flugfréttir
Flugmenn beðnir um að hafa augun opin vegna kafbátsins
Flugumferðarstjórar yfir New York Oceanic sendu skilaboð til flugmanna þar sem þeir voru beðnir um að hafa augun opin
Flugumferðarstjórnin í New York hefur sent út skilaboð til flugmanna sem fljúga yfir Atlantshafið um að hafa auga með ef þeir týnda kafbátnum sem leitað hefur verið að sem fór niður að flakinu af Titanic.
Flugstjóri einn, Cohen Yohana að nafni, sem flaug Boeing 787 þotu hjá El Al Israel Airlines, setti færslu á Twitter sl. þriðjudag með mynd sem hann
tók af skilaboðum sem flugmönnunum barst frá New York Oceanic flugleiðsögusvæðinu þar sem flugmennirnir
voru beðnir að hafa auga með týnda kafbátnum næstu 20 mínúturnar þar sem flugvélin var stödd
yfir leitarsvæðinu.
Þrjár Boeing C-17 Globemaster herflugvélar frá bandaríska flughernum hafa ferjað leitargöng
frá Buffalo í New York til St. Johns á Nýfundnalandi vegna leitarinnar auk þess sem kanadíski
herinn hefur sent leitarflugvél á svæðið auk skipa.
Fjarstýrðum kafbáti komið fyrir um borð í C-17 herflugvél vegna leitarinnar
Bandaríska strandgæslan segir að leitarsvæðið sé 26.000 ferkílómetrar að stærð eða
sem nemur fjórðungi af flatarmáli Íslands en leitin hefur enn engan árangur borið.
Talið er að súrefni um borð
í kafbátnum verði að mestu uppurið í hádeginu í dag en þær áttu að duga í fjóra sólarhringa en kafbáturinn fór niður að flakinu sl. sunnudag.
Flugstjórinn Cohen Yohana, sem flýgur Boeing 787 Dreamliner þotu, fékk þessi skilaboð sl. þriðjudag
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.