flugfréttir

Fara fram á tvöfaldar dyr inn í flugstjórnarklefa

- Þingmaður og ekkja flugmanns kynna tillögu fyrir Bandaríska þinginu

pennsylvanía

30. apríl 2013

|

Frétt skrifuð kl. 12:19

Ellen Saracini, ekkja flugmanns er fórst í hryðjuverkaárásunum á Tvíburaturnana og þingmaðurinn Mike Fitzpatrick kynna tillöguna

Tillaga hefur verið lögð fyrir bandaríska þingið sem kveður á um að setja upp tvöfaldar dyr inn í flugstjóraklefa um borð í öllum farþegaþotum sem fljúga til og frá Bandaríkjunum og innan þeirra.

Það er Mike Fitzpatrick, þingmaður, sem leggur fram tillöguna í samvinnu við Ellen Saracini, ekkju eins flugmannsins sem lést í hryðjuverkaárásunum á Tvíburaturnana í New York árið 2001.

Með því yrðu tvöfaldar dyr inn í flugstjórnaklefa á öllum vélum sem myndi gera hryðjuverkamönnum erfiðara fyrir til að komast inn í stjórnklefann og þeim sem ætluðu sér að fremja voðaverk um borð.

"Eftir hryðjuverkin fór FAA fram á að öryggisdyr yrðu settar í farþegaþotur en vandamálið er að þegar flugmenn opna þær dyr í þeim tilgangi að komast á salernið, ná sér í mat eða annað slíkt, þá er greið leið inn í flugstjórnarklefann - það er akkurat á þeim augablikum sem hryðjuverkamenn hafa oftast látið til skarar skríða", segir Fitzpatrick.

Með tvöföldum inngangi er önnur hurðin læst á meðan hin er opnuð og er því aldrei galopið inn í stjórnklefann sem er mun öryggari leið til þess að koma í veg fyrir að óviðkomandi geti komist inn í klefann.

Ellen Saracini var gift Victor Saracini sem flaug Boeing 767 vél United Airlines sem var flogið inn í suðurturn World Trade Center en hún fer fram á að allar vélar hafi tvöfaldar dyr inn í stjórnklefann en einhverjar farþegaþotur hafa þegar tvöfaldan inngang um borð í dag.

"Það á ekki að vera spurning um kostnað þegar kemur að því að vernda flugmenn og farþega frá hryðjuverkamönnum svo ekki sé minnst á óbreytta borgara", sagði Mike Fitzpatrick í ræðu sinni í gær  fréttir af handahófi

Turkish Airlines hefur áhuga á að panta 8 júmbó-þotur

10. september 2017

|

Sagt er að Turkish Airlines sé að íhuga að leggja inn pöntun í júmbó-þotuna, Boeing 747-8.

Boeing fær formlega pöntun í tvær Air Force One júmbó-þotur

10. nóvember 2017

|

Boeing tilkynnti í gær að flugvélaframleiðandinn hafi fengið formlega pöntun frá ríkisstjórn Bandaríkjanna í tvær júmbó-þotur sem munu koma til með að verða forsetaflugvélar fyrir forseta landsins, b

Ryanair fellir niður allt að 50 flug á dag í sex vikur

16. september 2017

|

Ryanair mun aflýsa frá 40 til 50 flugferðum á dag næstu sex vikurnar í þeim tilgangi að leyfa flugmönnum sínum og áhöfnum að komast í sumarfrí eftir stranga vinnutörn í sumar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta Airbus A319 þotan yfir til EasyJet Europe

23. nóvember 2017

|

EasyJet Europe hefur fengið fyrstu Airbus A319 þotuna í flota sinn en félagið var stofnað í júlí í sumar í kjölfar ákvörðun Breta um að segja sig úr Evrópusambandinu.

Ólíklegt að Brandenburg-flugvöllur opni fyrir árið 2021

23. nóvember 2017

|

Svo gæti farið að Brandenburg-flugvöllurinn í Berlín muni ekki opna fyrr en eftir 4 ár eða árið 2021.

Fyrsta erlenda pöntunin í Mil Mi-171A2 þyrluna

23. nóvember 2017

|

Rússar hafa fengið fyrstu erlendu pöntunina í Mi-171A2 þyrluna sem kemur frá fyrirtækinu Vectra Group á Indlandi sem hefur pantað eina slíka þyrlu.

Turkish hefur ekki þörf fyrir Airbus A380 eins og er

22. nóvember 2017

|

Turkish Airlines segist ekki hafa neina þörf til að taka inn risaþotuna Airbus A380 í flotann sinn eins og staðan er í dag.

Lufthansa framlengir júmbó-flugi milli Frankfurt og Berlínar

22. nóvember 2017

|

Lufthansa hefur ákveðið að framlengja júmbó-þotu flugi sínu milli Frankfurt og Tegel-flugvallarins í Berlín fram í desember vegna mikillar eftirspurnar á flugi milli þýsku borganna tveggja.

Aukið frelsi í flugumferð með tilkomu Borealis-samstarfsins

21. nóvember 2017

|

Borealis samstarfsbandalag Isavia og átta annarra norður-evrópskra flugleiðsögufyrirtækja hefur komist nær því markmiði að auka frjálsræði flugfélaga varðandi flugleiðir innan flugstjórnarsvæða sinna.

Flugslys meðal heimasmíðaðra flugvéla nær sögulegu lágmarki

21. nóvember 2017

|

Flugslysum hefur fækkað verulega vestanhafs þar sem heimasmíðaðar flugvélar eiga í hlut en á fjórum árum hefur slysum fækkað um 47 prósent í þessum flokki.

Norðmenn fá fyrstu AW101 björgunarþyrluna afhenta

21. nóvember 2017

|

Norðmenn hafa tekið við sinni fyrstu AW101 björgunarþyrlu frá AgustaWestland af þeim sextán sem pantaðar voru á sínum tíma.

Fóru óvart í flugtak á akbraut

20. nóvember 2017

|

Flugmálayfirvöld í Frakklandi rannsaka nú atvik sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá portúgalska flugfélaginu TAP Express var næstum farin í flugtak á akbraut (taxiway) á flugve

Rússar smíða nýja útgáfu af einni stærstu sprengjuflugvél heims

20. nóvember 2017

|

Rússar hafa lokið við samsetningu á fyrstu prótótýpunni af Tupolev Tu-160M2 sem er endurgerð útgáfa af Tu-160 sprengjuflugvélinni.