flugfréttir
Stefna á aukna markaðsherferð með C919 og ARJ21 þoturnar
- COMAC kynnir þoturnar tvær á Paris Air Show auk CR929 breiðþotuna
Flugvélalíkan af ARJ21 þotunni frá COMAC
Kínverski flugvélaframleiðandinn COMAC ætlar sér að hefja öfluga markaðsherferð vegna þeirra tveggja farþegaflugvéla sem framleiðandinn hefur komið með á markað sem eru þoturnar ARJ21 og C919.
Sölu- og markaðsherferðir COMAC hafa að mestu legið í dvala vegna heimsfaraldursins
en nú ætlar framleiðandinn að setja í næsta gír og kynna þoturnar vel og rækilega
og hefst herferðin með því að hafa þær til sýnis á flugsýninginni í París sem hófst í dag og stendur
til að kynna þær fyrir mögulegum viðskiptavinum.
Að auki ætlar COMAC að kynna fyrstu breiðþotu fyrirtækisins sem stendur
til að framleiða sem er þotan CR929 sem verður smíðuð í samvinnu
við rússneska flugvélaframleiðandann United Aircraft.
Aðeins eru þrjár vikur síðan að C919 þotan flaug sitt fyrsta farþegaflug en það var
áætlunarflug hjá China Eastern Airlines sem flaug þotunni í fyrsa sinn með farþega
þann 28. maí síðastliðinn.
COMAC hefur í dag fengið pantanir í yfir 1.000 eintök af C919 og 775 eintök
af ARJ21 þotunni en nú þegar eru yfir 100 þotur af þeirri gerð að finna í flota þriggja
flugfélaga í Kína sem eru China Eastern Airlines, China Southern Airlines og
Chengdu Airlines.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.