flugfréttir

Heræfingar NATO hefjast á Íslandi á næstu dögum

- Yfir 20 herflugvélar á leið til landsins og 300 manna herlið

20. janúar 2014

|

Frétt skrifuð kl. 17:26

Boeing E-3A Sentry radsjárvél NATO

Yfir 20 herflugvélar, orrustuþotur, þyrlur og eldsneytiflugvélar verða hér á landi við æfingar frá og með mánudeginum 27. janúar næstkomandi en þá hefst loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins (NATO).

Samhliða því mun heræfingin "Iceland Air Meet 2014" hefjast föstudaginn 31. janúar en von er á flugher Norðmanna til landsins, auk flugher Svía, Finna, Hollendinga og Bandaríkjamanna.

Norðmenn munu koma með sex F-15 orrustuþotur og um 110 liðsmenn, Finnar koma með fimm F-18 orrustuþotur, tvær NH-90 björgunarþyrlur og 60 manna lið.

Frá Hollandi kemur ein McDonnell Douglas KC-10 Extender eldsneytisvél og önnur frá Bandaríkjunum af gerðinni KC-135. Svíar munu skaffa sjö Saab JAS 39 Gripen orrustuþotur, eina Lockheed C-130 Hercules vél og 110 manna herlið.

Alls verða um 300 manna liðsmenn frá þjóðunum við æfingar hér á landi sem munu standa yfir til 21. febrúar en verkefnið verður með svipuðu fyrirkomulagi og áður í samræmi við reglugerðir NATO.

Koma Svía og Finna til Íslands á sér bakgrunn í skýrslu Thorvalds Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra Noregs, um norrænt samstarf í utanríkis- og varnarmálum sem hann afhenti utanríkisráðherrum Norðurlandanna árið 2009.

Æfingunum verður stjórnað frá sameinaðri lofthelgisstjórnstöð í Uedem í Þýskalandi.

Sérstakur blaðamannafundur varðandi æfingarnar verður haldinn fyrir fjölmiðla á vegum Landhelgisgæslunnar og Utanríkisráðuneytisins þann 12. febrúar.

Tölvugerð mynd til að átta sig á umfangi æfinganna  (Grafík - Karl Georg Karlsson)

  fréttir af handahófi

Atlantic Airways mun fljúga til Íslands yfir jólin

28. sept

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tilkynnt að félagið muni fljúga sérstakar flugferðir á milli Færeyja og Íslands um jólin.

Farþegum fjölgar hraðar hjá easyJet en félagið bjóst við

4. ágúst 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að farþegar séu farnir að koma aftur og bóka flug í meira mæli en félagið bjóst við fyrr í sumar og er fjöldi bókana á farmiðum á seinni hluta sumarsins 10%

CityJet bjargað frá gjaldþroti

7. ágúst 2020

|

Írska flugfélagið CityJet mun að öllum líkindum sleppa við gjaldþrot þar sem flest bendir til þess að dómstóll á Írlandi ætli að samþykkja aðgerðir til þess að bjarga félaginu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ný flugskólabygging fyrir ATP rís nálægt Dallas

30. september 2020

|

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt flugþjálfunarsetur í Texas fyrir bandaríska flugskólann ATP Flight School sem er einn stærsti flugskóli Bandaríkjanna.

Hafa ekki pláss fyrir fleiri flugvélar

30. september 2020

|

Flugvélageymslan í bænum Alice Springs í Ástralíu segist ekki geta tekið við fleiri flugvélum í geymslu þar sem svæðið sé nánast orðið fullt og búið að bóka þau fáu pláss sem eftir eru.

IATA lækkar spá sína varðandi batahorfur í fluginu

30. september 2020

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hefur dregið úr spá sinni varðandi batahorfur í fluginu um 3 prósent sem byggir á tölfræði um flugumferð í heiminum í ágúst.

Óvíst um framtíð risaþotunnar í flota Etihad

30. september 2020

|

Svo gæti farið að flugfélagið Etihad Airways mun losa sig við risaþotuna Airbus A380 fyrir fullt og allt en Tony Douglas, framkvæmdarstjóri félagsins, segir að örlög risaþotunnar muni ráðast á næstunn

Yfir 80 starfsmönnum sagt upp hjá Icelandair

29. september 2020

|

Icelandair tilkynnti í dag um uppsagnir og hefur alls 88 starfsmönnum verið sagt upp núna um mánaðarmót.

South African hættir starfsemi enn og aftur

29. september 2020

|

Suður-afríska flugfélagið South African Airways hefur enn og aftur hætt allri starfsemi sem hefur verið fryst af stjórnendum félagsins sem fara fram á svigrúm til þess að endurskoða allan rekstur flug

Svisslendingar kjósa með kaupum á nýjum herþotum

28. september 2020

|

Svisslendingar hafa kosið með því að ríkisstjórn Sviss festi kaup á nýjum orrustuþotum fyrir svissneska flugherinn.

Qatar Airways fær ríkisaðstoð upp á 280 milljarða

28. september 2020

|

Qatar Airways tilkynnti í gær að félagið hafi fengið vilyrði fyrir ríkisaðstoð upp á tæpa 280 milljarða króna frá stjórnvöldum í Katar til að tryggja áframhaldandi flugrekstur vegna kórónaveirufaral

Atlantic Airways mun fljúga til Íslands yfir jólin

28. sept

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur tilkynnt að félagið muni fljúga sérstakar flugferðir á milli Færeyja og Íslands um jólin.

Náðu að semja við flugmenn hjá easyJet

28. september 2020

|

Breska flugmannafélagið BALPA hefur lýst því yfir að stórt samkomulag hafi náðst við flugmenn hjá easyJet sem kemur í veg fyrir uppsagnir á yfir 720 flugmönnum hjá lágfargjaldafélaginu sem hefðu anna

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00