flugfréttir
Flugflotinn í heiminum mun næstum tvöfaldast árið 2042
- Gera ráð fyrir að afhentar verði yfir 46 þúsund flugvélar á næstu 20 árum
Í dag telur flugfloti flugfélaganna í heiminum um 23 þúsund flugvélar
Írska flugvélaleigan Avolon spáir því að flugfloti allra flugfélaga í heiminum eigi eftir að næstum því tvöfaldast á næstu 20 árum eða árið 2042.
Í nýlegri spá sem Avolon gaf frá sér kemur fram að líklega
eigi flugfloti meðal flugfélaga í farþegaflugi eftir að stækka
um 94% upp í 46.880 flugvélar.
Flugvélaleigan gerir ráð fyrir að fjölgunin muni samanstanda
af 44.300 nýjum flugvélum sem verða afhentar á næstu
tveimur áratugum að andvirði 4 þúsund milljarða
Bandaríkjadala en á móti munu flugfélögin afskrifa og taka
úr umferð 21.600 flugvélar.
Gert er ráð fyrir að flugfarþegum eigi eftir að halda áfram
að fjölga um 3.5% á hverju ári en heildarfjölgunin á næstu
20 árum mun þó ekki fara yfir 5-6 prósent á ári vegna skorts
hjá birgjum og hækkunar á flugfargjöldum sem gætu hindrað
aukningu farþega.
Avolon gerir ráð fyrir að gríðarlegt fé eigi eftir að fara í
innviði til að koma til móts við þessa aukningu auk þess
sem flugiðnaðurinn eigi eftir að fjárfesta miklum fjármunum
í þróun á umhverfisvænni flugkosti og sjálfbæru eldsneyti.
Mesta aukningin í farþegaflugi mun eiga sér stað á Indlandi
sem er í fyrsta sæti með 4.4% aukningu og þá er Kína
næst á eftir í 2. sæti og önnur lönd í Asíu í 3. sæti.
Þá er gert ráð fyrir að meiri aukning verði í afhendingum
á minni farþegaflugvélum með einum gangi þar sem slíkar
flugvélar eru komnar með enn lengra flugdrægi og geta flogið
heimsálfa á milli í auknu mæli. Talið er að 112% aukning
verði á afhendingum á slíkum þotum og 97% aukning
verður á afhendingum á breiðþotum.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.