flugfréttir
Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte
Þotan var að lenda í Charlotte eftir flug frá Atlanta þegar í ljós kom að nefhjólið fór ekki niður
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
Þotan, sem er af gerðinni Boeing 717, var að koma frá Atlanta með 96 farþega um borð og var þotan
í aðflugi að flugvellinum þegar flugmennirnir tóku eftir því að ekki kom ljós sem benti til þess að nefhjólið
hefði farið niður líkt og aðalhjólin.
Flugmennirnir hættu við lendingu og hækkuðu flugið upp í 4.000 fet á meðan þeir fóru yfir viðeigandi
tékklista og lýstu í kjölfarið yfir neyðartilfelli og fóru fram á að viðbragðsaðilar yrðu til taks við lendingu.
Flugvélin lenti loks um 30 mínútum síðar klukkan 12:54 að íslenskum tíma og gekk lendingin áfallalaust
fyrir sig og staðnæmdist þotan á brautinni á aðalhjólunum með nefið ofan í brautina.
Farþegarnir fóru frá borði á flugbrautinni og var þeim ekið með rútum að flugstöðinni. Samgönguöryggisnefnd
Bandaríkjanna (NTSB) hefur hafið rannsókn á atvikinu.
Fleiri myndir:
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.