flugfréttir

Fara fram á tvöfaldar dyr inn í flugstjórnarklefa

- Þingmaður og ekkja flugmanns kynna tillögu fyrir Bandaríska þinginu

pennsylvanía

30. apríl 2013

|

Frétt skrifuð kl. 12:19

Ellen Saracini, ekkja flugmanns er fórst í hryðjuverkaárásunum á Tvíburaturnana og þingmaðurinn Mike Fitzpatrick kynna tillöguna

Tillaga hefur verið lögð fyrir bandaríska þingið sem kveður á um að setja upp tvöfaldar dyr inn í flugstjóraklefa um borð í öllum farþegaþotum sem fljúga til og frá Bandaríkjunum og innan þeirra.

Það er Mike Fitzpatrick, þingmaður, sem leggur fram tillöguna í samvinnu við Ellen Saracini, ekkju eins flugmannsins sem lést í hryðjuverkaárásunum á Tvíburaturnana í New York árið 2001.

Með því yrðu tvöfaldar dyr inn í flugstjórnaklefa á öllum vélum sem myndi gera hryðjuverkamönnum erfiðara fyrir til að komast inn í stjórnklefann og þeim sem ætluðu sér að fremja voðaverk um borð.

"Eftir hryðjuverkin fór FAA fram á að öryggisdyr yrðu settar í farþegaþotur en vandamálið er að þegar flugmenn opna þær dyr í þeim tilgangi að komast á salernið, ná sér í mat eða annað slíkt, þá er greið leið inn í flugstjórnarklefann - það er akkurat á þeim augablikum sem hryðjuverkamenn hafa oftast látið til skarar skríða", segir Fitzpatrick.

Með tvöföldum inngangi er önnur hurðin læst á meðan hin er opnuð og er því aldrei galopið inn í stjórnklefann sem er mun öryggari leið til þess að koma í veg fyrir að óviðkomandi geti komist inn í klefann.

Ellen Saracini var gift Victor Saracini sem flaug Boeing 767 vél United Airlines sem var flogið inn í suðurturn World Trade Center en hún fer fram á að allar vélar hafi tvöfaldar dyr inn í stjórnklefann en einhverjar farþegaþotur hafa þegar tvöfaldan inngang um borð í dag.

"Það á ekki að vera spurning um kostnað þegar kemur að því að vernda flugmenn og farþega frá hryðjuverkamönnum svo ekki sé minnst á óbreytta borgara", sagði Mike Fitzpatrick í ræðu sinni í gær  fréttir af handahófi

Pilatus afhendir fyrstu PC-24 einkaþotuna

8. febrúar 2018

|

Svissneski flugvélaframleiðandinn Pilatus hefur afhent fyrsta eintakið af Pilatus PC-24 einkaþotunni við hátíðlega athöfn sem fram fór í Portsmouth í New Hampshire.

Lufthansa fær ekki að kaupa Niki

13. desember 2017

|

Lufthansa hefur hætt við áform sín um að taka yfir rekstur flugfélagsins Niki eftir að Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hafnaði viðskiptunum á grundvelli samkeppnislaga.

Plássleysi hamlar vexti Norwegian á London Gatwick

21. febrúar 2018

|

Norwegian sér fram á erfiðleika með áætlanir sínar á Gatwick-flugvellinum í London þar sem skortur er á afgreiðsluplássum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vilja refsa farþegum sem taka farangur með sér við neyðarrýmingu

23. febrúar 2018

|

Svo gæti farið að þeim farþegum verði refsað sem gera tilraun til að taka handfarangur með sér frá borði þegar verið er að rýma flugvél í neyðartilvikum.

Fór með skrúfuna í þak á bíl í háskalegu lágflugi

23. febrúar 2018

|

Mikil mildi þykir að engan sakaði er landbúnaðarflugvél af gerðinni Air Tractor rakst með loftskrúfu í þak á bíl er flugmaður vélarinnar flaug vísvitandi mjög lágt yfir bílinn í Brasilíu á dögunum.

Vandamál með hjólabúnað á Bombardier-vél

23. febrúar 2018

|

Vandamál kom upp með hjólabúnað á Bombardier Dash 8 Q400 flugvél hjá Croatia Airlines er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Brussel í gær eftir flug frá Zagreb.

Finnair undirbýr pöntun í allt að þrjátíu þotur

22. febrúar 2018

|

Finnair vinnur nú að því að undirbúa pöntun í nýjar meðalstórar farþegaþotur með einum gangi og koma allt að 30 þotur til greina.

Þrjú flugfélög í Venezúela hafa öll misst leyfið

22. febrúar 2018

|

Þrjú flugfélög, í eigu sama eigandans, og þar af tvö í Venezúela, hafa öll hætt starfsemi sinni á nokkrum vikum þar sem þau hafa verið svipt flugrekstarleyfinu á sama tíma og stjórn félaganna er í up

Líktu eftir sömu aðstæðum í flughermi

22. febrúar 2018

|

Orsök flugslyssins í Rússlandi, er farþegaþota af gerðinni Antonov An-148 frá Saratov Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Moskvu þann 11. febrúar, er enn ókunn en talið er mögulegt að ísing í ste

Fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair væntanleg til landsins

21. febrúar 2018

|

Innan við tvær vikur eru í að fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair kemur til landsins en fyrsta eintakið er nú tilbúið í Seattle og verður henni flogið til Íslands í byrjun mars.

Nýir stjórnendur hjá Icelandair

21. febrúar 2018

|

Gerðar hafa verið umtalsverðar skipulagsbreytingar á rekstrarsviði Icelandair og nýir forstöðumenn ráðnir til nýrra starfa.

Seinasta Boeing 737-800 þotan afhent til Norwegian

21. febrúar 2018

|

Norwegian hefur tekið við seinustu Boeing 737-800 þotunni sem er jafnframt hundraðasta Boeing 737-800 þotan sem félagið hefur fengið afhenta frá Boeing.

Isavia úthlutar styrkjum úr samfélagssjóði

21. febrúar 2018

|

Isavia hefur úthlutað styrkjum til 13 verkefna úr samfélagssjóði sínum en verkefnin eru af fjölbreyttum toga.

 síðustu atvik

  2018-01-01 19:24:00