flugfréttir
Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi
Atvikið átti sér stað sl. laugardag þann 24. júní
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.
Atvikið átti sér stað sl. laugardag, þann 24. júní, er þotan var á leið frá pólsku borginni Poznan
til Antalya í Tyrklandi.
Þotan, sem er af gerðinni Boeing 737-800, fór inn yfir Úkraínu við landamæri Póllands og Slóvakíu
og var í úkraínskri lofthelgi í nokkrar mínútur áður en hún tók beygju til vesturs og hélt inn
yfir Slóvakíu og þaðan til suðurs yfir Ungverjaland.
„Flugvélin var að fara framhjá þrumuveðri og flugumferðarstjórar í Slóvakíu beindu vélinni
óvart inn í lofthelgina yfir Úkraínu en þetta leystist allt farsællega“, segir talsmaður Enter Air.
Flugmálayfirvöld í Póllandi staðfesta atvikið og segja að flugmennirnir hafi verið
í stöðugu sambandi við flugumferðarstjórnina í Slóvakíu á meðan.
Þrátt fyrir það kemur fram að atvikið verði rannsakað af flugmálayfirvöldum en lofthelgin
yfir Úkraínu hefur verið lokuð frá því að innrás Rússa hófst í febrúar í fyrra.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.