flugfréttir

Fara fram á tvöfaldar dyr inn í flugstjórnarklefa

- Þingmaður og ekkja flugmanns kynna tillögu fyrir Bandaríska þinginu

pennsylvanía

30. apríl 2013

|

Frétt skrifuð kl. 12:19

Ellen Saracini, ekkja flugmanns er fórst í hryðjuverkaárásunum á Tvíburaturnana og þingmaðurinn Mike Fitzpatrick kynna tillöguna

Tillaga hefur verið lögð fyrir bandaríska þingið sem kveður á um að setja upp tvöfaldar dyr inn í flugstjóraklefa um borð í öllum farþegaþotum sem fljúga til og frá Bandaríkjunum og innan þeirra.

Það er Mike Fitzpatrick, þingmaður, sem leggur fram tillöguna í samvinnu við Ellen Saracini, ekkju eins flugmannsins sem lést í hryðjuverkaárásunum á Tvíburaturnana í New York árið 2001.

Með því yrðu tvöfaldar dyr inn í flugstjórnaklefa á öllum vélum sem myndi gera hryðjuverkamönnum erfiðara fyrir til að komast inn í stjórnklefann og þeim sem ætluðu sér að fremja voðaverk um borð.

"Eftir hryðjuverkin fór FAA fram á að öryggisdyr yrðu settar í farþegaþotur en vandamálið er að þegar flugmenn opna þær dyr í þeim tilgangi að komast á salernið, ná sér í mat eða annað slíkt, þá er greið leið inn í flugstjórnarklefann - það er akkurat á þeim augablikum sem hryðjuverkamenn hafa oftast látið til skarar skríða", segir Fitzpatrick.

Með tvöföldum inngangi er önnur hurðin læst á meðan hin er opnuð og er því aldrei galopið inn í stjórnklefann sem er mun öryggari leið til þess að koma í veg fyrir að óviðkomandi geti komist inn í klefann.

Ellen Saracini var gift Victor Saracini sem flaug Boeing 767 vél United Airlines sem var flogið inn í suðurturn World Trade Center en hún fer fram á að allar vélar hafi tvöfaldar dyr inn í stjórnklefann en einhverjar farþegaþotur hafa þegar tvöfaldan inngang um borð í dag.

"Það á ekki að vera spurning um kostnað þegar kemur að því að vernda flugmenn og farþega frá hryðjuverkamönnum svo ekki sé minnst á óbreytta borgara", sagði Mike Fitzpatrick í ræðu sinni í gær  fréttir af handahófi

Boeing hækkar spá sína fyrir þörf á nýjum flugvélum í Kína

6. september 2017

|

Boeing spái enn meiri þörf fyrir nýjum flugvélum í Kína og hefur flugvélaframleiðandinn uppfært spánna fyrir næstu 20 árin.

Jetstar býður farþegum upp á að fljúga fyrst og borga seinna

13. september 2017

|

Ástralska flugfélagið Jetstar mun á næstunni bjóða farþegum upp á að greiða fargjaldið eftir að þeir hafa flogið með félaginu.

Áfangastaðir Turkish Airlines orðnir 300 talsins

22. júlí 2017

|

Áfangastaðir í leiðarkerfi Turkish Airlines eru orðnir 300 talsins en flugfélagið tyrkneska flaug þann 17. júlí sitt fyrsta flug til Phuket í Tælandi sem er þrjú hundruðasti áfangastaður félagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Talið að Lufthansa og easyJet muni eignast Air Berlin

23. september 2017

|

Sagt er að kröfuhafar og stjórnendur Air Berlin muni að öllum líkindum velja easyJet og Lufthansa sem nýja eigendur að rekstri og eigum félagsins sem varð gjaldþrota í ágúst.

„Þetta starf er ekki svo erfitt“ - Ætlar að ráða 125 nýja flugmenn

22. september 2017

|

Ryanair ætlar sér að ráða til starfa 125 nýja flugmenn á næstu tveimur vikum til að kom til móts við þann skort á flugmönnum sem upp er komin.

Rangt hitastig í FMC orsök þess að Boeing 737 hóf sig seint á loft

21. september 2017

|

Talið er að rangar upplýsingar um hitastig, sem settar voru inn í flugtölvu (FMC) á Boeing 737-800 þotu hjá Sunwing Airlines fyrir flugtak, hafi verið orsök atviks sem átti sér stað þann 21. júlí í s

Niki segir orðróm um gjaldþrot vera þvætting

21. september 2017

|

Austurríska lágfargjaldaflugfélagið Niki hefur vísað á bug orðrómi frá ferðaskrifstofu einni sem sagði að félagið væri á barmi gjaldþrots.

Ruglaði saman merkingum á 286 ferðatöskum

21. september 2017

|

Flugvallarstarfsmaður á Changi-flugvellinum í Singapore hefur verið ákærður vegna gruns um að hafa skipt um merkingar á fjölda innritaðra ferðataskna með þeim afleiðingum að þær fór með flugi til kol

Flugmenn hjá Ryanair vilja fastan ráðningarsamning

21. september 2017

|

Flugmenn á 17 bækistöðvum Ryanair, víðsvegar um Evrópu, krefjast þess nú að fá fastan ráðningarsamning hjá félaginu til langstíma samkvæmt reglugerðum í hverju landi fyrir sig.

Ekkert flugslys meðal flugfélaga í Afríku árið 2016

20. september 2017

|

Ekkert flugslys í áætlunarflugi í Afríku var skráð í fyrra en fram kemur að þetta sé í fyrsta sinn í heilan áratug sem ekkert flugslys verður á heilu ári meðal afrískra flugfélaga sem eru aðilar að a

Virgin flaug flugmanni til vinnu til Manchester með Boeing 787

20. september 2017

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic neyddist til þess á dögunum að lenda Dreamliner-þotu sinni sérstaklega í Manchester á leið sinni frá London Heathrow til Boston til þess að ferja flugmann til Manch

Afhendingu á fyrstu KC-46 frestað fram á næsta ár

20. september 2017

|

Afhendingu á fyrstu KC-46 Pegasus eldsneytisflugvélinni mun frestar fram á næsta ár en til stóð að afhenda fyrsta eintakið til bandaríska flughersins á þessu ári.

Bjóða flugmönnum 1,5 milljón í bónus í skiptum fyrir sumarfrí

20. september 2017

|

Ryanair hefur brugðið til þess ráðs að bjóða öllum þeim flugmönnum, sem eru í sumarfríi, bónusgreiðslu upp á 1,5 milljón króna fyrir að bæta við sig 10 vinnudögum í þeim tilgangi að draga úr þeirri