flugfréttir

Fara fram á tvöfaldar dyr inn í flugstjórnarklefa

- Þingmaður og ekkja flugmanns kynna tillögu fyrir Bandaríska þinginu

pennsylvanía

30. apríl 2013

|

Frétt skrifuð kl. 12:19

Ellen Saracini, ekkja flugmanns er fórst í hryðjuverkaárásunum á Tvíburaturnana og þingmaðurinn Mike Fitzpatrick kynna tillöguna

Tillaga hefur verið lögð fyrir bandaríska þingið sem kveður á um að setja upp tvöfaldar dyr inn í flugstjóraklefa um borð í öllum farþegaþotum sem fljúga til og frá Bandaríkjunum og innan þeirra.

Það er Mike Fitzpatrick, þingmaður, sem leggur fram tillöguna í samvinnu við Ellen Saracini, ekkju eins flugmannsins sem lést í hryðjuverkaárásunum á Tvíburaturnana í New York árið 2001.

Með því yrðu tvöfaldar dyr inn í flugstjórnaklefa á öllum vélum sem myndi gera hryðjuverkamönnum erfiðara fyrir til að komast inn í stjórnklefann og þeim sem ætluðu sér að fremja voðaverk um borð.

"Eftir hryðjuverkin fór FAA fram á að öryggisdyr yrðu settar í farþegaþotur en vandamálið er að þegar flugmenn opna þær dyr í þeim tilgangi að komast á salernið, ná sér í mat eða annað slíkt, þá er greið leið inn í flugstjórnarklefann - það er akkurat á þeim augablikum sem hryðjuverkamenn hafa oftast látið til skarar skríða", segir Fitzpatrick.

Með tvöföldum inngangi er önnur hurðin læst á meðan hin er opnuð og er því aldrei galopið inn í stjórnklefann sem er mun öryggari leið til þess að koma í veg fyrir að óviðkomandi geti komist inn í klefann.

Ellen Saracini var gift Victor Saracini sem flaug Boeing 767 vél United Airlines sem var flogið inn í suðurturn World Trade Center en hún fer fram á að allar vélar hafi tvöfaldar dyr inn í stjórnklefann en einhverjar farþegaþotur hafa þegar tvöfaldan inngang um borð í dag.

"Það á ekki að vera spurning um kostnað þegar kemur að því að vernda flugmenn og farþega frá hryðjuverkamönnum svo ekki sé minnst á óbreytta borgara", sagði Mike Fitzpatrick í ræðu sinni í gær  fréttir af handahófi

Norwegian hefur hafið flug til Texas

6. apríl 2018

|

Norwegian hefur hafið flug til Texas í fyrsta sinn en félagið flaug á dögunum sitt fyrsta flug frá London Gatwick til Austin.

Klæðningar á Boeing 747-8 þotu Lufthansa losnuðu af í flugtaki

11. apríl 2018

|

Tvær einingar á klæðningu losnuðu af júmbó-þotu frá Lufhansa í flugtaki í Buenos Aires í Argentínu sl. sunnudag.

Auka á framleiðsluhraðann á Boeing 767 og smíða fleiri eintök

30. apríl 2018

|

Boeing ætlar sér að auka framleiðsluhraðann á Boeing 767 breiðþotunni sem kom á markaðinn árið 1982.

  Nýjustu flugfréttirnar

Níu bæir í Ástralíu slást um að hýsa nýjan flugskóla Qantas

22. júní 2018

|

Qantas leitar nú að staðsetningu fyrir nýjan flugskóla á vegum flugfélagsins en alls eru níu bæir og borgir í Ástralíu sem koma til greina sem keppast um að fá að hýsa nýjan flugskóla.

300 þotur í flota easyJet

22. júní 2018

|

Flugfloti easyJet telur nú 300 flugvélar en félagið fékk þrjúhundruðustu Airbus-þotuna í flotann í gær sem er af gerðinni Airbus A320 og verður hún staðsett á Tegel-flugvellinum í Berlín.

Ríkisstjórn Indlands hættir við að selja Air India í bili

22. júní 2018

|

Ríkisstjórn Indlands hefur hætt við áform sín um að selja ríkisflugfélagið Air India þar sem ekki hefur tekist að finna áhugasama fjárfesta til að kaupa 76 prósent í félaginu.

Ráðherra segir af sér rétt fyrir kosningu um stækkun Heathrow

21. júní 2018

|

Greg Hands, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna óánægju sinnar vegna ákvörðunar breska þingsins um að taka upp atkvæðagreiðslu eftir helgi um stækkun Heathrow-flugvallar.

Aldrei eins mörg verkföll hjá flugumferðarstjórum í Evrópu

21. júní 2018

|

Árið 2018 stefnir í að verða það versta er kemur að fjölda verkfalla meðal flugumferðarstjóra í Evrópu.

LaudaMotion í viðræðum við Airbus og flugvélaleigur

20. júní 2018

|

Austurríska flugfélagið LaudaMotion á nú í viðræðum við Airbus vegna fyrirhugaðrar pöntunar í nýjar farþegaþotur en þá er félagið einnig að ræða við flugvélaleigur sem gætu orðið félaginu út um flugv

FedEx pantar 25 fraktþotur frá Boeing

20. júní 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx Express hefur pantað 24 fraktþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 767-300ERF og Boeing 777F.

Stöðva allt fraktflug tímabundið vegna viðhaldsmála

19. júní 2018

|

Japanska fraktflugfélagið Nippon Cargo Airlines (NCA) ætlar að hætta öllu fraktflugi tímabundið af öryggisástæðum en flugfélagið telur að óviðeigandi smurolía hafi verið notuð við viðhald á einni af

Risaþota flaug inn í kviku af annarri risaþotu

19. júní 2018

|

Airbus A380 risaþota frá Qantas lenti í því á dögunum að taka snögga dýfu eftir að hafa flogið inn í vængendakviku af annarri risaþotu frá sama flugfélagi með tilheyrandi ókyrrð.

Fyrsta A350 með „wing-twist“ fer til Iberia

18. júní 2018

|

Spænska flugfélagið Iberia verður í næsta mánuði fyrsta flugfélagið til að fá Airbus A350 þotu afhenta með nýja „wing-twist“ vængnum.