var 51 milljón
farþega sem ferðuðust með félaginu og mældist sætanýting 87.8 prósent.
Jozsef Varadi, framkvæmdarstjóri Wizz Air, segir að reksturinn sé að þokast í
rétta átt eftir heimsfaraldurinn og spáir félagið því að afkoman verði jákvæð
eftir núverandi fjármálaár um 350 til 450 milljónir evra.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.