flugfréttir

Starfsfólk Cargolux í áfalli eftir starfsmannafund í gær

- Svart ský yfir rekstri félagsins

29. september 2012

|

Frétt skrifuð kl. 19:00

Mjög þungt hljóð er í starfsfólki Cargolux eftir starfsmannafundinn í gær

Starfsfólk Cargolux er sagt í áfalli eftir starfsmannafund er fram fór í gær þar sem nýskipaður forstjóri félagsins tilkynnti að félagið muni segja upp kjarasamningum sínum við starfsmenn félagsins.

Alltumflug.is hefur óstaðfestar heimildir fyrir því að einnig hafi starfsfólki Cargolux verið sagt að allir mættu búast við því að taka á sig launaskerðingar auk þess sem hætta er á að stefni í uppsagnir.

Mjög þungt var í mönnum hljóðið er Richard Forson, forstjóri félagsins tjáði fólki stöðuna en m.a. sagði hann að félagið yrði að tileinka sér miklar breytingar ellegar yrði Cargolux gjaldþrota á innan við 5 árum.

Ónefndur aðili sem kunnugur er málinu segir að stjórn Cargolux hafi í gær tilkynnti að þeir starfsmenn sem ekki vildu taka þátt í þeim breytingum væri frjálst að fara frá félaginu.

Óveðursský hafa hrannast upp yfir Findel-flugvelli undanfarna mánuði og hefur staða Cargolux versnað en eftirspurn á flugfrakt hefur dregist mjög saman til og frá Evrópu m.a. vegna stöðu evrunnar sem lamað hefur innflutning og útflutning á vörum.

Fjölmargir Íslendingar hafa starfað og hafa haft sterk tengsl við Cargolux frá því það var stofnað af Íslendingum fyrir 42 árum en enn starfa nokkrir tugir íslendinga hjá félaginu sem sumir hverjir eru af annarri eða þriðju kynslóð og sumur jafnvel fæddir í Lúxemborg.

Á opnum starfsmannafundi sem fram fór í gær kom m.a. fram að Evrópu-búar gætu ekki lengur tekið því sem gefnum hlut að fá helmingi hærri laun en kollegar þeirra í Singapore og að evrópsk flugfélög væru ekki samkeppnishæf við þau asísku og arabísku vegna launakostnaðar.

Eftir að Qatar Airways keypti 35% hlut í Cargolux hefur það félagið náð miklum ítökum í stjórn fyrirtækisins og í sumar var annar forstjóri Cargolux, Frank Raimen, rekinn og lét Qatar ráða þeirra mann í staðinn, Richard Forson.

Forson hafði í gær á starfsmannafundi ekki mikla trú á stöðunni í Evrópu og sagðist ekki telja að neitt útlit væri fyrir annað en langvarandi kreppu í Evrópu og að Cargolux yrði áhrifalaus og óþarft félag í heiminum innan fárra ára. Þá hvatti hann evrópubúa til þess að þiggja vinnuafl frá Asíu, vinna meira fyrir lægri laun og sætta sig við látlausari lífstíl.

Forson gaf það í skyn í vikunni að til greina komi að úthýsa öllu viðhaldi til Asíu eða Miðausturlanda. Hjá Cargolux starfa um 400 manns í viðhaldsdeild félagsins, flugvirkjar og verkfræðingar. Forson segir einnig að ef starfsmenn Cargolux samþykki ekki launalækkun munu C-skoðanir verða framkvæmdar af öðrum aðilum með þeim afleiðingum að mörg hundruð manns missi vinnuna hjá Cargolux.



Vandamál Cargolux

Cargolux var rekið með miklu tapi á síðasta ári og það stefnir í annað eins í ár. Fyrirtækið átti þann eina kost að óska eftir hlutafjáraukningu með útboði á hlutafé. Þetta leiddi til þess að ríkir aðilar frá Arabalöndum og frá Qatar runnu á blóðið og Qatar Airways keypti 35% hlut í Cargolux en talið er að þeir eigi meira þar sem afgangurinn af Cargolux er í eigu tveggja Lúxembúrgískra banka sem aftur eru báðir að hluta í eigu Qatar. Afganginn á svo Lúxembúrgíska ríkið í gegnum ríkis-flugfélagið LuxAir.

Qatar Airways vill eignast meira í félaginu og fara fram á 49% hlut en samkvæmt reglugerðum í Lúxembourg er þeim það ekki heimilt þar sem þeir eru erlendir fjárfestar.

Á sama tíma er Qatar Airways í mikillri samkeppni við Cargolux og hafa aðgang að bókunum félagsins og yfirlit yfir arðbærustu flugleiðirnar og hafa að því hafið að fljúga þær leiðir í beinni samkeppni. Einnig vill Qatar Airways að hluti farms Cargolux verði fluttur með þeirra vélum í framtíðinni.

Þess má geta að annar fyrrverandi forstjóri Cargolux, Ulrich Ogierman, afplánar nú 13 mánaða fangelsisdóm í Federal Prison í USA fyrir brot á samkeppnislögum fyrir hönd fyrirtækisins. Fjöldi fraktflugfélaga voru dæmd sek um verðsamráð.

Cargolux var sömuleiðis dæmt til að greiða 200 milljóna dala í sektir til Bandaríkjanna og til Evrópusambandsins. Slíkar byrgðar sliga sterkustu fyrirtækin sem er ein aðal ástæðan fyrir slæmri stöðu Cargolux í dag auk erfiðleika í efnahagi.

Haldbært fé er þó fyrir hendi fyrir áframhaldandi rekstri en það má ekki mikið út af bregða og sagði nýji forstjórinn á starfsmannafundi í vikunni að með áframhaldandi tapi verði fyrirtækið gjaldþrota innan 5 ára.

Þess má geta að nýtt og glæsilegt flugskýli Cargolux var tekið í notkun árið 2009 og hefur það aðstöðu til að taka inn tvær 747-8F (eða 2x A380) auk einnar 737 á milli þeirra. Allt er til staðar í nýja skýlinu auk varahlutalager. Auk þjónustu við eigin vélar fer þar fram viðhald fyrir Air Bridge Cargo, Atlas Air, Air Atlanta Icelandic, Corsair, Luxair, og Silkway Airlines.

Flugfloti Cargolux samanstendur einungis af Boeing 747 vélum sem eru alls 16 talsins. Þar á meðal var Cargolux fyrsta félagið til að fá fraktvélina 747-8 og hefur í dag alls 5 slíkar vélar og á von á níu til viðbótar.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga